Alþýðublaðið - 14.11.1963, Síða 2

Alþýðublaðið - 14.11.1963, Síða 2
MMMMP aitstjórar: Gylfi Gröndal (4b.) og Benecllkt Gröndai. — Fréttastjórl: Arnl Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við J-cyerfísgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskiiftargjald fcr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. - Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. Ólafur Thors j ÓLAFUR THORS lætur í dag af störfum ; sem forsætisráðherra og tekur að læknisráði al- igera hvíld vegna heilsu sinnar. Hann hefur stýrt núverandi ráðuneyti í fjögur ár, en áður haft for- . ustu fjögurra stjórna um lengri eða skemmri j tíma. Bæði samherjar og andstæðingar Ólafs \ imunu sakna hans, er hann hverfur úr starfi sínu og um sinn einnig af þingi. Fáir íslenzkir stjóm- málamenn hafa unnið sér það álit, að höfuðand- ! Btæðingur kallaði þá í miðri orrahríð stórátaka ! „vitrasta og víðsýnasta“ stjórnarsinna, eins og fyrir kom um Ólaf í síðastliðinni viku. Stjórnmálastarf Ólafs Thors hefur náð yfir fjóra áratugi og verið iviðburðaríkt og merkilegt. Á yngri árum var hann skeleggur íhaldsmaður, sem barðist harðri baráttu gegn umbótahugmynd um jafnaðarmanna, sem þá voru að koma fram á j sjónarsvið okkar. En viðhorf hans breyttust með árunum. Honum skildist, að hugmyndir og að- : stæður breytast, en höfuðnauðsyn þjóðarinnar er að njóta forustu, sem leitaðist við að sameina ólík sjónarmið og beina sundurleitum kröfum til i samstilltra átalca. Þessi nauðsyn hefur verið og er því ríkari sem íslenzka þjóðiln hefur engum flokki falið meirihlutavald, heldur æt'lazt til þess, að leitað yrði skynsamlegs meðalhófs í samsteypu- stjómum. Á þessu sviði hafa hæfileikar Ólafs notið sín ' bezt eins og sjá má af því, hvemig’ hann hefur safn- að ólíkum aðilum í stóran stjórnmálaflokk og hve oft honum befur verið falin stjórnarfomsta. Á þessum tímamótum munu landsmenn allir sameinast um að óska Ólafi góðs bata. Vonandi sezt hann fljótlega aftur á þingbekk, því íslending ar hafa not fyrir „elder statesmen“ ekki síður en j aðrar þjóðir. Hvað hefðu jbe/V gert? FRAMSÓKNARMENN hafa lent í miklum vandræðum við vopnahléð í kjaradeilunum, þar sem þeir höfðu engu hlutverki að gegna. Hanga þeir í því hálmstrái, að þeir hljóti að hafa mikla þýðingu, af því að hinir flokkarnir skammi þá svo hressilega. Framkoma þeirra og óábyrgur málflutningur er næg ástæða til að skamma þá. Þeir hafa sex sinn um staðið að efnahagsráðstöfunum, sem í eðli sínu voru hinar sömu og ríkisstjórnin ætlaði að beita, ef ekki næðist samkomulag. Enginn hugsandi maður efast um, að Framsóknarflokkurinn hefði staðið heill að þessum sömu ráðstöfunum — ef hann hefði' setið í ríkisstjóm. 2 14. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Símanúmer vor verða framvegis 2 1240 Varahlutaverzlun: 13450 Bílaverkstæði: 15450 Smurstöð: 13351 Heildverzlunin Hekla h.f. Laugavegi 170 — 172. Sími 21240. = M IJL ÍaI L.n.J 'i \ i ! Lk ^^||Ía1§ H r~i W. y JL M Ð J Tfíirmir | |j' = Ás..