Alþýðublaðið - 17.11.1963, Page 3
r^iiMiiiimiiiiimiifiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiititiMHifiiiiiiitiHiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiMJiiiHfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiitiitiiMiiiiimttniiiviiiitiii imiiiiiMiiiiHiiHtHiitimMiHiiiiiiiiiiiiHiitiiMtiMiiiiitmtiiittMiHiiiiiiiiiiiiiitiitiiiiiiiaimiiiiiiiiiiiiii'iiiiaHHHtiiiiiiiiniiiuitii
ikihhmi^
HVERNIG VERÐA SNYRTIVÖRUR TIL?
Víð komum inn í lítið her-
bergi gefur að líta skipa
borð, hillur, þar sem allskyns
snyrtivörum var raðað upp, og
unga konu, er kemur brosandi
á móts við okkur. Hún er yfir-
maður fegrunarlj'fa-deildar
innar og efnafræðingur að
menntun. Eftir að hafa slupzt
á nokkrum kurteisis-„írösum“
og rætt svolítið um áhuga is-
lenzks kvenfólks á snyrtingu,
er mér boðið sæti. Síðan fæ
ég heildarfræðslu um hvernig
ástandið er í Frakklandi við-
víkjandi þessum málum.
„Vitið þér, að kvenfóilkið,
sem ekki býr í París, veit raun-
ar meira um snyrtingu en það
í höfuðborginni? Þó fylgjast
allir vel með, og við verðum
alltaf að hafa einhverjar nýj-
ungar á boðstólum. Hvert, ein
asta stúlkubarn þarf við átján
ára aldur að læra að nota snyrti
vörur, aðallega hreinsikrem, til
að varðveita æskuljómann sem
lengst og til að skera sig úr
hinum gráa hversdagsleika. Yð
ur grunar e.t.v. ekki, hversu
þýðingarmikið það er fyrir
hið daglega lif, hið fríska og
hreina útlit með fallegum lit-
blæ? Franskar konur nota mjög
léttan en vandiega gerðan
make-up, svo að hann virðist
aldrei óeðlilegur."
Nú gerir frúin hlé á máli
sínu, stendur upp, gengur að
einum skápnum og kemur til-
baka með faðminn fullan af
allskyns snyrtivörum fyrir augu
og varir og kinnalit. Franska
kurteisin lætur þó aldrei á sér
standa. Áður en ég er frædd
um sögu þessa varnings, er
spurt hvort ekki fari vel um
mig, hvort ég'vilji skipta um
stól og svo framvegis. Síðan
snérust samræðurnar aftur yf-
ir í nútímann.
, „Um þessar mundir er vara
litur og kinnalitur kominn aftur
í tízku, en augnamálning hefur
minnkað svolítið. Hérna ejáum
við nýjasta tízkulit vetrarins.
Hann er blóðrauður. Búast má
við, að hann verði vinsæll með-
al kvenna. Það á alltaf að nota
varalit, kinnalit og naglalakk í
sama lit. Kinnalitinn skal nota
mjög spart, þar sem i vetur á
kvenfólkið að vera minna fölt
í framan en í fyrra. Annar tízku
liturinn er þessi ljósrauði, san-
seraði, fyrir ungar stúlkur.
Heildarmtmurinn milli tízku-
litar vetrar og sumar er að
hinn síðamefndi er meira app-
elsínurauður."
Eftir alla þessa fræðslu var
haldið inn í vinnustofuna.
Fyrstu viðbrigði mín voru, en
hvað allir hafa það rólegt
hérna. Þegar betur var að gáðí
kom í ljós að þetta var mikil
nákvæmnisvinna, sem ekki
mátti kasta hendi til.
Hráefnin eru öll geymd í
stórum etáltunnum, loftþétt-
um. Aðalefnin í varalitum og
augnaskuggum eru vax, juria-
og dýraolía, mulningur litunar
efna, hvítt krem og vellyktandi.
Mjög mikillar vandvirkni kref-
st framleiðslan til að ná allt
af sama litblæ og ilmvatns-
magni.
Vaxið er notað til uppfylling
ar og til að gefa litnum rétta
festu, en olían til að ná góðum
fitublæ. í hverjum varalit eru
mörg litarefni blönduð saman,
og þarf að vega magn hvers
litar á nákvæmustu vogum Til
þess að öruggt sé, að engir
kekkir séu i honum er hann
látinn fara í gegnum mjög
þetta síu. Mikið er notað af
hvítum litarefnum til að gefa
varalitnum frískan blæ. Öll
fyrrgreind efni verða að vera
til staðar, svo að varaliturinn
fái sitt rétta gildi. Ilmvatnið
er notað til að drepa niður hin
leðinlega keim, sem annars
værj af honum.
A eftirfarandi myndum sjá-
um við helztu stig framleiðsl-
unnar. Þegar búið er að vega
upp rétt magn af öllum hrá-
efnunum er þeim komið fyrir
í pottinum, sem við sjáum kon-
una standa við. Hún er að at-
huga, hvemig verkið gengur.
