Alþýðublaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 7
Hver eru úrræði þeirra? NÚVERANDI stjórnarflokkar hafa starfað saman síðan haustið 1958. Þá hafði borið að höndum mikinn og torleystan vanda í efna liagslífi þjóðarinnar, sem flokkarn ir hafa síðan leitazt' við að leysa í ágætu samstarfi og hafa þeir jafnframt lagt til hliðar deilur um ýmis stefnumál. Þessi vinnubrögð hafa borið mikinn og góðan ár- angur, og á síðasta kjörtímabili var það tvímælalaust styrkur stjórnarflokkanna, að þeir gerðu sér far um að segja þjóðinni satt og rétt frá ástandinu og gerðu þær ráðstafanir, sem með þurfti, .jafnvel þótt sumir þeirra væru ckki til þess falinar að afla flokk unum vinsælda í bili. Nú hefur á ný borið að iiönd- um talsverðan vanda í efnahags- málum þjóðarinnar, vanda, sem er þó engan veginn jafn torveldur urlausnar og þeir erfiðleikar, sem við þurfti að fást á haustnóttum 1958 og 1959, og það væri vissu lega mikið dómgreindarleysi, ef nú væri hlaupið frá öllu saman Í fáti. Stuðningsmenn vinstri stjórnar innar urðu á sínum tíma fyrir miklum vonbrigðum með viðskiln að hennar, þegar fátið var svo mikið, að Hermann Jónasson, hljóp frá, án þcss að láta á það reyna á sjálfu Alþingi, hvort sam ;taða fengist um einhver úrræði. Slík vinnubrögð eru til varnaðar, en ekki til fyrirmyndar, og sá stóri hópur kjósenda, sem vott- aðí stjórnarstefnunni traust í ný- afstöðnum kosningum til Alþing is, ætlast áreiðanlega ekki til þess, að nú verði stofnað til stjórnar- kreppu og e. t. v. nýrra kosninga, eins og að er stefnt með van- trauststillögunni á Alþingi. Slíkt mundi engan vanda leysa, og að lík indum auka á erfiðleikana, sem fyrir eru. Þeir eru talsverðir, það skal ekki undan dregið, að stjórn arflokkamir hafa ekkj enn þá lagt fram tillögur um úrræði sín, nema í frv. um launamál o. fl., sem er í fyrsta lagi um það, að stöðva í bili þá óheillavænlegu þióun verðlags- og kaupgjalds- mála, sem mundi, ef hún fengi að halda áfram hömlulaust, leiða til nýrrar gengisfellingar, og í öðru lagi um það, að veita stjórnar- flokkunum frest til áramóta, til þess að vinna að lausn vandans til lengri tíma. Verðbólguvanda- málið er margslungið og yfirgrips mikið, og það þarf margt að at- huga og rannsaka, áður en hægt er að móta raunhæfar tillögur, sem líklegar séu til árangurs og fresturinn, sem ríkisstjórnin hef ur farið fram á, er vissulega ekki langur. Það hefur einnig komið fram, að forustumenn launþéga- samtakanna, sem hæstv. forsætis ráðherra ræddi við um þessi mál, hafi sýnt skilning á því, að nokk- urt tóm þyrfti til undirbúnings og léð máls á að veita allt að hálfs mánaðar frest með aðgerðir laun þegasamtakanna í kjaramálum. Þannig er ekki um verulegan á- greining að ræða að þessu leyti. Annað atriði, sem sýnir, að stjórn arandstaðan viðurkennir í reynd, að meira svigrúm þarf til undir- búningsstarfa er það, að hvorug ur stjórnarandstöðuflokkurinn hef ur lagt fram neinar rökstuddar og raunhæfar tillögur til lausnar vandamálanna, þótt eðlilegt hefði verið og sjálfsagt, að slíkar tillög ur fylgdu vantrausti af þeirra hálfu. Vantrauststillagan segir þess vegna það eitt, að stuðningsmenn hennar vilja fyrir hvern mun kom ast til valda, án þess að láta nokk uð uppskátt um, hvernig þeir ætli að nota völdin. Að þessu leyti eiga báðir stjórnarandstöðuflokkarnir sammerkt, en eins og málið ber að, kemur enn