Alþýðublaðið - 29.10.1963, Page 8
Erlendur Haraldsson blaðamaður er
nu staddur í Pakistan og skrifar hér
á eftir grein fyrir Alþýðublaðið um
samband Indlands og Pakistan.
Lahore 15. okt. 1963.
KRÚSTJOV viðhafði einhvern
tíma þau orð, að Ungverjaland
væri eins og dauð rotta í hálsi
vesturveldanna. Þessi ófagra lík-
ing kemur ósjálfrátt í huga manns
strax á fyrsta degi í Pakistan. Það
er Kasmír sem veldur. Háir sem
lágír, hinir fáu auðugu sem hinir
fjölmörgu snauðu gera Kasmír
ætíð nær strax að umræðuefni,
hitti þeir útlendinga að máli. Eft-
ir þessu að dæma er Kasmír
mál málanna í Pakistan, eins og
væri líf og framtíð þess lands kom
ið undir stöðu Kasmír og sam-
einingu þess við Pakistan.
Indlandsmegin heyrir maður
hins vegar fremur sjaldan minnzt
á Kasmírdeiluna. Hún hefur horf
ið í skugga annarra mála og er
flestum Indverjum, sérstaklega er
fjarri dregur Kasmír og Punjab,
ekki annað en eitt af hinum
mörgu vandamálum, sem þetta víð
áttumikla og geysifjölmenna land
á og hefur átt við að glíma, og er
alls ekki lengur efst á blaði.
Fáir, sem eitthvað þekkja til Kas
mírdeilunnar, draga í efa, að Kas
mír hefði upprunalega fremur átt
að sameinast Pakistan en Indlandi,
enda var það vafalaust ósk yfir-
gnæfandi meirihluta Kasmírbúa,
er Indverjar hlutu fulla sjálfstjórn
fyrir 16 árum og Indland og Pak-
istan voru stofnuð.
Indverska lýðveldið á ekki
hreina síðu í utanríkismálum sín
um fremur en flestar aðrar þjóð
ir, en engir eru jafnvitandi um
það og Pakistanar. Indland virð-
ist tíðum í þeirra augum vera í-
mynd ágengni og refsskapar, land
sem í engu verður treyst og einsk
is er hægt að vænta frá nema alls
hins versta. Stjórnarblöð Pakist-
an hafá lengi ritað mjög einhliða
um Indland, ekki aðeins notað á
venjulegan hátt sterk orð, er hinn
rétti málstaður var þeirra megin,
heldur gert það að venju sinni
vegna þessarar bitru deilu um
Kasmír, að þýða allar gerðir og
áætlanir Indlands til verri vegar.
Smáskærur eru tíðar á landa-
[•.■.i.v.v./í.w.v^'
1
Éllll t.
:
- 4
< . :.
• '
m ' á
Myndirnar eru frá Pakistan og teknar af greinarhöf.
ar — „þeir bragðarefir" myndi
Pakistaninn venjulega bæta við
í daglegu tali — aðeins notað
skærurnar við Kínverja sem kær
komna átyllu til að vígbúast gegn.
Pakistan og fá ríkulega hernaðar
aðstoð frá vesturveldunum.
„Stríð í hálendi Himalayafjall-
anna er firra“, segir Ayub Khan
forseti og aðalráðsmaður Pakist-
an, „þar getur enginn barizt".
Þessi fullyrðing er í anda ann-
arra ummæla hans í þá átt, að
aldrei hafi verið um neitt verulegt
stríð að ræða milli Kínverja og
Indverja — aðeins smáskærur,
sem Indverjar geta kennt sjálfum
sér um — né muni nokkurn tíma
geta komið til verulegs striðs
milli þessara þjóða. Hernaðarað-
stoð vesturveldanna við Indverja,
sem nú hafa séð sér leik á borði,
sé því í reynd aðeins ógnun við
Pakistan og það geti Pakistan
ekki þolað aðgerðarlaust. Þess
vegna leiti þeir óhjákvæmilega
nánara sambands við Kinverja.
