Alþýðublaðið - 14.11.1963, Síða 9

Alþýðublaðið - 14.11.1963, Síða 9
ku líka vera um hjónabönd danskra manna og grænlenzkra kvenna. Ég sný ekki aftur með það, að þessi veizla, eða þetta „partý“ ef menn vilja heldur nota það orð, er með því furðulegasta sem ég hef orðið vitni að. Enginn maður varð ósáttur við annan, jafnvel ekki eftir að allir voru orðnir kóf- drukknir. Hefur hávaðinn líklega átt sinn þátt í því. Eina tjáningar- formið sem menn gátu notað í þessum ósköpum var að standa upp og fetta sig eftir hljómfallinu. Lík- lega er það einkum tvennt, sem veldur saupsætti: skortur á drykkjarföngum og leiðindi. Drykkjarföng þraut aldrei og Lou- is gamli Armstrong, og Ella Fitz- gerald og fleira gott fólk sá um skemmtunina. Kvenfólkið gaf eng- um sérstaklega færi á sér og þar með var afbrýðisemidraugurinn á brott kveðinn. Ég skal taka það fram strax, að mér þótti gaman, en hitt vil ég engu síður taka fram, að ég mæli ekki með svona veizlum í f jölbýlis- húsum í Reykjavík. Við héldum út lengst íslending- anna tveir saman. -Nokkuð mun hafa verið liðið nætur, þegar við gáfumst upp, en þá var veizlan áreiðanlega ekki nema svo sem vel hálfnuð. HEIMFERÐIN Næsta morgun var veður vott og Narssarssuaqstaður allur svell aður. Að loknum morgunverði átti að leggja af stað til íslands, en veðurútlit var ótryggt, lág- skýjað og slæmt skyggni. Þá var flugbrautin svo hál af. svelli, að ekki varð komizt hjá að sandbera hana og tók það nokkra stund. Flugið heim var tíðindalaust, nema hvað allir voru kátir og þó einkum Danir á heimleið. Einn tók meira að segja upp gítar og söng tvíræðar vísur við mikinn fögnuð farþeganna. Er nú að mestu lokið frásögn af þessari Grænlandsreisu minni og er raunar ekki annað eftir en að þakka Svölu Guðmundsdóttir flug freyju fyrir góðan viðurgerning, Sigurði Haukdal flugstjóra fyrir frábæra lendingu á Reykjavíkur- flugvelli og öllum hinum fyrir skemmtunina. Þorsteinn Jónsson flugstjóri (með skeggið) og Hannes O. Johnson forstjóri á heimleið með Straumfaxa. Blaðarnaður Alþýðublaðsms fór með Stratrmfaxa til Narssarssuaq á dögunum til að skoða verksum- merkin eftir brunann mikla, þar sem Sólfaxi varð allur. Hér kemur seinni frásögn hans, en fyrri hlut- inn birtist hér á opnunni á þriðjudaginn var. Flugmennirnir af Sólfaxa lesa nýtt Alþýðublað. KJÓLAVERZLUNIN ELSA Tilkynnir Vegna 10 ára afmælis gefum við 10% afslátt af öllum vörum verzlunarinnar, fimmtudag og föstudag. Kjclaverzlunln Elsa LAUGAVEGI 53. KULDASKÓR úr leðri Fyrir karlmenn, stærðir 39 — 45 Fyrir drengi, stærðir 34 — 40 Fyrir börn. stærðir 26 — 33. Skóbúð Austurbæjar Skóval Laugavegi 100. . Eymundssonar- kjailara. B ifreiðaeigend ur Nýkomið mikið úrval af hljóðkútum, púströr- um og f jöðrum. Setjum einnig pústkerfi undir bíla. Bílavörubúðin Fjöðrin Laugavegi 168. — Sími 24180. ÍSLANDSMÓT í HANDK NATTLEIK 1964 hefst 14. des. n.k. Þátttökutilkynningum þarf að skila í skrifstofu ÍBR, Garðastræti 6 fyrir 18. nóvember n.k. — Þátttökugjald kr. 35,00 pr. flokk. HKRR. Orðsending Allir þeir sem eiga rafgeyma í hleðslu hjá okk ur eru ivinsamlega beðnir um að sækja þá STRAX, þar sem hleðslan verður f lutt í Þverholt 15 eftir nokkra daga. ALÞYÐUBLAÐIÐ — 14. nóv. 1963 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.