einu sinni í ljós ósjálfstæði Framsóknar gagnvart kommúnistum. Framsókn gat vissu lega max-kað sér sjálfstæða stefnu í þessu máli, t. d. með því að segja: Við bíðum átekta með vantraust, þangað til þær tillögur, sem stjórn arflokkarnir boða fyrir áramót, liggja fyrir. En þessu er ekki að heilsa. Framsókn gerist í þessu máli attaníoss kommúnista, eins og hvin hefttr vei'ið í landhelgis- málinu og varnarmálunum hér á Alþingi, og er það í þeinu fram- haldi af samfylkingu nennar og kommúnista í verkalýðshreyfing- unni. Fylgispekt Framsóknar við kommúnista er þannig orðin eins og óbreytanlegt náttúrulögmál, og livorugur þessara bræðraflokka hefur neitt fram að færa annað en vantrauststillögu eina saman. Hún leysir engan vanda. „Grundvallarsjónarnxið verka- lýðssamtakanna hlýtur að vera það, að láta liagsmuni heildarinn- ar sitja í fyrirrúmi fyrir hags- munum einstakra starfshópa“. Þetía eru sönn orð en Iivorug ur aðilinn, sem um kjarasamning- ana fjallar, hefur skipað sinum Birgir Finnsson. málum þannig, að tryggt sé, að þessi regla komist í framkvæmd. Þessu þarf að breyta í það horf, að launþegasamtökin og vinnu- veitendur komi sér upp sameig- inlega, eða hvor aðili fyrir sig, stofnun, sem-framkvæmi óvilhallt mat á greiðslúgetu atvinnuveg- anna, og efnahagslegum aðstæð- um almennt í þjóðfélaginu, er hafa mégi að leiðarljósi í samning um um kaup og kjör. Ætti þá að vera óhætt að gera heildarsamn- inga til langs tíma, eins og tíðk- ast meðal þeirra þjóða, sem búa við beztu lífskjör, sem þekkjast í heiminum. Slíkir samningar gætu þá tryggt vinnufi-ið og efnahags- legt jafnvægi, sem tryggir laun- þegum, þegar til lengdar lætur, meiri kjarabætux-, en þeir geta fengið með þeim sífellda skæru- hernaði sem nú á sér stað í launa- málum. Ef launþegasamtökin, og samtök vinnuveitenda, liefðu ver- ið búin að koma viðskiptunx sínunx í það horf, sem ég hefi hér lýst, þá veit ég, að ekki hefði vcrið þörf á þeim ríkisafskiptum, sem nú eru óhjákvæmileg. (Kaflar úr ræðu í útvarpsum- . ræðum). INN LÆKNAR SAR MAÐUR nokkur er kvæntur. Hon-1 ur stjórnmálamaður sagði einu um þykir mjög vænt um konu sinni við mig fyrir mörgum árum: sína og kann vel að meta kosti Ég veit, að mér hafa oft orðið á hennar, svo sem fríðleik, gáfur, og stórvægileg glappaskot og yfir- dugnað. En fyrir all-mörgum ár- , sjónir, — en það þýðir bara ekki um hafði þessi rnaður samt flækzt neitt að lata Þa® liðna iiggía a út í að liafa all-náið samband við sór- Slikt vcröur ekki 111 annars aðra konu, en sá sig fljótt um en að draSa úr manni kiarkinn Ixönd. En kona hans er geðrík, og gagnvart vaixdamálum augnabliks- stillir ekki ávallt orðum sínum í ins og framtíðarinnar. hóf, ef henni rennur í skap. Þetta j Einhverntíma komst það inn í setur eiginmaðurinn ekki fyrir sig, ! mig 1 sáifræðitíma lijá þeim a- — nema að einu leyti. Ef þeim ber | eitthvað á milli hjóxxunum, á kon- 1 án það til að brýna mann sinn á þeirri yfirsjón, sem henti hann eitt sinn, og notar þá nafn hinnar konuixnar óspart til að særa hann Bregður hún honum þá gjarnaix um, að honum þyki ennþá vænna um hana en sig, og -lætur í veðri vaka, að allt myndi vera fullkomn ara, þar sem hún var. Þannig fær maðurinn í rauninni aldrei tæki- ! son, að í mannssálinni gilti það færi til að láta liðið vera liðið. i furðulega lögmál, að maðurinn og að rífa ofan af sári, sem tekið er að gróa