Alþýðublaðið - 27.11.1963, Side 6

Alþýðublaðið - 27.11.1963, Side 6
Hvíti hesturinn leystur at hólmi Skammgóður vermir Hótelið Hvíti hesturinn, sem stóð við Wolfgangvatn í Austur- ríki, hefur nú nýverið orðið jarð- ýtu að bráð. í>að hefur verið mjög eftirsótt- •J 1 ur ferðamannastaður vegna þess að þar er óperettan „Sumar í Týról” látin gerast. Þessi vinsæla og eftirsótta bygging er fyrir löngu úr sér gengin og vikur nú fyrir nýtízku fimm hæða hótel- byggingu. Nunnur syngja inn á hljómplötur Fleira hefur á daga hennar drifið en að vera vettvangur ó- pérettu. Þar var Leopold Belgíu- konungur geymdur, þegar hann var fangi Þjóðverja í seinna stríð- inu. Og fyrir sjötíu árum síðan gisti þar sjálfur Franz Josef. NUNNUR í Nevv York hafa tek- ið upp á all óvenjulegri fjáröfl- unaraðferð. Þær eru farnar að syngja inn á hljómplötur. Ekki eru það helgilög, sem þær syngja, — enda fljúga plöturnar út eins og heitar lummur. i Vinsælasta söngkonan er syst- ir Sourie. Hún er Belg- ísk og syngur á frönsku. Söngvar hennar minna á þjóðkvæði. Fram til þessa hafa selst 250 þús. möpp- ur með plötum hennar og 500 þús. einstakar plötur. Vinsælasta lagið er Dominique, sem þykir bæði ísmeygilegt og æsandi. — Tekjurnar, sem þegar skipta milljónum íslenzkra króna, nota nunnurnar til þess að koma í framkvæmd byggingaáformum sínum. Systir Sourire er meðal vinsæl- ustu söngvara í 40 bandarískum útvarpsstöðvum. ☆ Sameinuðu þjóðirnar í Kongó gefa út dagblað. Það kemur út bæði á ensku og frönsku og heit- ir franska útgáfan „Tam-Tam” og sú enska „Tom-Tom.” Frægð sína á hótelið fyrst og fremst að þakka tónskáldinu Ralph Benatzky, sem var þar fastur gest- ur á sumrin. Þar skrifaðLtonn hina vinsælu óperettu sína. Nýr sovézkur þjóðsöngur? í sjö ár hafa sovézk tónskáld verið að reyna að semja nýjan sovézkan þjóðsöng. Á þingi sov- ézkra tónskálda kvartaði aðalrit- arinn, Chrennikov mjög yfir því, að það skuli ekki enn hafa tekizt. Hinn opinberi þjóðsöngur, sem Sergei Mikhalikoff samdi á sínum tíma, heyrist naumast lengur. — Hann má leika af hljómplötum en alls ekki vera sunginn. Það kem- ur til af því, að í textanum segir meðal annars svo: „Stalin ól okkur upp til þess að vera þjóðinni trú — hann gaf okk ur viljann til vinnu og hetjulegra afreka.” Bolshoi-ballettinn rússneski er tvímælalaust sá ezti í heimi. Myndin hér að ofan er tekin fyrir skemmstu af tveim ballettdönsunmi úr honum. Þ. ' eita Alla Minchin og Alfred Novichenok. Henry Barnes, hinn hrjáði umferðarstjóri New York borgar, kveðst nú hafa komizt að niður- stöðu um hvernig umferðavand- inn verði bezt leystur. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum skulu einungis konur fá að aka um göturnar. Þriðjudaga, fimmtudaga óg laugardaga skulu aðeins karlmenn fá að aka. Á kvennadögum skulu öll um- ferðarljós slökkt og konurnar sjálfar koma sér saman um merki sín á milli, en mennirnir halda sig á gangstéttum og fara varlega. Á karladögum á skynsemin að ráða ríkjum, en þó eiga sunnu- dagarnir að vera allra beztir, þá verða nefnilega allir bílar bann- aðir á götunuró. ★ -Bandarískur frímerkjasafnari sem keypti 50 gölluð SÞ frímerki, á 2 dollara hefur selt þau aftur fyrir meira en 10.000 dollara eða 430.000.00 ísler. ‘ krónur. Kaup- andinn er frín- averzlun Stol- ows og hefur 1 • i í hyggju að , selja þau aftur. H. Alexander rankel, sem gef- ur lit Frímerkj .vikublað í New York, segir að merkin séu prent- uð í London