Alþýðublaðið - 17.11.1963, Qupperneq 6
PRINSINN OG EG.
m
»
5
5__________________________
Hemingway var
kallaður Mr. Way
Franskur blaðamaður heimsótti
nýlega Cojimar, kúbanska fiski-
þórpið, þar sem Hemingway lét
sögu sína „Gamli maðarinn og
hafið" gerast.
Blaðamaðurinn komst að því, að
meðal íbúanna gekk Hemingway
undir nafninu Mr. Waý, og það er
langt frá þvi að hann sé þeim
gleymdur.
Á Ijryggjuhausnum í þorpinu
hitti blaðamaðurinn gamlan, grá-
skeggjaðan mann, sem rakti fyr-
ir hann söguþráð fyrrgreindrar
bókar og sagði svo: — Eg er gamli
maðurinn í bókinni. Mr. Way bað
mig aldrei leyfis að mega nota
söguþráðinn og hann græddi stór-
fé á sögunni um mig. Hann var
eins og allir Ameríkanar, hann
féfletti okkur. Gefðu mér einn pe-
so, fyrir söguna.” Blaðamaðurinn
gerði það. Ekki leið á löngu þar
til hann hitti annan gráskeggj-
aðan öldung, sem sagði honum ná- |
kvsemlega sömu sögu, og fékk pe-
so fyrir vikið.
— Hvemig stendur eiginlega á
þessu? spurði blaðamaðurinn
fylgdarmann sinn.
— Þegar hér var nóg af ferða-
fólki, svarafíi fylgdarmaðurinn, þá
voru miklu fleiri svona karlar hér
og þeir gerðu það allir gott. í dag
eru sárafáir eftir og þeir hafa lítið
upp úr krafsinu.
Blaðamaðurinn spurði þá hvers
vegna þeir væru andsnúnir Hem-
ingway, fyrst þeir gætu lifað á
því að segja þessar sögur.
Fylgdarmaðurinn svaraði því til
að eftir byltinguna hefði Kúbu-
mönnum verið kennt að sjá í gegn
um Bandaríkjamenn. Þess vegna
sæju nú fiskimennirnir hvemig
Ilemlngway hefði grætt á þeim á
sínum tíma.
Hvað sem skoðanakönnunum
líður, er það staðreynd, að svo-
nefndum blönduðum hjónabönd-
um fer fjölgandi í Bandaríkjun-
um.
Nákvæm rannsókn hefur leitt í
ljós, að í New York einni em þau
um 70 000.
ÓFRIÐURÁ HEIMILINU
EN sá blessaður friður.
Ég sat í mjúkum hægindastól,
lagði lappirnar upp á sófaborð
ið, reykti makindalega og
reyndi að njóta þessa sjaldgæfa
■friðar og kyrrðar, sem ugglaust
mundi ekki standa lengi. Á-
stæða friðarins var sú, að prins
inn hafði brugðið sér til stráks
ins á neðri hæðinni og lék sér
við hann. Ég tók að lesa bókina
> mína, þessa sömu bók, sem ég
byrjaði á fyrir rúmum fjóram
árum, þegar mín elskulega hús
frú fór á fæðingadeildina til
þess að geta af sér títtnefnt af
kvæmi.
Ég hafði ekki iesið lengi,
þegar byssuhlaupi var skyndi
lega stungið í bakið á mér. Ég
endasentist í loft upp, og þeg
ar ég hafði jafnað mig eilítið,
sé ég hvar prinsinn stendur með
alvæpni og hrópar:
— Stikkinapp. Komdu í bar
dagaleik.
— Hvernig er hann?
— Þú ert óvinur minn og ég
skýt þig.
— En ég hef ekkert vopn.
— Ég skal hlaupa niður og
fá lánað handa þér sverð.
— Nei, það er ómögulegt.
— Þá verðum við að vera
vinir og skjóta hinn.
— Hinn hvern?
— Óvininn.
— Og hver er það?
— Mamma getur verið það.
Að svo mæltu þreif prinsinn
í mig og ætlaði að draga mig
með sér fram í eldhús til þess
aö bombardera sjálfan máttar
stólpa heimilisins.
Mér tókst að fá striðsmann-
inn ofan af samsærinu og leiða
honum fyrir sjónir hversu
hrapallegt glapræði slík herför
mundi verða.
—O—
Mér var Ijóst, að hér var al
varlegt mál á ferðum og sá mig
knúinn til að taka í taumana.
