Alþýðublaðið - 29.10.1963, Síða 4

Alþýðublaðið - 29.10.1963, Síða 4
CHUNG HEE PARK FORSETISUÐUR-KÓREU CHUNG HEE PARK hershöfðingi, Jieiðtogi herforingjastjómarinnar, sem komst til valda í Suður-Kóreu eftir byltingu árið 1961, var ný- tega kjörinn forseti landsins til næstu f jögurra ára. Bandaríkjamenn hafa lagt liart að herforingjastjórninni að efna 4;il almennra þingkosninga, sem lleiða mundu til þess, að borgara- leg stjórn tæki við af herforingja- ístjórninni. Þeir hafa ekki verið á- inægðir með einræðiskennda stjórn Parks hershöfðingja, enda vonuðu þeir að lýðræði tæki við eftir margra ára einræðisstjórn Syngman Rhees. í S-Kóreu eru 50 þúsund bandarískir hermenn og llandið hefur fengið rúmlega 5 milljarða dollara í hernaðarlega og efnahagslega aðstoð. Chung Hee Park — strangur þjóðhöfðingi. 26. nóvember n. k. fara fram kosningar til þjóðþingsins, þar í>em 175 þingfulltrúar eiga sæti. En öll völd eru í höndum forsetans samkvæmt nýrri stjórnarskrá, sem samþykkt var í desember s. 1. ■k BREYTING Chung Hee Park var svo lrtt jþekktur þegar í ljós kom, að liann stóð að baki byltingu hersins 16. imaí 1961, að enginn var viss um, •tivort ættarnafn hans væri Chung «ða Park. Hann var þá hershöfð- íngi (með tvær stjörnur) í her Suður-Kóreu, en hafði aldrei bar- ízt í orrustu. Sá blettur var á ferli hans, að herdómstóll hafði dæmt laann, gefið honum að sök að hafa verið viðriðinn kommúnisma. Þetta varð til þess, að fyrst í stað var fiionum sýnd talsverð tortryggni. Hann ók um í jeppa með öku- imanninn einan fyrir lífvörð, telæddur búningi ori-ustuhermanna «neð byssu í slíðrum. Hann var svo -ilvarlegur og lítt broshýr, að imargir Bandaríkjamenn kölluðu íhann „Smiley”. Mikil breyting hefur orðið á vmdanfarin tvö ár. Nú er öflugur vörður um Park liershöfðingja og fciann ekur um í Cadillae-bifreið Hann er ávallt klæddur viðhafriar- búnmgi hermanna með fjórum stjörnum, en í þá tign hefur hann hækkað sig sjálfur. Hann brosir jafnvel stundum. ★ KOSNINGAR Helzti andslæðingur Parks í kosn- ingunum á dögunum var Posun Yun, fyrrverandi forseti, sem er 67 ára að aldri og harður andstæð- ingur hersliöfðingjans. í kosningabaráttunni hélt Yun því fram, að Park væri fyrrver- andi kommúnistr, sem nú reyndi að útrýma lýðræði í Suður-Kóreu. Flokkur Parks, Lýðræðislegi lýð- veldisflokkurinn, háði harða bar- áttu og var ekki vandur að meðul- um. Pólitískum andstæðingurrr var varpað í fangelsi, og sagt var, að strangar hömlur hefðu verið sett- ar á stjórnmálastarfsemi. Helzta málið í kosningunum var sú krafa borgaralegra stjórnmálamanna, sem eru andstæðingar Parks hers- höfðingja, að aftur yrði horfið til „fri álsrar lýðræð isstj órnar“. t kosningunum fékk Park hers- höfðingi 4.702.640 atkvæði og Yun 4.546.614 atkvæði. Þrír frambjóð- endur smáflokka fengu samtals 831.944 atkvæði (954.977 atkvæði voru ógild). Hér var því siður en svo um • persónulegan sigur fyrir Park hershöfðingja að ræða, þar sem hann fékk tæplega 45% at- kvæða. Talið