fyrir 20 mánuðum. Þetta eru fjögurra senta merki og gallinn kemur fram í því, að nokk- ur hluti merkisins er óprentaður. Þetta er stærsti galii, sem komið hefur fram á merki síðan Dag Hammarskjöldmerkið var gefið út í fyrra. Þegar gallinn kom fram á þeim merkjum var prentað mikið magn sams konar merkja til þess að minnka verðmæti fyrsta upplags- liMmWWMMWWWWWWWI BARAÖL Castróstjórnin á Kúbu hefur gefið út fyrirskipun þess efnis, að mönnum er bannað að drekka öl á öðrum tímum en á kvöldin, eftir vinnutíma. Hin raunverulega ástæða til bannsins er hinn vaxandi birgða- skortur, en opinbera ástæðan er þessi: „Það er rétt og sanngjarnt,. að þeir, sem vinnu stunda, megi njóta ölsins á kvöldin, Á hinn bóg inn fyrirbyggir þetta, að lands- hornalýður og letingjar geti setið yfir þessari framleiðslu á dag- I ínn. FRÚ Nína Krústjeff var í fylgd með manni sínum á ferða- lagi þeirra í Júgóslavíu.. Hana hnykkti talsvert við þegar frú Títós gerði sér hægt um vik og sendi hana til einkahárgreiðslu manns síns. — Ég hef nú getað greitt mér lijálparlaust í fimmtíu ár, sagði hún, og ég er að hugsa um að halda því áfram. Þetta hefur kannskf verið misskilin góðsemi af frú Títós? Þessi leikari var kominn á efri ár. Hann hafði átt sín björtu ár frægðar og frama, en nú var farið að halla undan fæti — og dag einn var ástandið orðið þannig, að hann varð að leita inn á fjórða flokks veitingaliúss til að fá sér taðningu. Þac hitti hann, sér til mikiilar undrunar gam,lan vinnufé'aga sinn bak við afgreiðsluborðið Hann sagði við hann: Það tekur á mig að sjá þig hér. Hinn yppti ■öxlurn og sagði á móti: — TJa ég þarf að minnsta kosti ekki að 'borða hérna. Ungi Kínverjinn hafði unnið sér inn mikla peninga í Ameríku og hann hélt til portúgölsku ný- lendunnar Macao til þess að finna sér eiginkonu. Kvennamiðlarar sýndu honum J hverja fallega stúlkuna á fætur annarri, en hann hristi alltaf höfuðið. Eftir þriggja mánaða leit kom til hans miðlari einn með stúlku. Hún var með dökk möndlulaga augu og það stirndi á hár hennar. „Leit minni er lokið,” sagði Lau, en svo hét Kínverjinn. „Við giftum okkur á stund- inni.” Hann greiddi miðlaranum 400 pund og keypti skartgripi fyrir 2 þús. pund handa konuefninu. Og þau gengu í hjónaband af bragði. Morguninn eftir giftinguna, sagði brúðurinn, að hún yrði að fara heim til sín vegna þess að mamma hennar var lasin. Brúðguminn kom með henni heim til mömmunnar, en þegar komið var að dyrunum hjá henni kvaðst hin góða dóttir þurfa að kaupa dálítið handa móðurinni, og brá sér frá ein saman. Þrem dögum síðar tilkynnti Lau hvarf hennar til lögreglunnar. Þar komust menn að því, að brúðurin fagrá — með gimstein- ana — hafði farið yfir landamær- in til. Kína daginn, sem hún fór út að verzla fyrir mömmu sína. í för með henni var hinn hjálp- sami ungi kvennamiðlari. ULBRICHT Walter Ulbricht, hinum aust- ur-þýzka var nýverið veittur sómi mikill af samvinnusamtökum bænda í ríki Sínu. Þeir hafa gert hann að heið- ursmeðlim samtakanna og afhent honum til marks um það silfur- grís, sem hann getur borið í snúru um liálsinn. NIVEN David Niven vill fá að vera í friði fyrir áritanasöfnurum. Hann er búsettur á Rivierunni og þar líefur hann víða rekið niður skilti, sem á stendur: Einkafjara. Aðgangur bannaður öðrum en ljótu kvenfólki og mönnum, sem langar til að baða sig upp úr skolpræsavatnmu hér úti fyrir. J £ 27. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.