Alþýðublaðið - 17.11.1963, Qupperneq 7
Tvær stórar ekáldsögur eru
nafnkunnastar eftir júgóslav-
neska nóbelshöfundinn Ivo Andr-
ic, Brúin á Drinu, sem nú er komin
í íslenzkri þýðingu, og Bæðis-
mennirnir. Báðar sögurnar gerast
á æskuslóðum hans í Bosníu, Ræð
ismennirnir í Travnik þar eem
hann fæddist (árið 1892) og Brú-
in á Drinu í Visjegrad, en þar
ólst hann upp. Segja kunnugir
að staðháttalýsing hans í verk-
unum sé svo nákvæm, að enn í
dag megi t.d. rata um allar triss-
úr í Visjegrad eftir lýsingu Andr-
ics í Brúnni á Drinu. Höfundur
kallar hvoruga bókina reyndar
skáldsögu: þær eru krpnikur, ann-
álar, byggðar á sögulegum atvik-
um, munnmælum og sjálfssýn höf
undar.
Ivo Andric er sagnfræðingur að
mennt, doktorsritgerð hans fjall-
aði um sögu Bosníu, en gekk
snemma í utanríkisþjónustu lands
síns og starfaði þar milli styrj-
aldanna; hann lauk ferli sínum
sem ambassador í Berlín. Á þsss-
um tíma var Andric tómstunda-
höfundur; það er ekki fyrr en á
stríðsárunum og eftir stríð þegar
hann er setztur um kyrrt í Bel-
grad að hann ritar hinar stóru
sögur sínar sem hafa skapað hon-
um heimsfrægð. Vera má að þessi
verk skyggi nokkuð ómaklega á
fyrri bækur hans, en athygli hef-
ur þó beinzt að þeim vegna nóbels
frægðar höfundarins. í fyrstu rit-
aði Andric prósaljóð og síðan smá-
sögur: hann þykir mikill meistari
hinnar stuttu eögu. Andric ritar
á serbó-króatísku sem mun vera
næsta framandi mál velflestum
vestrænum lesendum, en þýðend-
ur hans á erlend mál láta mikið
af stílsnilld hans. Af þýðingum að
dæma virðist stíll hans þurrlegur,
nákvæmur, næstum smásmyglis-
lega raunsýnn og rökvíslegur,
— byggður á nákvæmri skoð-
un ytri veruleika. Þessi stílshátt-.
ur hæfir vel sagnfræðingnum og
hinum sögulega efnivið Andrics;
en undir hlutlægnisyfirbragði frá-
sagnarinnar leynir sér angistar
blandin kennd af fallvaltleik lífs-
ins, böli og kvöl og dauða. Grimmd
og ógæfa laða að sér athygli Andr-
ics, mannlegur vanmáttur og
neyð; hann er sneyddur allri ó-
þarfri tilfinningasemi, frásögn
hans fullkomlega hlutbundin, raun
sæ, og rúmar þess vegna engan
biturleika. Dæmi þessa í „Brúnni
á Drinu“, er frásögnin af aftöku
Radisavs, fullkomlega hlífðarlaus
við lesandann; eða þátturinn af
brúðkaupi hinnar fögru Fatimu; og
sagan af Milan Glasintjanin sem
spilaði um sál sína við kölska
sjálfan. Fyrstnefnda frásögnin
mun vera „sannsöguleg", byggð á
raunverulegum atburði; í hinum
síðarnefndu eru þjóðsagnaminnin
tjáð jafnáþreifanlega, bundin veru
leik verksins.Andstæð þessu hverf-
ula dularblandna mannlífi sem er
svo áþreifanlega tjáð í verkinu
stendur ímynd brúarinnar á Drinu
þar sem hún gnæfir á ellefu hvít-
um steinbogum, óumbreytanleg
frá kynslóð til kynslóðar. Sagan
gerist í spennunni milli tveggja
skauta: mannsins sem engist í
kvöl sinni á staurnum, stegldur
lifandi, og hinnar óforgengilegu
ilk
H
' f
KSfti 5. WM
’.-4-
Æ jf.'
Sögur af brúnni
brúar; þar í milli rúmast heims-
mynd verksins:
„Og þannig lærði hver kynslóð-
in af annarri það á kapíjunni, þar
sem himinninn, fjöllin og fljótið
mætast, að maður á ekki að syrgja
um of það sem hinn dökki straum-
ur hrífur burt með sér. Hér síað-
ist ósjálfrátt inn í hugann heim-
speki þessarar borgar, að lífið er
undrið mikla, hafið yfir mannleg-
an skilning, því enda þótt það
eyðist sífellt og hverfi, er það
samt eilíft og óforgengilegt eins
og brúin á Drinu.”
