Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 15
r Nú kom Nanna inn meS skila- boð frá sjúkrahúsinu, Hún og Anna María hringdu á hverjum dregi til að spyrja um líðan Söru. — Jæja, Nanna, sagði Harry. Nokkuð nýtt í dag? — Sara er betri, svaraði Nanna. Hún svaf vel í nótt, og læknarnir halda að hún muni lifa þetta af. — Þctta voru góðar fréttir, sagði Harry og horfði rannsak andi á Fylgiu. Húri verður senni . lega bráðum það hress, að lög- reglan geti yfirheyrt hana, Fylgia þorði ekki að mæta augnaráði hans. Andlit hennar var sviplaust, en hún var aug- sýnilega hrædd. Hrædd við það, sem Sara kynni að segja lög- reglunni. Þegar ég var að ljúka við mat inn kom Tajt. — Það er síminn til ungfrú arinnar, sagði hann. Frá Stokk hólmi. Ég gekk út í anddyrið. Dahl lögfræðingur var í simanum. — Góðan dag, ungtrú Nohr, sagði hann. Afsakið að ég liringi svona snemma, en við þurfum að tala við yður eins fijótt og hægt er. Það er vegna réttarhaldanna á miðvikudag- inn. — Er það eitthvað mikilvægt? ‘ — Já, það er afar áriðandi aö þér komið' strax og þér getið. — Ég væri yður afar þakklát, ef þér gætuð komið hingað. Ég get ekki komizt að heiman núna Hér er skógarbruni . . . , — Já ég las um hann í blöð- unum. Ef það hentar yður, ætti ég að geta verið kominn að Nohr setri um tólfleytið á morgun. —. Það hentar mér ágætlega. Verið velkominn. — Það er regn í þessum skýj um, sagði Harry bjartsýnn, og starði til himins. — Við skulum vona það, sagði ég. Hvað eigum við að gera með þetta samkvæmi, sem við lofuð- um Heiðveigu að halda fyrir hana? Við verðum að halda það, sagði Harry ákveðinn. Annars verður liún hræðiiega vonsvikin. Það er líka gott fyrir okkur sjáif, við getum ekki bara setið og grátið það, sem skeð hefur. Ég er viss um, að Anita og Henrik eru mér sammála . . . — Ég er viss um að Henrik kemur ekki, sagði ég. Rolf er jú dáinn . . . — Hann kemur áreiðanlega, sagði Harry. Heiðveig er dótt- ir hans, og þar að auki getur liann ekkert gert fyrir Rolf fram ar. Við fórum til sjúkrahússins og sóttum Heiðveigu. Þegar við kömum aftur að Nohrsetri um þrjúleytið, biðu gestirnir okkar á tröppunum. Þetta var yndis- Xeg heimkoma fyrir litlu stúlk- una. Hún hló og fagnaði, og var svo hamingjusöm, að ég gat ekki varizt tárum af eihskæn-i gleði. Hvorki Fylgia eða Tajt tóku þátt í veizlunni. Þau höfðu bæði verið kölluð til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Merki eiturs höfðu fundizt í líkinu af ömmu, Þegar þau komu úr yfirheyrslunni fóru þau bæði beint til herbergis Fylgiu. Hvorugt þeirra minntist einu orði á það, hvað komið hefði : í ijós við yfirheyrslúna. 'l Heiðveig átti erfitt með að sofna um kvöldið. Henni höfðu verið gefnar meira en þrjátíu blöðrur, og hún festi þær allar við rúmið sitt. Ég settist á rúm- stokkinn hjá henni. — Úr því að andlitið á mér er orðið svona fallegt, þá stríða 23 krakkamir mér ekki framar, ep það, Elsbeth? ___Nú stríðir þér enginn, Heið veig, svaraði ég. . Hún ljómaði: — Þá get ég leik ið mér við krakkana á morgun, hrópaði hún. Við Esther, Gunn- vör og Hjördísi í Vagnsþorpi . _ . og Lísu og Birgit í græna hús- inu á ströndinni. ___Þú getur leikið þér við alla krakkana, sagði ég. Þau geta kom ið hingað að Nohrsetri og leikið við þig í garðinum. En við vérð- um að bíða þangað til eldurinn er Brugglega slokknaður í skóg- inum. Ég fæ þá ekki að fara til Vagnsþorps á morgun, sagði hún vonsvikin. Ég ætlaði að fara með allar blöðrumar mínar og gefa stelpunum . . . — Nei, ekki á morgun, Heið- veig, sagði ég ákveðin. Þú verð ur að bíða með það í nokkra daga. Nanna, sem var að lagfæra föt Heiðveigar, leit upp. ___Við Evald förum þangað á morgun til að kaupa hringana, sagði hún. Heiðveig getur kom- ið með okkur. Við höfðum hugs að okkur að fara gangandi, ef 'veðrið verður gott. — Það er annað mál, sagði ég. Ef Nanna og Evald fylgja þér, þá máttu fara til Vagns- þorps á morgun, Heiðveig. Daginn eftir var gott verður. Nanna og Evald lögðu af stað - til Vagnþorps snemma um morg ... uninn, og tóku Heiðveigu með sér. Rétt fyrir hádegi tók að : hvessa, og ég fór að iðrast eftir að hafa leyft Heiðveigu að fara Við Harry fórum að líta á brun ánn. Allir voru hræddir og á- ■ hyggjufullir.