Alþýðublaðið - 29.10.1963, Síða 15

Alþýðublaðið - 29.10.1963, Síða 15
Hún svaf, en hreyfði sig óró lega í svefninum. Ég settist á rúmstokkinn hjá henni. Vesal- ins barnið. — Heiðveig, hvíslaði ég. Er þig að dreyma eitthvað Ijótt? Hún opnaði augun: — Er Maja mamma niðri í jörðinni núna, spurði hún. — Aðeins líkami hennar, svar aði ég. Sálin er hjá Guði. Hún horfði á mig, alvarleg í bragði: — Geðjast þér enn þá vel að mér, spurði hún Svo. — Já, Heiðveig. — Viltu þá vera nýja mamm an mín, Elsbeth? -— Já, mjög gjarnan, svaraði ég, og kyssti hana á ennið. Hún brosti hamingjusöm. Þegar ég kom aftur inn til mín, sá ég strax, að einhver hafði verið þar á meðan ég var í burtu. Ég sá, að myndin af Harry', sem átti að standa á náttborðinu, var liorfin. í stað hénnar stóð þar vasi með tveimur blómum . . , Brúðarljós! Ég snéri lyklinum, og stóð langa stund og starði á blómin. . Hver hafði látið þau þarna? Ég varð ofsahrædd. Það leið að mið nætti. Einhvers staðar í þessu stóra húsi skrölti gluggi. — Harry, grét ég, og þrýsti höfðinu niður í koddann. Harry, komdu og hjálpaðu mér. Utan úr náttmyrkrinu bárust ugluskrækir. Mér sýndist ég sjá einhvern skugga við gluggann minn. Ég staulaðist að honum, og setlaði að draga gluggatjaldið fyr ir. Skyndilega stirðnaði ég af hræðslu. Hvítklædd kona kom hlaup- andi yfir flötina í áttina að vest- ur álmunni. Svo hvarf hún inn . . . inn í draugakjallarann! Ég þaut að dyrunum, opnaði þær og hljóp niður í anddyrið. Ég pantaði hraðsamtal við Harry í Stokkhólmi. Það leið ekki lang ur tími, þar til ég heyrði rödd lians í símanum. — Halló, Rrauðhetta, hvað gengur eiginlega á? — Harry hvenær liefst sum- arleyfið þitt? Þú verður að koma liingað, eins fljótt og þú getur. — Auðvitað kem ég. Hvað hef ur komið fyrir, ég heyri, að þú ert að gráta ... — Eg er hrædd, Harry. Ég get ekki sagt neitt í símann, en þú verður að lofa að koma eins fljótt og þú getur. Hvenær held urðu að það verði? — Strax, sagði hann, það er að segja í fyrramálið. Strax og ég er búinn að tala við forstjór ann. — En vinna þín? — Ég kippi því lag, það verð- ur ekkert erfitt. Sem sagt, ég kemur á morgun. Ég varð utan við mig af gleði, þegar ég sá rauða bílinn hans Harrys birtast í trjágöngunum næsta dag. — Harry! — Rauðhetta! Hann þaut út úr bílnum, og kyssti mig. Ég þrýsti mér að hon um. -— Harry, ég elska þig. Þakka þér fyrir, að þú komst. Hann hlóð, og faðmaði mig að sér. Skömmu seinna stóðum við bæði fyrir framan stóru, livítu bygginguna, og virtum liana fyr ir okkur. -— Þetta er ekkert smásmíði, sagði hann. Hún er stórkostleg. Hann brosti til mín: — En livað er að þér? Það er eins og þú hafir ekkert sofið í nótt. —* Það hef ég heldur ekki gert, svaraði ég. Við ræðum um það seinna. Komdu nú inn. Fylgia birtist á tröppunum. Hún lét sem hún sæi mig ekki, en brosti töfrandi til Harrys. — Velkominn til Nohrseturs herra Lind, sagði liún og rétti honum höndina. Ég þekkti-þig strax . . . af myndinni hennar Elsbethar. Auðvitað vaknar áhugi hjá hverjum karlmanni, þegar hann sér fagra konu. Ég stóð og horfði á þau, og fann að ég var afbrýði söm. — Komið þér inn lierra Lind, sagði Fyigia og lét hönd sína hvíla á handlegg hans. Elsbeth 8 . . . hvað varð af Heiðveigu? Hún varð hrædd áðan, og hljóp eitt- hvað í burtu. Ég hafði alveg gleymt Heið- veigu: — Ég kem strax aftur, sagði ég, og fór að leita að telp- unni. Ég fann hana í garðinum. Hún sagðist ekki þora að láta ókunn- uga manninn sjá sig. Ég gat ekki með nokkru móti fengið hana til að koma inn. Ég gafst upp, og bað Davíð að gæta hennar. Við Harry leiddumst um land areign rnína, og ég útskýrði það, sem bar fyrir augu olckar. Hann tók eftir því, hvað ég var æst. — Þú hlýtur að sjá það sjálf, að það getur ekki liafa verið vofa, sem þú sást í nótt, sagði hann að lokum. Auðvitað lilýtur að vera til eðlileg skýring á því. Var þetta ung kona? — Já. — Hvítklædd? — Já. — Og hvarf inn í draugakjall arann? — Já. — Hver gæti það hafa verið, sagði hann hugsandi og starði á viðamikla eikarhurðina fyrir kjallaranum. Það getur verið um þrjár konur að ræða: Nönnu, Önnu-Maríu og Fylgiu. Hvar eru herbergin þeirra? — Nanna