Bygging verksins er samkvæm
þessari lífsskynjun. Eins og fyrr
segir er ekki eiginlegt skáldsögu-
snið á Brúnni á Drinu; verkið
hefst með tilkomusögu og bygg-
ingu brúarinnar, skilst við hana
rofna í.upphafi heimsstyrjaldarinn
ar fyrri hálfri fjórðu öld síðar.
Brúin er samtenging verksins: í-
mynd hins ævarandi lífs sem aidrei
þverr þótt það eyðist stöðugt og
hvjexfi. Umhverfis brúna og á
brúnni þróast fjölbreytilegt mann
líf, og það er mynd þessa síbreyti-
lega og um leið ævarandi lífs, sem
Andric dregur upp með brúna í
stöðugri baksýn. Verkið er sam-
flétta stuttra sagna eða sagnaþátta,
leikni Andries í meðferð hinnar
stuttu sögu leynir sér hvergi og
þessir þættir mundu sóma sér full
vel, margir hverjir, sem cjálfstæð-
ar smásögur. En hagleikur höfund-
arins er meiri en svo, hinum ein-
stöku þáttum er öllum skipað í eitt
lifrænt samhengi í verkinu eem
enginn þeirra rýfur en þeir skapa
ailir í senn. Hér eru sagðar heil-
legar sögur, þrjú dæmi þeirra voru
nefnd áðan en önnur eru sagan af
Lottiku á hótelinu, eða Alihodzja
■sem negldur var á eyranu við
brúna, eða sagan af etúdentunum
Glasintjanin og Stikovitj (scm
kynni að einhverju leytj að vera
sjálfsmynd höfundarins í æsku)
og Zagorku kennslukonu; hér er
líka tæpt á söguefnum, brugðið
upp sögum í örfáum dráttum. Og
MwmwwMMwwwiwwiwMiwwiwmwaHwwvwimwmwwMWWWwwmwMMWvwwwwwwwwMW
Framsókn og
áætlanagerð.
Þau furðulegu tíðindi hafa
nú gerzt, og hefur raunar áð-
ur veriö vikið að þeim hér
nokkrum orðum, að Fram-
sóknarmenn hafa flutt á Al-
þingi þingsályktunartillögu um
samningu nýrrar þjóðhags-
áætlunar. Hefur fyrsta um-
ræða um tillöguna þegar far-
ið fram.
Framsóknarflokkurinn hef-
ur alla tíð verið harðsnúinn
andstæðingur þjóðhags og
framkvæmdaáætlana. En nú
liefur blaðinu sem sagt verið
snúið við, og að dómi flokks-
ins eru slíkar áætlanir nú
orðnar mesta þarfaþing. Sú
staðreynd er Framsóknar-
mönnum þó einum ný. Þeir
hafa nú loks vaknað af doða-
svefni í þessum málum og eru
að nudda stírurnar úr augun-
um.
Alþýðuflokkurinn hefur
lengi barizt fyrir því, að slík
áætlanagerð yrði upp tekin
hér á landi og loks í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar hefur það
mál komizt í framkvæmd.
Þjóðhags og framkvæmda-
áætlanir eru nauðsynlegur
þáttur í starfsemi þeirra ríkja.
sem hafa vilja skipulega heild-
arstjóm á efnahagsmálum sín-
um. Æ fleiri Vestur-Evrópu-
ríki hafa látið sérfræðinga
sína gera slíkar áætlanir og
hafa þær gefið góða raun.
Framsókn finnur
nýjan sannleik.
í umræðunum um þingsá-
lyktunartillögu Framsóknar-
manna á Alþingi, benti Gylfi
Þ. Gíslason, viðskiptamálaráð-
herra, á, að í vinstri stjórn-
inni hefði margsinnis verið
reynt að fá Framsóknarmenn
til að fallast á, að gerð væri
þjóðhags og framkvæmdaáætl-
un. Slíkt fékk aldrei hljpm-
grunn hjá Framsóknarforingj-
unum.
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli á einni málsgrein í
greinargerð Framsóknar-
manna með tillögu sinni. Hún
hljóðar svo: ,,Hér á landi gera
nú fleiri og fleiri sér ljóst, að
með óbreyttum þjóðartekjum
getur ein stétt ekki bætt kjör
sín nema á kostnað annarrar.
Aðeins með því að auka fram-
leiðslu sína og þar með þjóð-
artekjur getur þjóðin sem heild
bætt kjör sín. í stað 'kjara-
baráttunnar, sem hefur eytt
kröftum þjóðarinnar um of á
undanförnum árum, verður
hún nú að einbeita kröftum sín
um fyrst og fremst að því að
koma til leiðar sem örustum
hagvexti hér á landi.”