— ...........iiiuiiiimmininitiiiiiiuniiiii«iiimiiiiiiimiiiiiniiiiiiiiiiiiinii»»m*iiinii*iiiu,mi,,,,,,.,,,,m.,,,,,m,,,,,,i. Blindhæðir á Hafnarfjarðarvegi. + Banasiys á blindhæð. Drögum við ályktanir af reynslunni. -A- Þulur kemst í illt skan við að horfa upp á „tolleringar" 1 z " iiiniiiliniiiiiiiiiniiiiiiiiiiimiimmmmm'iiiimimiminiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiMiimimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiu FVRIR NOKKRUM missirum reit ég grein hér í blaðið um slysa- hættu á vegum og þá sérstaklega á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Hafði ég þá um sumarið farið til ísafjarðar, landveg, og víða séð merki á blindhæðum, sem varnaði því að Iiægt væri að fara fram úr bílum á hæðunum. Voru greinileg raerki, sem gáfu til kynna, að á sjálfri hæðinni mætti ekki aka fram úr. NOKKRU SÍÐAR talaði merkur prestur í Ríkisútvarpið „Um dag- inn og veginn”. Hann áréttaði þetta sama og ég hafði haldið fram i minni Alþýðublaðsgrein. Milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar eru 5 blindhæðir: Við Hrauns- enda innan við Hafnarfjörð, við Hraunsbýlið, á Arnarneshálsi, Kópavogshálsi og loks við Öskju- lilið. Ein þessara liæða hefur ver- ið vörðuð, en þó hvergi nærri nóg- Hinar fjórar, liinar hættulegustu, sem til eru hér á landi, þar sem umferð er gífurleg um þennan mjóa og óforsvaranlega veg, eru enn óvarðaðar. Nú liefur alvarlegt banaslys skeð -á einni þessari hæð, og liefur maður leyfi til að álykta, að ef vegarhæðinni við Hraunsholt hefði verið tvískipt, þannig að framúrakstur gæti ekki átt sér stað, þá hefði ekki nýskeð slys átt sér stað. NÚ HEFUR STÓRSLYS SKEÐ Á BLINDHÆÐ. Hlýtur það því að verða alvarleg og ófrávíkjanleg krafa þeirra þúsunda, sem fara um þennan veg, að á öllum fyrrnefnd- um blindhæðum verði tvískiptur akstur og greinileg merki, sem ^ varna þeim, er ekki skeyta um að | halda réttar akstursreglur, að aka fram úr á blindhæð. ÞAÐ SKAL VIÐURKENNT, að erfitt er að fá suma ökumenn til að aka samkvæmt settum reglum, en ég held nú samt. að enginn öku- níðingur léti sér koma til hugar að aka fram úr á tvískiotum vegi á biindhæð. Vegagerðin ætti nú strax að setja upp fyrrgreind merki og skipta veginum í tvennt á áðurnefndum liæðum, áður en fleiri slys verða. Annað væri alger lega óforsvaranlegt og vítavert. Nú hefur slysið orðið og það verð- ur að vænta þess, að ekki verði beðið eftir að fleiri dauðaslys verði af þessum orsökum”. ÞULUR IIORFÐI Á ,,TOLLER- INGAR” í Menntaskólanum í haust og varð svo reiður, að hann sendi mér eftirfarandi skamma- bréf. „ÞAÐ VAR ÖMURLEG sjón að sjá „tolleringuna” á Menntaskóla- túninu. Þarna er verið að kasta ljómandi fallegum og mennileguni unglingum eins og tuskum upp í loftið. Og kennararnir horfa á skrípaleikinn. Það er verið að kenna unglingunum það, að menntunin eigi að vera fyrir ofan fólkið. Annar getur tilgangurinn ekki verið. Það er gamli mennta- hrokinn. Og svo koma „rússagildi" Háskólans, enn aumari. MENNTUNIN Á AÐ VERA leið- sögn til menningar. Annað er ekki sæmandi fyrir vel gefna þjóð eins og íslendingar eru, af konungum komin og kynborin langt aftur í aldir. Það er vonandi, að menntun okkar breytist í menningarátt. Nú gera jafnvel kölsvartir niggarar í Afríku ærlegar tilraunir til að verða menn”. r

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.