Ég skipaði því prínsinum að
sækja strákinn á neðri hæðinni
og koma með hann upp til mín.
Ég þyrf'i að tala við þá báða
mjög alvariega. Prinsinn var
tregur, en iét þó segjast og
stuttu s:ðar voru þeir báðir
mættir.
Ráðstefnan hófst. Ég byrjaði
ræðu mína á því að lýsa fyrir
þeim hörpv'ngum styrjaldanna
og segja þe'm, að sú tíð væri
löngu liðin þegar menn 'nefðu
barizt mo' vopnum. Nú hefði
ríkt friður í mörg ár og mann
fólkið væri svo fjarskalega gott,
og elskvlpgt. Einnig sagði ég
þeim, að í æsku minni hefði
geysað styriöld, en þá hefði mað
ur leikið sér að leggjum og
skeljum . . .
Þegar hér var komið ræðu
- minni (mér hefur sjaldan tek
izt öllu betur upp hvað mælsku
og sannfæringarkraft snertir)
stundi st.rákurinn á neðri hæð
inni þungan og sagði við prins
inn:
— Æ, komdu niður. Við þurf
um að levpa hana Siggu systur.
Hún er búin að vera fangi svo
lengi. Hann pabbi þinn er leið
inlegur ...
Rex.
Hann er : '.i beinlínis veraldarvanur á svipinn þessi kópur,
— enda kam : : ekki von, þar sem hann var alveg nýgotinn þeg-
ar myndin var iekin. Hann var óskírður síðast þegar vi'ð vissum til,
pti foreldrar 1 ns heita Edwin og Orana. Þau bjuggu í Orneyjum
þar til fyrir ári síðan, en þá voru þau gripin og flutt í dýragarðinn
í London, þar sem afkvæmið fæddist.
Eins og kunnugt er, lánaði An-
dré Malraux Monu Lisu til New
York ekki alls fyrir löngu.
Þetta varð til þess að Chicago-
búum fannst þeir líka þurfa að
sjá myndina heifna hjá sér og
sendu því André ósk um að hann
lánaði þeim gripinn um tíma.
Eftir að hafa. ráð'fært sig við
sérfræðinga sína, neitaði hann
þeim um bónina.
-Hinir urðu móðgaðir og spurðu
hvort hann væri svona hræddur
við hina margfrægu glæpamenn
þeirra.
Svarið kom um hæl. Nei, hann
var óhræddur \dð slikt fólk, en
hins yegar. höfðu sérfræðingarnir
lýst þvi ýfir að Monúa mundi ekki
þola hlð. raka loftslag, sem Chi-
cagobúar lifa við.
Japanir hafa fundið upp vél,
sem á að gera aliar slæmar og
hættulegar svefntöflur óþarfar.
j Apparatið inniheldur segulband,
! sem útvarpar stöðugt rigningar-
hljóði, en tilraunir hafa sann-
fært menn um það, að jafnvel
þeii\ sem þjást sárast af svefn-
leysi, falli í svefn eftir tiltölu-
lega stuttan tíma undir þessu
hljóði.
EÁRTHA KITTAÐ SKILJA
Eartha Kitt er að skilja við mann
inn sinn, sem hún hefur verið
gíft í þrjú ár. Og hún er ekkert
að liggja á ástæðunum fyrir skiln-
aðinum. — Maðurinn minn er
vissulega fyrirtaks kaupsýslumað-
ur,. segir hún, en hann skortir
ana andlega víðsýni.
Eg átti alls ekki að velja mér
s"kan mann.
Eg kaus mér Ameríkana, sem
var uppalinn í Evrópu. Það var
önnur yfirsjón mín.
Sú þriðja var að giftast manni,
sem var töluvert eldri en ég
pi-í'f. Ég er komin að þeirri nið-
urstöðu, að amerískir karlmenn
s^n ekkert annað en stór böm,
b'ærsu elskulegir sem þeir eru
að öðru leyti. Raunverulegur
maður, það er allt annað.
Ameríkanar kunna að afla pen-
inga, en að þeir hafi vit á kven-
fólki, það er eklii til í dæminu.
Það er c-kki huggideg tilhugs-
un fyrir tilvonandi eiginmann
Earthu, að mega búast við því, að
fá einkunnabókina sína svona í
heimspressuna, þegar öllu er lok-
iö.
6 17. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