er, að kosningamar hafi farið heiðarlega fram. Hins vegar bíða Bandaríkjamenn og sjá hvað setur varðandi það, hvort Park muni stiga jákvæð skref í þá átt, að skapa stjórninni breiðari grund völl og gera hana lýðræðislegri. Talið er að stjórnin í Washing- ton haldi áfram að leggja hart að Park hershöfðingja í þessu skyni og íhugi nú endurskoðun á aðstoð- inni við stjórn hans. ★ í JAPANSHER Þrátt fyrir ásakanir Yuns og dóm herdómsins er nú litið svo á, að samneyti Parks við kommúnista hafi verið „villa”, sem liann hafi læknazt af. Kóreubúar lögðu aug- svnilega ekki mikinn trúnað á á- sakanir Yuns í kosningabarátt- unni. Herdómstóllinn dæmdi hann til dauða, en fyrir tilstilli vina Parks var liann í þess stað rekinn úr hernum með smán, þegar Kóreu- stríðið skall á var liann aftur kvadd ur í herinn með tign majórs, og bótt hann væri ekki sendur í orr- ustur gegn Norður-Kóreubúum og kínverskum kommúnistum gegndi hann störfum sínum með prýði. Park hershöfðingi fæddist 1916 nálægt Taegu í Suður-Kóreu. Hann var af ætt efnaðra jarðeig- enda. Á þessum árum var Kórea á valdi Japana. Hann var úfskrifaður frá mennta skóla í Taegu 1937 og var hæstur í sínum bekk. Um þriggja ára skeið kennai hann í barnaskóla skammt KLÆÐNAÐUR VIÐTÖL HREINLÆTl PERSONULEIKI ANDLITSSNYRTING EIGIN IBUÐ HEFÐARHÆTTIR OG HEGÐUN HÁTTVlSI HVAR SKAL BYRJA ? RÖDDIN OG HLÁTURINN TÍ2KUBÓKIN ...... Bókin, sem íslenzkar konur hafa beSií eftir,er komin út BÓKAÚTGÁFAN VALUR frá þeím stað þar sem hann fædd- ist. Árið 1940 lét hann af kennslu og gekk í japanska herskólann í Cliangchun í Mansjúríu, og var þar einnig hæstur í sínum bekk. Hann var skipaður lautinant í japanska hernum. Hann var í Jap- an þegar styrjöldinni lauk, en sneri aftur til Kóreu þegar her- námssveitir Bandaríkjamanna héldu til landsins. Hann gekk í kóreanskan her- skóla sem Bandaríkjamenn stofn- uðu. Þegar liann hafði verið út- skrifaður var hann skipaður höf- uðsmaður í Kóreuher. Ári síðar voru ásakanirnar um kommúnist- ígk launráð bornar gegn honum og síðan dæmdi herdómstóllinn hann og loks var hann rekinn úr hem- um. ★ KEÐJUREYKIR Park hershöfðingi hækkaði smám saman í tign í Kóreuher á friðartímanum eftir styrjöldina. Hann hefur tvisvar farið í heim- sókn til Bandaríkjanna í síðara skiptið sem þjóðhöfðingi 1961, nokkrum mánuðum eftir bylting- una. Park hershöfðingi keðjureykir, en reykingarnar er það eina í fari hans, sem ber vott um taugaó- styrk. Ilann ber venjulega dökk gleraugu, jafnvel innanhúss. Hann er þríkvæntur og á tvær dætur og fimm ára gamlan son með þriðju konu sinni, sem hann gekk að eiga fyrir 13 ámm. Hún talar virðulega og ástúðlega um mann sinn. Hún sagði eitt sinn, að maður hennar segði ekki mikið. En ef hann segðist ætla að gera eitthvað gerði hann það og gerði það rétt. SMURSTÖÐIN Saefúni 4 - Sími 16-2-27 Bíllinn er smorðnr fljótt og veL Bdjnm allar tegnndir a£ smnrolin. 4 29. okt. 1963 — ALÞÝÐUBIAÐIB

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.