Alþýðublaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 2
Eltstjórar: Gylfi Grönciai iab. > o£ tíeneaiKi Grönaax frettastjóri Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnasan. - Símar: J.Í900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — AÖsetur: Alþýðuhúsið viö Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriflargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn MIKILL VÖXTUR ÞJÓÐHAGSÁÆTLUN ríkisstjórnarinnar, sem ílögð var fram á Alþingi síðastlið.,'ð ivor, gerði ráð fyr ir 4r'0 aukningu þjóðarframleiðslu árlega. Má þvi toúast við, að tekjur þjóðarinnar vaxi í þessu hlut- ! falli, þó með nokkrum breytingum eftir því, hvort viðskiptakjör batna eða vemsa frá ári til árs. Framsóknarmenn hafa flutt á þingi tillögu um gerð nýrrar áætlunar, þar sem gert verði ráð fyrir örari hagvexti en ríkisstjómin reiknar með. Hafa | þeir ráðizt á stjómina fyrir að gera ekki ráð fyrir meilru en 4% vexti og farið háðulegum orðum um það mál. Segja þeir, að enginn stökkivi lengra en ;hann hugsar, og sé ekki stórhug fyrir að fara hjá j ístjórnarflokkunum. Þótt 4% virðist ekki mikill vöxtur á ári, má ekki gleyma þeirri tölulegu siaðreynd, að þetta rnundi þýða um 50% aukning á 10 ára bili og 100% ; á aðeins 20 árum. Hér er því alls ekki hugsað smátt. Sterk rök em færð fyrir þeirri skoðun, að þetta , sé raunhæf áætlun fyrir tiltölulega háþróað efna- hagkerfi eiins og íslendingar búa við. Vantar raunar í yfirboð framsóknarmanna allar tillögur um, hvernig þeiír telja unnt að auka hagvöxtinn. NAFNLAUSA EYJAN GOSIÐ við Vestmannaeyjar heldur áfram Nýja eyjan okkar stækkar með hiverjum degi, sem , líður. Hún á rétt á að komast á landabréf, sem gerð væru í dag. Hún skipar merkan sess í huga allra núlifandi íslendinga og hefur komizt í blöð- in um allan heim. En hún er nafnlaus. Er ekki rétt, að þeim yfir- völdum, sem fjalla eiga um öinefni, verði þegar falið að ákveða eynni nafn? Er ekki rétt að hún fái nafn, hvort sem hún sekkur aftur í sæ eða ekki? VETRARUMFERÐ VETUR er genginn í garð, fyrir nokkru á norð anverðu landinu og síðustu daga einnig hér syðra. Mun umferð öll nú verða erfið, og er ástæða til að hvetja ökumenn til ýtmstu gætni, því aldrei' hef- ur bílamergðin verið meiri. Góð meðferð öku- tækja að vetrarlagi er einnig rík nauðsyn, ef ivarð- veita á eins og unnt er þau miklu verðmæti, sem felast í bifreiðaeign þjóðar.nnar. i Auglýsingasíml AJþýðublaðsin. I er 1490« I i_.il 23" myndalampi £ stór, hljómgóóur hátalari útsendingum bæói á amerísku og evrópsku kerfi 0. Johnson & Kaaber, raflæhjadeild. Sælúni 8, Rvík Heimilistæki s!.. Haínarstræti 1. Reykjavik Radíóvirkinn, Skólavðrðustío 10. Reykjavík Verzlun Valdimars Long, Hafnar/irdí Radlóvínnustofan, Vallaroötu 17, Kellavík Haraldur Böðoarsson & Co„ Ahranesi IN T ÖRYRKI SKRIFAR: „Eg hef getað stundaö nokkur störf í Múfalundi og hefur mér þótt þaö gott því að eríltt er aö eyöa dögunum í ekki neitt. Hins vegar hefur verið miklum erftðleikum bundið að komast þangað og kom ast þaöan með strætisvögnunum. Þetta hefur ekki verið svo stæmt að sumrinu, en stmidum er næst um því ófært fyrir okkur þegar vetrar og veður versnar. STRÆTISVAGNINN nemur stað ar norðan megin Suðurlandsbraut- ar svo að segja á víðavangi og jafn vel heilfættir standa í miklu erf- iði með að komast yfir götuna í þeirri miklu umferð, sem er um hana. Um þetta hefur verið rætt við forstjóra strætisvagnanna, eem virðist vera allur af vilja gerður að reyna að leysa úr þessu fyrir okkur, sem erfiðast eigum. EN LAUSN hefur ekki fengizt. Nú skrifa ég þér þessar línur í von um að þú gerir málið að um- talsefni Vona ég að þeir, sem ráða ferðum strætisvagnanna leiti að einhverri lausn fyrir okkur. Helzt þyrfti einhver vagn að fara þarna um — og þá framhjá Múlalundi, segjum tvisvar á dag þegar við förum til vinnunnar og þegar við hættum. Ég skil ekki í öðru en að einhverja slíka lausn sé hægt að finna. OKKUR ÞYKIR SLÆMT að þurfa að hætta við þau störf sem við getum unnið þarna, en það vexðum við að gera ef ekki verð- ur úr bætt. HANN KALLAR SIG „Guð- spjallamann“ — £ gamni og sendir i Erfitt að komast í Múlalund. Öryrki skrifar um ferðir strætisvagna. Nýr „guðspjallamaður". Beiskyrði og spádómsorð. iiiiiiiiiniiiiiimiiiiiiiiiiiiniiiniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiij/iiiH mér eftirfarandi — en gamanið j er grátt: „Og uppi á fjallinu | reistu þeir undurfagra kirkju. Og það var gull á þakinu og kirkjan : glitraði öll í gimsteinum. Og á ! framhlið hennar stóð skráð með lokaletri: „Þið eigið að trúa á Krist, en ekki trúa honum.“ Og kirkjan var fyrir ofan fólkið, sem mændi á hana eftir lijálp, hugg- un og leiðsögn. EN FYRIR NEBAN FJALLIÐ stóð musteri Bakkusar, glæsihöll reist af byggingameistara þjóðar- innar. Og á höllina var letrað gullnum stöfum: „Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Musteri menningarinnar.“ Og það var líkneski úr hvítum marmara fyrir framan musterið, og á því stóð með svörtu letri: „Staupa-Krist- ur.“ OG ÞEÍR TÓKU UNGMENNI eitt og negldu það á kross á miðju torginu. Og forcldrarnir voru krossfestir sitt til hvorrar handar, faðirinn til hægri og móðirin til vinstri, næst hjarta sveinsins. Og neyð fólksins vár mikil. Því var gefið eitur í stað brauðs. Og úlfar tvístruðu hjörð- inni af því að hirðinn vantaði.“ Albýðublaðið vantar unglinga íil að hera biaðið til kaup- enda í hessum hverfum: Lindargötu Laugarási i Barónsstíg, Skjólunum Hverfisgötu Afgrelðsla Alþýðublaðsins Sími 14-900 !T1 '1 2 22. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.