Efnunum er blandað með
rafmagnsþeytara og undir iágu
jöfnu hitastigi. Fremst á mynd-
inni sjáum við ctáltunnu, sem
öll efnin eru geymd í. í þessari
er vaxið.
Því næst er blandan látin
fara i gegnum vél, sem saman-
stendur af tveimur stálhjól-
um er pressa hana þétt sam-
an. Á næstu mynd sjáum við
konu hella blöndunni á vélina
og hvernig hún er til búin.
Fyrir aftan konuna á þnðju
myndinni er hitatæki til að
halda blöndunni í fljótandi á-
standi. Við sjáum hér, hvevnig
Parísar-
bréf frá
Svövu
Sigurtjóns-
dóttur
blöndunni er helt í bronztæld,
sem myndar 24 varaliti livert.
Sama stúlkan hefur hér fjór
földu starfi að gegna. Hún fylÞ
ir eitt tækið og á meðan bland-
an er að storkna i öðru, 6etur
hún hylki um varalitina í þriðja
athugar, að þeir séu allir vel
gerðir og hreinir og raðar vara
litunum á stóra bakka. Utan
um einn varalit úr hverju
tæki, setur hún öðruvísi hulst
ur, því að hann á að vera varð-
veittur í verksmiðjunni til stað
festingar á því, að gæði allra
varalitanna sé sú sama.
Nú tekur önnur kona við
bökkunum, kannar, að allt sé
í lagi með varalitina og skipt-
ir um hulstur á þeim um leið
til staðfestingar á því, að hán
hafi ekki svikizt um. Hlið við
hlið sitja hér nokkrar konur,
er vnna eftirfarandi störf,
merkja litina, raða þeim 1
kassa og pakka þeim inn.
Þannig gengur starfið fyrir
koll af kolli, þannig myndast
varalitirnir og augnalitirnir og
augnaskuggamir, sem sendir
eru um allan heim og við sjá
um urmul af á leið okkar nið-
ur Laugaveginn. S. S.
''U IMMMIIIIIIMIM 11111111111111111111^11 MIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIMMIIIMIIIMMIMIMrillllllMIIIIIIIIIMMMIIIIIHIIIIIIIIIIMMII...............................................................................................................
IIIMIIMIIMMMMIIIMMMII
I|W\
VERKAFÓLK Á AKRANESI VILL-.
Betra verðlagseftirlit og
baráttu gegn skatt svikum
Verkalýðsfélag Akraness hélt
fund 10. þessa mánaðar til að af-
lýsa banni á næturvinnu, sem fé-
lagið hafði ákveðið til mótmæla á
frumvarpinu um launamál og
fleira. Á þessum fundi gerðu Ak-
urnesingar athyglisverða ályktun
um kjaramálin, og fer liún hér á
eftir:
„Fundur í Verkalýðsfélagi Akra-
ness, haldinn sunnudaginn 10.
nóvember 1963, leggur ríka áherzlu
á, að f væntanlegum samningum
um kaup og kjör verkafólks verði
af fremsta megni reynt að koma
í veg fyrir verð- og víxlhækkan-
ir, sem eyðileggja kaupmátt laun-
anna og stofna atvinnulífi lands-
manna í hættu. í því sambandi tel-
ur fundurinn fulla þörf á að end-
urskoða þau lög, er hafa að geyma
ákvæði, sem tryggja heilum at-
vinnustéttum hækkað verð á fram
leiðsluvörum sínum í livert skipti
sem láglaunafólk fær kjarabætur.
Ennfremur telur fundurinn ekkert
réttlæti í því, að um leið og verka-
menn og verkakonur leggja á sig
óhæfilega nætur- og helgidaga-
vinnu til að bjarga verðmætum
sjávarútvegsins frá eyðileggingu,
skuli slík vinna vera lögð til grund-
vallar á hækkun á kaupi annarrar
stéttar.
Þá telur fundurinn brýna nauð-
syn á að auka og efla verðlags-
eftirlitið og láta það ná til fleiri
vöruflokka en nú á sér stað. Um
leið vill fundurinn benda á, hvort
ekki muni hagkvæmt að veita
nokkrum verkalýðsfélögum í
stærstu kaupstöðum og kauptúnum
aðstöðu til að sannprófa hvort verð
lag á vörum og þjónustu sé í sam-
ræmi við gildandi verðlagsákvæði
á hverjum tíma.
Karlmannaföt
Drengjaföt
v««i. SPARTA
Laugavegi 87.
Þá telur fundurinn það mikil-
vægt, ef hægt væri að lækka út-
svör og skatta, til dæmis á nætur-
eða helgidagavinnu verkafólks, á
meðan sú vinna er leyfð, og at-
vinnuvegunum brýn nauðsyn að
láta vinna svo langan vinnudag
sem tíðkazt hefur að undanförnu.
Skoi’ar fundurinn á ríkisstjórn
og Alþingi að vinna ötullega að
því að koma í veg fyrir hin tíðu
skattsvik, sem almennt er talið að
eigi sér stað hér á landi.”
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. nóv. 1963 3
Tökum að okkur
allskonar prentun
Hagppent?
Bergþórugötu 3 — Sími 38270