Þetta hefur valdið Indverjum sem
og vesturveldunum sárri gremju.
Bæði Bandaríkjamenn og Bret-
ar hafa sent háttsetta fulltrúa sína
til Pakistan til að bægja frá þess
um misskilningi og þessari rót-
grónu tortryggni í Pakistan í garð
Indlands en án árangurs. Allar til
raunir til málamiðlunar í Kasmír
deilunni hafa sömuleiðis farið út
um þúfur.
mærunum og kenmr nvor oörum
um, nokkur flóttamannastraumur
er frá báðum löndunum — hundr
uð ef ekki þúsundir manna í hverj
Um mánuði, múhameðstrúarmenn
frá Indlandi og hindúar frá Pakist
an, — og báðir telja þessir hópar
sig að hætti flóttamanna hafa ver
ið illa leikna, er til fyrirheitna
landsins kemur. Blöð og útvarp
skýra þá ekki ósjaldan frá um-
mælum þessera mrnnn, en ininu-
ast hins vegar nær aldrei á ferð-
ir þeirra er flýja yfir til lands and
stæðingsins. Almenningur beggja
landa gengur því í þeirri trú, að
hér sé einungis um einstefnu-
straum að ræða. Þá bætir það ekki
úr, að ferðalög milli landanna
mega teljast engin og verzlun eins
lítil og mögulegt er. Gagnkvæm
kynning, sem gæti minnkað þenn
an útblásna misskilning betur en
flest annað, er því að heita má
engin.
Afleiðing alls þessa er því sú,
að viðhorf þessara þjóða hverrar í
annarrar garð og skoðanir þeirra á
áætlunum og innræti hverrar ann
arrar er slíkt að þeim sem báðum
kynnist, finnst það hreint og beint
sjúklegt og þá sérstaklega af hálfu
Pakistan, sem hefur þó hreinni
skjöld í Kasmírdeilunni sjálfri.
Af orðum manna hér í Lahore
að dæma, og þá ekki síður af um
mæium stjómmálamanna, væri t.
d. full ástæða til að telja aðal-
markmið utanríkisstefnu Indverja
að leggja undir sig Pakistan. Að
áliti Pakistan er vígbúnaður Ind
verja núna alls ekki beint gegn
Kínverjum, heldur hafa Indverj-
Hver, sem dvelst einhvern tíma
Indlandi og kynnist eitthvað al-
menningsálitinu þar og fylgist lít-
ilsháttar með almennum málum,
kemst fljótt að raun um hve frá
leitt. Þessi lífsseiga skoðun Pak-
istana er. Jafnvel þótt Indverjar
hafi notað vald til að leggja und
ir sig Góa — hvað þeir gerðu sér
til lítils álitsauka og Pakistanar
benda nú óspart á, — þá er alls
ekki hægt að leiða af þessari að-
gerð þeirra liugsanlega árás á
Pakistan.
Tortryggni Pakistana á Tnd-
verjum virðist því nú lítið annað
en sjúklegur ótti og hatur, sem
þeir hafa haldið áfram að ala með
sér löngu eftir að þeir atburðir
gerðust, sem upphaflega leiddu
til þessa fjandskapar. Núverandi
samband Indlands og Pakistan er
enn eitt dæmi þess hvemig fer,
þegar einhliða fréttastarfsemi og
ofstækisfullir stjórnmálamenn
leggjast á eitt um það yfir lengri
tíma, að sjá aldrei nema svart,
þar sem bæði er svart og hvítt
með þeirri afleiðingu, að enginn
virðist að lokum getað hjálpað
þeim til að sjá hinn ljósa lit, af
því að þeir hafa gjörsamlega blind
að sig sjálfir.
Indland virðist í augum
Pakistana vera ímynd á-
gengni og refsskapar, land,
sem í engu verður treyst.
8 29. okt. 1963 — ALÞY0UBLAOIÐ