- Norðvestan vindur ... . allir vissu hvað það þýddi. Klukkan hálf tólf varð ég að fara hehri aftur, til að taka á -nróti lögfræðirigunum. — Ég verð hér eftir, sagði Harry. — Értu ekki svangur, spurði ég. . . . — Hann hristi höfuðið, og starði áhyggjufullur til himins. Sjáið þarna, hrópaði slökkviliðs- maður nokkur. Sjáið þama uppi. Ég kipptist við. Yfir rjúkandi skóginum sveif kippa af blöðr- um. — Þetta eru blöðrurnar henn- ar Heiðvéigár, hrópaði ég. Þetta ern, . . — Hún hlýtur að hafa misst þær á leiðinni til Vagnþorps, sagði Hárry. Það er bezt að þú flýtir þér heim, svo að þú getir tekið á móti henni. Ég fór að hlaupa, og hugsaði stöðugt um Heiðveigu Ég gat ekki skilið, livers vegna blöðr- urnai- komu úr norðvestri. Vagns þorp var í vesturátt, en blöðr- urnar virtust koma frá stað norð an riiegin við vatnið. Skyndilega heyrði ég í síren- um. Ég nam staðar og hlustaði. Eldurinn hafði þá tekið sig upp aftui*. Ég hljóp aftur af stað. Heiðveig var ekki komin heim. í stað þess liitti ég Nönnu grát- andi í anddyrinu. — Heiðveig er horfin, grét hún. Ég skil það ekki . . . Við Evald fylgdum henni heim til Esther og Hjördísar. Hún lofaði að bíða eftir okkur þar, meðan við færum til gullsmiðsins. Þeg ar við komum til baka, höfðu þær Hjördís farið út með blöðr urnar. Við leituðum alls staðar að henni. Evald varð eftir til að halda áfram leitinni. Margir höfðu séð hana, en enginn gat sagt okkur hvert hún hafði farið. Evald bað mig um að fara heim, og athuga hvort hún væri kom- in. — Nanna, sagði ég Getur hugsazt, að Heiðveig og Hjördís hafi farið kringum vatnið? Heið veig var að tala um það í gær, að hana langaði til að leika við Lísu og Birgit, sem búa norðan við vatnið. Ég hljóp að bílnum hans Harr ys án þess að bíða eftir svari og ók af stað. Skyndilega sá ég litla stúlku, sem gekk eftir veginum. Ég stöðv aði bifreiðina: — Þekkir þú telpu, sem heitir Heiðveig, kall aði ég. Telpan kinkaði kolli, og ég sá, um ur JvllK. að hún hafði verið að gráta. — Hefurðu séð hnaa í dag? j — Já . . . ’j — Hvert fór hún? — Hún hljóp á eftir blöðrun< | . . við vorum að leika okk ströndinni með Lisu og Birgit . . . og skyndilega tók: vindurinn blöðrurnar . . . þær , flugu hátt upp í loftið. Heiðveig hljóp á eftir þeim. Við hlupunn allar á eftir þeim, en þær svifu svo hátt, að við gátum ekki náð í þær Lísa og Birgit gáfust upp, en ég elti Heiðveigu. Svo datt ég og meiddi mig. Ég kallaði á HeiS veigu, en hún hljóp bara og. hljóp . . . hún hljóp Inn á milli' trjánna þarna. Við héldum, a8 blöðrurnar hefðu lent þar, en. svo var ekki. Þær héldu bara á- fram að svífa í loftinu. Og svo byrjaði skógurinn aftur at> brenna. Ég varð hrædd, og hljóp til baka. — Hjördís, sagði ég. Flýttu þér nú heim til mömmu sinnar, Þú veizt, að þið megið ekki leika ykkur í skóginum, meðan hætta er á eldi. ___Hvað á ég að gera með naglabursta? Ég er bara aff fara aff borffa. Þaff er ekki eins og ég ætli aff fara aff framkvæma uppskurff! j — Nel, en þaff er búiff að yfirheyra sex ameríkana, sem aliir voru aff blístra lagiff úr kvikmyndinnl „Aldrei á sunnudögum“. í öffrum hluta Aþenu borgar: __Ég er orffin á eftir í menningaráætlun hmi minni. Enginn timi til aff hugsa um 3 myndarlcga karlmenn, sem koma fram vlð mig eins og ég væri taf fínu fólki. — Hva‘3 skyldi hann annars hafa heitiff. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. nóv. 1963 «5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.