Alþýðublaðið - 27.11.1963, Side 1

Alþýðublaðið - 27.11.1963, Side 1
%W%WW>MW%WW»WWWWW*WWWHM*W WWWWWWMWMWWMWWVWWWMV IGOÐ HALLAST Á STALLI Helgi Sæmun4sson skrifar um Kiljan, Stalín og Gunnar Bene- d..ktsson á bladsíðu 7. Vestmannaeyjum, 26. nóv - ES-HP - ÞEGAR Vestmannaeyingar komu á fætur í morgun, voru götur, hús- þök og bílar kolsvört af ösku, sem féll þar í nótt. Öskufallið var lát- laust í alla nótt og af og til í dag, en einkum bar mikið á því síð- degis. Mikið rigndi í Eyjum í gær, en logn var seinnipartinn, svo að margir tengdu þakrennurnar við brunna sína til að safna í þá vatni, en sem kunnugt er nota Vest mannaeyingar einkum rigningar- vatn til neyzlu. í nótt safnaðist svo mikil aska í brunnana, að nú er vatnið í þeim ilia eða ónothæft. I Vestmannaeyingar höfðu fæst- ir búizt við öskufalli í nótt vegna lognsins í gær, en upp úr mið- nætU brá til SV-áttar, og bar þá öskuna fljótlega yfir Eyjar. í dag hefur verið þar talsverð gola, ösku- fall og rigning, og nú er spáð á- framhaldandi suðvestanátt á morg gn, svo að sennilega heldur ösku- fallið áfram. Skyggnið í 'dag var mjög slæmt, en eitthvað sást pó tjj eyjarinnar, sem nú mun vera rösk- lega 900 metra löng og yfir 100 m. á hæð. Þar virðist þó enn vera mikið gos. Var það öflugt í nótt, ög sáust þá eldingar og heyrðust þrumur, en lítið hefur verifc um það í dag. Fyrir hádegi var eins og heldur hefði dregið úr gósinu,, en það jókst aftur eftir hádegið- Byssan ist vera Á MVNDINNI sjást forseti íslands og utanríkisráðherra Breta, R. A. Butler, ræða saman áður en leiksýning liófst í Old Vic leikhúslnu í London 20. nóv. sl., en þar sat forsetinn leiksýningu í boði Butlers. Forsetafrúin, Dóra Þórhallsdóttir, situr til liægri við Butler. Myndin er að því leyti söguleg, að þetta er fyrsta myndin, sem leyft hef ur verið að taka innan vcggja Ieikhússins. f%%%W%%W%W%%%l%%%M%W%%%tW LEKI KOM AÐ VÉLBÁT Reykjavík, 26. nóv. GO. ■Mikill leki kom að m.b. Freyju RE 97 í dag, er hún var að línu- veiðum út af Garðskaga. Báturinn v?rð að kalla á hjálp þegar sjór- inn náði upp á miðjar vélar og dæl ur voru hættar að starfa. Tveir bátar, Hamravík og Von- in II. frá Kéflavík fóru Feryja til aðstoðar. Hamravíkin varð á und- an að hinum nauðstadda bát og Vonin snéri frá, Freyja er gamall bátur, smíð- aður árið 1920, en endursmiðaöur árið 1947. Hann ér 24 tonn að stærð og eigandi er Ragnar Guð- mundsson Reykjavík. Á Freyju eru líklega 5 menn. Feryjumenn munu liafa komið dælunum í gang og komizt hjálparlaust til Keflavík- ur milli kl. átta og níu í kvöld. Kristmann stefnir TKor Vilhjálmss i Reykjavík, 26. nóv. EG. Kristmann Guðmundsson, rit- höfundur, hefur stefnt Thor Vil- hjálmssyni rithöfundi fyrir æru- meiðandi ununæli í grein, sem Thor hefur ritað í Birting, I hefti 1963. Kristmann krefst 200.000.oo króna í skaðabætur. Blaðið hafði í gærkveldi sam- band við báða aðila þessarar deilu og fara ummæli þeirra hér á eft- ir. Blaðið ræddi fyrst við Krist- mann. Hann kvað það rétt, að harin hefði stefnt Thor Vilhjálmssyni fyrir meiðyrði, „einhver þau ljót- ustu, sem ég hefi séð á prenti", sagði Kristmann. Um upphæð skaðabótanna, tvö hundruð þúsund krónur, sagði hann: \ — Ja, maður verður að iáta þetta heita eitthvað, ■— þetta er jú atvinnurógur. Annars hefúr þetta dregizt hjá mér, ég ætlaðd að vera búinn að þessu fyrir löngu Mér finnst sjálfsagt gð láta hann borga svolítinn skenjmtanaskatt! Ég veit, að menn kjafta endalaust um mig, en þegar það er farið að koma á prenti, horfir málið óneit- anlega öðruvísi við. Ekki mundi skáldið glögglega hin ærumeiðandi ummæli, en við athugun umræddrar greinar í ,%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%M Olíumálið er nú fyrir hæsta- rétti eins og kunnugt er Myndin var tekin þar í gær. Sjá frétt um málið á bak- síðu. (Mynd: JV). w%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% Birting virðist málsgrein sem hefst á þessum orðum ekki ólíkleg. ,-,Það er óafmáanleg svivdrðing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslenzkrar menningar, að láta mann eins og Kristmann hafa hæstu listamanna- laun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið á hverjum einasta raun- verulegum listamanni þessa Iands og spræna yfir alla þjóðina". Þá sneri blaðið sér til Thors Vilhjálmssonar, hins aðilans að þes.u máli, og innti hann álits á stefnunni. , — Ég var að frétta þetta núna í kvöld, sagði Thor Vilhjálmsson. Það komu tveir ábúðarmiklir menn til mín með smáblað, með þessari Framhald á bls. 10 Washington, 26. nóv. (NTB-Reuter) I.ögreglan í Washington var í dag öll kvödd út, er það spurðist að sést hefði til vopnaðs manns á húsþaki andspænis dyrum þtim á Dómsmálaráðuneyti Bandarikj- anna er Robert Kennedy notar að jafnaði. Var það skömmu áður en búist var við ráðherranum til skriístofu hans. Er lögreglumenn komu upp á þakið var þar enginn og var þá strax tekið til við að leita rækilega í byggingunni sjálfri. Seinna var tilkynnt, að upplýst hefði verið að hér Iiefði verið á ferðinrii verkámaður með sóp. Atburður þessi hefur samt leitt til þess að höfð verður ströng varzla við ráðuneytið. M* lllur eftir- íeikur

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.