Mjög er það misjafnt, lxvað menn kunna að „hafa á samvizk- unni’’ frá gömium tíma, og sumt af því minnir vafalaust á sig síð- ar, eins og sú grænklædda í Pétri Gaut. En það er ekki þeirra hlut- vei-k, sem þykir vænt um mann- inn, að leiða hið gleymda fram í dagsljósið, vekja upp drauginn, klóra ofan af sárinu. Þetta mættu gæta prófessor, Ágúst H. Bjarna- Þetta svíður honunx mest vegna þess, að aftui’hvarf lxans til konu gleymdi helzt því, með tíð og tima, sem honum væri nauðsynlegt að sinnar hafði verið af einlægni gleynxa, vegna þess, að lxann þyldi sprottið. j ekki að hafa það alltaf opið fyrir Það var Páll postuli, sem sagð- augum í dagvitund sinni „Tím- ist gleyma því liðna og keppa eft- inn læknar sárin”, sagði gamla ir því, sem væri fram undan. Hann fólkið,. og vissi sínu viti. Þess hafði sittlxvað á samvizkunni, sem vegna er það alltaf illa gert að ekki var ánægjulegt að hugsa til rifja upp og miixna á það, sem á fyrir postula. — Roskinn, íslenzk-' og þarf að gleymast. Það er eins mexjn einnig athuga í hjúskapar- málum, bæði karlar og konur. Það hefur margt illt leitt af því, að fortíðin fékk ekki að „iiggja kyrr í gröf sinni”. Hitt er alinað mál, og það vildi ég minna hinn áhyggjufulla eig- í inmann á, að hann verður að bxia | sig undir að taka karlmannlega á sig afleiðingar yfirsjónar sinnar, og hin leiðinlegu frýjunai-orð kon- unnar eru þrátt fyrir allt afleiðing- ' ar af því, sem honum varð á gagn- vart henni. Hann verður líka að láta sér skiljast, að það, sem hún segir um þetta í í’eiðikösturh, er ekki sagt af öðru en löngun til að særa á augnablikinu, og er engin sönnun fyrir því, að konu hans þyki ekki vænt um liann, þrátt fvrir allt. Fyrir-gefning hennar er að vísu ekki fullkomin, satt er það, En framkoma hennar á þessum stundum er þá að minnsta kosti skóli í fyrirgefningu. Ameríski prédikarinn frægi, dr. Emerson Fosdiek, segir frá lconu, senx bað guð um að gefa sér þolin- mæði. Hún fann sjálf, að henni veitti ekki af að verða stilltari í geði, og jafnari í tilfinningum..— „En vitið þið, hvað guð gerði?” spurði Fosdick. „Hann sendi henni vinnukonu, sem gerði alla hluti vitlaust! "Skóli þolimnæðinnar getur starfað með ýmsu móti, og við erum nú einu sinni svona, mannfólkið, að við æfum hver annan stundum full-mikið í þol- inmæði, — en um fram allt ætt- um við samt ekki að dorga upp gamlar syndir til að kvelja hver annan. En komi það fyrir eins og i því dæmi, sem ég hér Ixef rætt um, vildi ég minna eiginmanninn á orð tækið: Þolinmæði þrautir vinnur allar. Jakob Jónsson. Herbergi óskast Reglusamur vélsetjari ósk- ar nú þegar eftir her- bergi, (má vera lítið). Upp- lýsingar í prentsm. Alþbl., sími 14905 eftir kl. 5. í dag og næstu daga. Karlmannaföt Drengjaföt ver* SPARTA Laugavegi 87. Bílasalan BÍLLINN Sölutnaður Matthías Höfðatúni 2 Sími 24540. hefur bílinn. SMURT BRAUÐ Snittur. Opið frá kl. 9—23.30. Síítíí IS012 BrauSstofan Vesturgötu 25. EiiieiRgrtmargler Framleitt einungis úr úrvato gleri, — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. Korkiöjan h.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. BÍLALEIGA 7;>7 Bezíu samningarnir = AfgreiSsla: GÓNHÓLL hf. ZZ Ytri Njarðvík, sími 1950 = Fburvöllur 6162 =» Eftir Iokun 1284 FLUGVALLARLEIGAN s/t ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. nóv. 1963 %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.