Svo mörg eru þau orð. Þetta
er vissulega gullvægur sann-
leikur, sem margsinnis hefur
verið bent á hér í blaðinu. Hér
er raunar um eitt af einföld-
ustu lögmálum efnahagslífsins
að ræða. En þetta hefur þó
ekki verið Framsóknarforingj-
unum ljóst. Ekki virðist þeim
það fullkomlega ljóst ennþá,
því að í útvarpsumræðunum
í síðustu viku töluðu þeir eins
og þetta einfalda lögmál væri
þeim gjörsamlega ókunn stað-
reynd.
Hannibal hækkar
kaupið sitt.
Það kom fram í útvarpsum-
ræðunum í síðustu viku, og því
var ekki mótmælt af neinum,
að í sumar hafi Hannibal Valdi
marsson látið hækka laun sín
hjá Alþýðusambandi íslands
um 60%.
Þessi sami Hannibal og
þarna lét hækka hýruna sína
svona ríflega, eyddi svo í það
miklum orðaflaumi að óskapast
yfir þeim hækkunum, sem op-
inberir starfsmenn fengu nú í
sumar með kjaradómi. Hækkun
sú, sem opinberir starfsmenn
fengu þá, var minni en Fram-
sóknarmenn og kommúnistar
vildu, hefðu þeir einir mátt
ráða. Sérstaklega á þetta þó við
um laun í efstu flokkunum, en
þar minnkaði kjaradómur að
mun bilið milli hæstu og
lægstu launa að miklum mun,
frá því sem talsmenn Fram-
sóknar og kommúnista vildu.
tUWmWWWWWMHWWWMWUWHIWtWW SWWWWMMWWWWWWWWWMWWWWWWWWWWWWWWWWWWW
allan tímann er sagan í baksýn,
saga Evrópu þessar aldir eins og
hún birtist í Visjegrad; hún cr
beinagrind verksins án þess a(f
trana sér nokkurn tíma fram úr
þeim vefi mannlegs lífs, mann-
legra örlaga sem spunninn er ua
brúna á Drjnu. Verkið er ein sam-
fella lifandi lifs þar sem fullnaðir
og ófullnaðir þættir mætast ogj
ganga hver upp í öðrum, þar sem
engin sagan skyggir á eða yfir-
gnæfir hinar, en hver styður aðra
í heildarmynd verksins, ofar ein-
stökum söguefnum: þannig hrósar
sýn Ivo Andrics eigri, staðfest t
mannlegu lífi verksins.
Sveinn Víkingur hefur þýtt bók-
ina og farið eftir enskri og danskri
þýðingu segir hann í formála.
Slíkt er vitaskuld neyðarbrauð,
en væntanlega óhjákvæmilegt þar
sem ekki mun auðfundinn þýðarjk
úr frummálinu. „Engum var þácf
Ijósara en mér, hvílíkt vandaverk
það var“ að þýða bókina, segir
hann ennfreinur. Það er nú svo;
mér er samt nær að halda að hon-
um hafi aldrei orðið það ljóst. Á
íslenzku er stösháttur bókarinnar
óhæfilega stirður og eintrjánings-
legur; hið hárnákvæma lifandi orð
færi, nákvæm tjáning nákvæmrar
skynjunar, sem manni skilst á.
kunnugum aðilum að gefi stli
Andrics sitt sanna líf í frumtexta
og vönduðustu þýðingum, bregzð
hvarvetna í íslenzku gerðinni senv
þess vegna verður að jafnaði næsta
þunglamaleg, mcð köflum and-
kannalega stirðbusaleg. Þetta era
mikil mistök og lýti á góðu fram-
taki útgefandans, en allt um þatt
er óhætt að mæla með bókinni:
verk Andrics er nægilega traueg
til að standast í meginatriðunv
misheppnaða þýðingu. — Frágang
ur bókarinnar er traustlegur at
hálfu útgefanda, öflugt banðjr-
þykkur pappír, góð prentun, en
ekki fallegur; bókagerð er hév
sem oft áður sneydd bóklist. Staf-
setning á bókinni er með fádæm-
um, mikið um alvanalegar prent-
villur, en z og y komið fyrir meít
natni og hugkvæmni þar sem staf-
ir þeir eiga með engu móti heimá.
Bókaútgáfunni Fróða skal enn
sem fyrr á það bent að prófarka-
lestur heyrir til almennum þrifn-
aði í bókaútgófu. — Ó. J.
BÍLA OG
BÚVÉLA
SALAN
v/Mlkíatorg
Sími 2 3136
Lesið áiþýðubEaðið
áuglýsingasíminn 14906
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. nóv. 1963 y