Alþýðublaðið - 24.11.1963, Side 9
Þegar við komum akandi npp á
Keflavíkurflugvöll í dag, var eins
og að koma inn í yfirgefna borg.
Fáir sáust á ferli, og fyrir framan
aðalstöðvar hersins blakti stór
bandarískur fáni í hálfa stöng.
Fánann bar við reykjarsúluna
miklu, sem steig til himins frá
gosstöðvunum.
Þegar við komum í sjónvarps-
og útvarpsstöðina var Stephen
Almasy, kaþólskur herprestur að
flytja messu, sem var sjónvarpað.
Var þetta sálumessa þar sem prest
urinn bað fyrir sálu hins látna
forseta, og flutti nokkur minn-
ingarorð. Þá flutti hann kveðjur
frá Jóhannesi Gunnarssyni, Hóla
biskup, sem nú er á kirkjuþing-
inu í Róm.
r
Yfirmaður varnarliðsins var í
Bandaríkjunum í dag, en hann
hafði sent mönnum sínum skeyti
þar sem hann lýsti mikilli hryggð
sinni vegna þessa atburðar. Hann
var væntanlegur til landsins í
kvöld. Á mánudaginn, þegar
Kennedy verður jarðsettur, fer
fram minningarathöfn í kirkju
varnarliðsmanna.
' y.v.;.;
mmm
mmmm*
/ÆRI GABB" „Misst traustan foringja"
Datt henni fyrst í hug, að þetta
væri einhver þáttur, eins og sá,
sém Orson Welles stjórnaði á dög-
unum, og allt setti á annan end-
ann í Bandaríkjunum, þegar liann
tilkynnti að Marzbúar hefðu gert
innrás á jörðina. En tilkynningin
hefði verið endurtekin aftur og
aftur, og þá fyrst gerði hún sér
grein fyrir hvað hefði skeð. Don-
ald sagði, að þetta væri mikið á-
fall fyrir bandarísku þjóðina. Hún
hefði misst traustan og góðan for-
seta, og heimurinn misst mikinn
friðarleiðtoga. Hann sagði okk-
ur að lokum, að þau hjónin myndu
dvelja hér a. m. k. eitt og hálft ár
í viðbót. •
ÞÁ komum við til Roberts J. Ca-
neperi, sem hefur gráðuna ,,Seni-
or ehicf Kadioman”. Hann vár að
vinna ásamt öðrum manni þegar
hann lieyrði fréttina í útvarpinu.
Hann hélt í fyrstu að Conolly,
fylkisstjóri hefði særst alvarlega,
en forsetinn ekki. Hann hringdi í
konu sína, sagði henni frá þessu
og bað hana jafnframt opna út-
varpið. Skömmu síðar kom fréttin
um lát forsetans. Canepari trúði
ekki því sem hann heyrði, og hann
beið lengi eftir því að þulurinn
segði að þarna hefði verið um mis-
skilning að ræða, og ekkert hefði
komið fyrir forsetann. Hann sagði,
að þetta hryllilega morð, svo ó-
skiljánlegt sem það væri, hefði
svipt Bandaríkjamenn hinum
trausta og hæfa foringja sínum.
Sjálfum fyndist honum að þetta
hefði verið eins og að missa náinn
ættingja sinn.
Canepari kvaðst hafa átt í miklu
stríði við sjálfan sig í forsetakosn-
ingunum, hvort hann ætti heldur
að kjósa Nixon - eða Kennedy.
Sjálfur væri hann republikani, en
þegar hann hefði séð hið drengi-
lega andlit Kennedys í sjónvarp-
inu og hlýtt á málflutning hans,
þá hefði liann hiklaust ákveðið að
gfa honum atkvæði sitt, og hann
hefði aldrei séð eftir þeirri á-
kvörðun.
NÝ SENDING
Svissneskar kvenblússur
Glugginn
1 Laugavegi 30.
SVISSNESKAR
REGNHLIFAR
n.ý sending
Glugginn
Laugavegi 30.
Nýkomið
Stretchbuxur, 2ja til 10 ára.
Nylonskyrtur, drengja, 4ra tiíl 14 ára.
Amerískar barnahúfur. Treflar og Vettlingar.
Verzlunin ÁSA, Aðalstræti 18, sími 10923.
Verzlunin ÁSA, Skólavörðust. 17, sími 15188.
SPEGLAR í teakrömmum
Speglar í teakrömmum eru
komnir aftur.
Fjölbreytt úfval af speglum í
palisander- og eikar-römmum.
— Speglar við allra hæfi —
— á hagstæðu verði —
SPEGLABÚÐSN
Sími 1-9G-35.
Stálvaskar
nýkomnir í miklu úrvali,
einnig tilheyrandi vatnslásar.
o4L 'JóAamsson & SmítA
Sími 24244 (3 Ííntoi)
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. nóv. 1963 9