Alþýðublaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 1
 iÍ X <■<' Reykjavíkurflugvöllur var lokaöur seinni partinn í dag vegna snjókomu og skafhríðar. Myndin er af bandarísku Sky- masterflugvélinni, sem er hér þeirra erinda, að mæla segul- svið og geimgeisla við íslandsstrendur. Hún rétt slapp inn á völlinn áðiu- en allt lok-’ðist og menn sem áttu leið út í liana í dag, voru suniir hverjir rétt orðnir úti. (Mynd: J. V. ÆÆ - eV . , % 4 f u' ! L , . ■ : l m *' I f " ' Víf /•••- ,7/iX/S'i'SÍÍÍ.: IfiÍÍÍ ........ u iMMÉ raos) 44. árg. — Föstudagur 22. nóvember 1963 — 249. tbl. MttMMW»WWWW*W%WMWWWWWWWWM*WWV» Þjálfaramálib Afsögn landsliðsþjálfarans í handknattleik, sem Alþýðublað.ð skýrði frá í gær, hefur vakið mikla athygli. — Það er nánar rætt um málið á íþrótta- síðunni í dag. (IMMtMMMWtMtMWMMHMWWMnwmMMMMWMMmtH ✓ Ákæra samin gegn böðli • I Onnu Frank Vín, 21. nóvember. NTB-Reuter. Ákæruyfirvöld í Austurríki semja um þessar mundir bráða- birgðaákæru á hendur dr. Erich Rajakovich, en enn hefur ekki ver ið ákveðið hvort borin verði á- kæra gegn honum fyrir meinta þátttöku hans í útrýmingu um 110 þús. liollenskra Gyðinga á nazistatímabilinu, að því er for- mælandi dómsyfirvalda í Vín sagði í dag. Dr. Rajakovich mun hafa verið einn af böðlum Eichmanns á tím- um útrýmingar Gyðinga. Eitt af fórnarlömbum hans var sennilega Anna Frank, sem varð heims- þekkt fyrir dagbók, sem hún samdi, þegar hún og fjölskylda hennar voru í felum í Amster- dam 1944. Framh. á 10 síðu. Spýtir nú miklu af ösku og gjalli Reykjavík, 21. nóv. — HP. Á GOSSTÖÐVUNUM suðvest- W' af Vestmannaeyjum var gosið Ireldur rólegt í morgun, en þegar leið að hádegi, breyttist það þann- ig, að suðurhluti gosstöðvarinnar I>ar sem verið höfðu miklar spreng ingar í morgun, fór að .blása út’ miklu af ösku og gjalli, svo að ekkert lát var á. Þorleifur Ein- i VEGIR \LOKAST Reykjavík, 21. nóv. — HP. MIKIL snjókoma var á Norður- landi í dag, en ekki alls staðar hvasst. Sunnanlands og suðvestan hefur vcrið hvasst með nokkurri snjókomu og skafrenningi. Margir vegir hafa nú lokast alveg og bíl- ar lengl að komast leiðar sinnar. arsson, jarðfræðingur, sem var um borð í varðskipinu Óðni á gos- stöðvunum í dag, sagði þetta hafa minnt mikið á hraunstrókana í Öskjugosinu, nema hvað eldinn hefði vantað, en í gærkvöldi náði hann upp í 100 metra hæð. Óðinn kom á staðinn milli kl. 10-11 í morgun. Hefur einkum ver ið unnið að sjómælingum um borð og dýpið mælt á svæðinu austan vert við eyna, sem um hádegi í dag var orðin 700-800 metra löng og um 70 metra há, þar sem hún var hæst. Þorleifur sagði, að gos- mökkurinn liefði aðeinu einu sinni verið mældur í dag. Það var kl. 10,30 í morgun, og reyndist hann þá rúmir 9 km. Sl. föstudag var hann jafnhár, en það er örlitlu lægra en þegar hann mældist hæst- ur sl. sunnudagsmorgun. Þorleif- ur sagði, að í mestu sprengiiyf- unum í morgun liefði grjótflugið farið upp í rúml. 800 metra hæð. Engar gosdrunur hafa heyrzt í dag írekar en vant er, en milli kl. 6-7 Framh. á bls. 10 Reykjavlk, 21. nóv. ÁG. JOHN SMITH, hinn frægi MU- wood-skipstjóri, hefur nú aftur fengiö togara til umráða. Fyrir nokkrum dögum kom hann inn á skrifstofu útgerðarfélagsins Wood & Bruce í Aberdeen, og bað þar um vinnu. Var hann þegar ráð- inn, og fékk til umráða togarann Clovelle A-63. Hann er nú að fiska í Norðursjónum. Eins og kunnugt er, hafði Smith sagt það í blaðaviðtölum, að hann myndi ekki fara á sjó aftur. Hann hefði fengið nóg af Milwood-leikn um. Fyrir nokkru fréttist af hon. um í Skotlandi, þar sem hann var háseti á litlúm bát. Þar hætti hann fyrir þrem vikum. Blaðið hafði í gær samband við útgerðarfélagið Wood & Bnice, en eigendur þess eru John Lewis og synir. Einn eigandanna kom í sím- ann, og kvað hann það rétt vera, að John Smith hefði komið til þeirra, og beðið um vinnu. Hann kvað Smitli vera góðan skipstjórá, og það hefði ekkert verið því til fyrirstöðu, að hann fengi skip til umráða. Þeir hefðu brýnt fyrir honum, eins og öðrum sínum skip Framh. á 10. síðu Myndin hér að neðan er af tveim. togurum í eigu Wood & Bruce. — Annar þeirra, sá til hægri, er Clovella, sem Jolin Smith siglir nú um Norðursjó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.