og Anna-María liafa herbergi á neðstu hæðinni í vest ur álmunni. — Þá þurfa þær ekki að fara yfir flötina til að komast niður í kjallarann? — Nei. — En Fylgia? — Hún býr í hinni álmunni. — Og ef hún ætlar í vestur álmuna, þá verður hún að fara yfir flötina? — Já. Harry færði sig neðar í kjall- aratröppurnar. — Hefurðu nokkuð á móti því, að við rannsökum kjallar- ann? Hver hefur lyklaná? —■ Venjulega ég, svaraði ég. En Nanna 'fékk þá lánaða vegna hreingeminganna. — Þá skreppum við niður í kjallarann eftir matinn, sagði hann. Heiðveig forðaðist okkur. — Hún venst mér, sagði Harry. Börn eru alltaf tortrygg in gagnvart ókunnugum. — Hún er móðursjúk, sagði Fylgia gröm. Þessi krakki skil- ur ekki, hvað henni er fyrir beztu. Ef hún væri ekki svona erfið, væri fyrir löngu búið að gera aðgerð á andlitinu á henni. Harry gramdist þetta svar hennar augsýnilega, en hann sagði ekkert. Þegar Nanna kom inn til að taka af borðinu, spurði ég hana um lyklana. Ég sagði, að við Harry ætluðum að líta á draugakj allarann. — Lykilinn að kjallaranum er ekki á kippunni, sagði Nanna. Ég hef ekki séð hann lengi . . . ekki TIIT U\J J\_ síðan að Fylgia fékk hann lánað an. Ég leit hvasst á Fylgiu, en hún leit undan og fölnaði. •— Æi já, sagði hún dálítið taugaóstyrk. Því hafði ég alveg gleymt. Hvar skyldi ég hafa látið hann? Það varð hljótt í herberginu. Við horfðum öll á Flygiu, en hún hló þvinguðum hlátri. —• Þú mannst Elsbeth, að ég var alltaf svolítið hrædd við draugakjallarann, svo að ég á- kvað að rannsaka hann, bara til að losna við hræðsluna. En það var ekkert þar nema gamalt drasl. — Hvar er lykillinn, spurði ég. — Ég hlýt að hafa lagt hann einhvers staðar frá mér, sagði hún. Ég man það ekki . . .ég skal leita að honum. Við Harry urðum ein eftir í borðstofunni. — Hvað var að henni, spurði ég, þegar Fylgia var farin. — Hún varð hrædd, sagði Harry. — Hvers vegna? — Af því að hún veit hvað er í kjallaranum, og hún vill ekl^i að við komumst að því. Ég þori að veðja, að hún kemur hingað eftir andartak, og segist ekki geta fundið lykilinn. Harry hafði rétt fyrir sér. — Ég finn ekki lykilinn, sagði Fylgia, þegar hún kom aftur. En auðvitað hlýtur hann að finnast fyrr eða seinna. — Það skiptir engu máli, sagði Harry kæruleysislega. Það verð- ur ekki erfitt að brjóta upp þessa gömlu hurð. — Elsbeth, sagði Fylgia hvasst. Þú ætlar þó ekki að láia unnusta þinn vinna skemmdar- verk á þessari gömlu byggingu?' — Hvaða vitleysa, þetta eru engin skemmdarverk, sagði Harry og brosti Við gengum út og Fylgia fylgdi okkur. Ég sá, að hún titraði. — Hlustið nú á mig, herra Lind. Ég fullvissa þig um, að það er ekkert að sjá í þessum kjalí- ara. — Mig langar nú samt til að skoða hann, svaraði Harry. Hann leit spyrjandi á mig, og ég kinkaði kolli. ___ Ég þarf að segja þér svolítið mamma, en þú mátt alls ekki fara að æsa þig upp. 'moítofv-ie WRiTERS ASK IF YOU WILL^ PISMISS DEAN «-T DAAYj v F| /BBTWBBN THÍ\ >7 PEBSS,TV ANP YBS! RAPIO,POUCE,FS.l ■X M£AN ANP INSUEANce -NO.1 y INVESTIGATORS —<1 inquipinö about thatactor dis- APPEARINS.... DIZ.5L OC'ATER, AE£ you ILL? A..I HAVENTHAD TI/AE TO BE PRESI- DENT 0F MAlMiEEj —WliAT'5 IN THB MAIUyMISSARNT THE LETTÉE^ TELL ALL OF TH £M\Pf.. BIIT Yoll WILLV, THAT MIS5 DAAY NOTAPP—THAT' FROM MAUMEE ALUMNI ARE FILINö UP... . HAP NOTHING TO PO WITH PELANf COMINS TO THE CAMPUS—SO OF COUPSE X WILL NOT DÍSMISS V HER... J THE NEXT PEAN OF WOMEN W;LL BE 60 YEARS y' K. OLP—ANP UöLYJ 7* — Eruð þér veikur, dr. Blotcher? •—- Já, nei annars. — Það hafa verið svo mikil læti í alls kyns fólki hér að spyrjast fyrir um þennan leikara, að ég hef ekki haft tíma til nokk- urs hlutar. — Er nokkuð í póstinum? — Það eru hér heilmörg bréf frá gömlum nemendum skólaus. Flestir, sem skrifa, heimta að Daay rektor verði rekin. — Þér skuluð svara þeim og segja, að Daay rektor hafi ekki átt neinn þátt í þvl að leikarinn kom hingað, og því vcrði hennt ekki sagt upp. En þú þarft hins vegar ekkt að bæta því við, að næsti kvennarektor verður sextug kerlingarskrukka. t ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. okt. 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.