Alþýðublaðið - 08.12.1963, Page 3
-7.9 a£ stöðinni hefur orBið .Indr-
iða G- Þorsteinssyni býsna heiila
drjúg bók. Nafn hennar hefur hald
izt vakandi með lesendum fram
á þennan dag: sagan varð á sín-
um tíma vinsæl og umtöluð enda
mikið lesin og hefur komið í þrem
ur útgáfum, síðar var hún flutt í
útvarp í einhvers konar leikbún-
ingi og enn síðar gerð eftir henni
kvikmynd svo sem öllum er kunn
ugt. Þetta má heita þrautnýting
skáldsögu á íslenzkum markaði, nú
er ekki eftir nema að gera úr
henni leiksviðsverk og síðan að
vísu sjónvarps þegar að því kem-
ur- Ein litil saga, jafnvel þótt
snotur sé, getur varla enzt höfundi
sínum til öllu langlífari frægðar
nema fleira komi til. Og nú er
fleira komið til: ný skáldsaga Indr
iða sem efnir flest þau fyrirheit
sem 79 af stöðinni og flestar smá
sögur hans hafa gefið. Bezt er að
segja það strax að mér þykir ósýnt
að betri skáldsaga komi út á ís-
landi þetta árið. Eftir þetta verk
skipar Indriði með ótvíræðum rétti
sess sinn í fremstu röð ísienzkra
samtímahöfunda.
★ KREPPUSAGA
Land og synir, hin nýja saga
Indriða G. Þorsteinssonar (Iðunn
Reykjavík 1963. 235 bls.) er fyrir
stríðssaga, kreppusaga: hún segir
af þeirti kynslóð sveitamanna,
sem flosnar upp og leitar á möl-
ina af því að öll sund virðast lokuð
heima fyrir þar sem ekkert hefur
breytzt í þúsund ár, en án þess
að kaupstaðirnir veiti nein sér-
stök fyrirheit um framtíðina. Þetta
er fyrir stríð með öllu því um-
róti þjóðfélagshátta sem því
fylgdi; sagan segir af lokaþætt
inum í lífi hins gamla bændaþjóð
félags án þess að gefa neina vís-
bendingu' um framtíðina. Og saga
Einars Ólafssonar í Land og syn
if gæti sem hægast verið upphaf-
ið að sögu Ragnars Sigurðssonar
í 79 af stöðinni- Einar á engra
kosta völ nema fara að heiman
þrátt fyrir allt sem bindur hann
heimahögunum, en engum er ljóst
að hverju hann hverfur; Ragnar er
uppflosnaður sveitamaður í Reykja
vík og flóttinn heim eina úrræði
lians þegar allt um þrýtur. Menn
af þessu tagi skilur Indriði G.
Þorsteinsson næmum yfirlætis-
lausum skilningi og megnar að
gefa þeim líf í frásögn, sveita-
maðurinn er hans maður, og
mannskilningur hans efldur og
staðfestur af næmri sjón hans til
iandslags og náttúrufars, til allra
þátta og tilbrigða sveitalífs. Þetta
votta beztu smásögur hans ekki
síður en skáldsögurnar; og það
er gaman að leika sér að þeirri
liugsun að lokaþátturinn í „trí
lógíu“ hans Um sveitamanninn
verði sagan um hann rótfestan
á mölinni, — eða þá saga um
endurreisn sveitanna, um sveita-
menn nútímans.
Þjóðfélagslýsingin í Land og
synir er ekki mikil fyrirferðar, en
hún er sögunni örugg burðar-
grind að sögubaki rökföst og sam
kvæm sér- Niðurstöðutölumar af
verzlunarreikningi Ólafs á Gils-
bakka, að honum látnum, bregða
i rauninni upp skyndimynd þessa
þjóðfélags og alls þess vonleysis
sem því er bundið: 40 ára bú-
skapur = 2335,63 kr. verzlunar-
skuld. Og til að greiða þeþsa
skuld dugir ekki minna en selja
jörð Ólafs og áhöfn, þetta er af-
rakstur og niðurstaða heillar
mannsævi. Því er Einari syni hans
ógerningur að ætla sér sömu fram
tíð, hann sér engan veg út úr
bágindum, kreppum og pest
heima í sveitinni sem gæti rétt-
lætt að binda sér bagga þar:
„Hefurðu séð þessar jarðir, seg-
ir hann í sögunni: Þær eru húsa-
lausar og túnin hafa ekki stækk
að og þær eru enn upp í hæðum
og hlíðum, óhreyfðar frá þeim
tímum, þegar menn treystu á beit-
Þær hafa ekki verið hreyfðar í
þúsund ár og það hefur ekk-
ert verið ræktað í þúsund
ár. Það eru til stórvirkar vélar en
við fáum þær ekki og sláum með
orfi og ljá og miðum fjölda kúa
og kinda við hvað við getum krafs
að með höndunum í þær yfir sum
arið. Við sitjum þarna í hlíðun-
um og beitum fé á láglendið, þar
sem við ættum að búa ef við hefð-
um vélar. Túnin eru hærra yfir
sjó en beitilandið af því að hér
veit enginn hvað þarf að gera og
engir peningar eru til.“
★ FÓLK í LANDSLAGI.
Harmurinn, eða treginn, í sögu
Indriða er kominn til vegna þess
arar sýnar til sveitanna- Örlög sögu
fólks hans ráðast af áþreifanleg
um veruleik þess þjóðfélags sem
það lifir í og lýst er í góðu sam-
ræmi við raunverulega íslenzka
þjóðfélagsþróun: í þessum skiln-
ingi er verk Indriða góður og gegn
sósíalrealismus. En þjóðfélagslýs
ingin er honum ekkert meginat-
riði sem slík, hún er einungis um
gerð þess mannlífs sem sagan lýs-
ir. Og þetta mannlíf er séð í sam
hengi landsins, landslagsins þar
sem fólkið lifir og hrærist. Heiti
verksins er ekki út í liött: þetta
er saga um land og sonu þess og
sonarsonu.
Sagan gerist á skömmum tíma,
nokkrum haustdögum. Hún segir
af ungum manni í göngum, af
bráðu andláti föður hans, aldraðs
manns, af nývaknaðri ást unglinga
á grannbæjum, af uppboðshaldi
á föðurleifðinni og brottför hins
unga manns- Ekkert af þessu
mundi teljast til stórviðburða eða
á nokkurn hátt nýstárlegra tíðinda
Land og Synir er ekki „spenn-
andi“ saga á þann hátt að lesandi
vaki fölur yfir bókinni i óvissu um
örlög sögufólks. Raunverulega
kemur ekkert í sögunni „á óvart",
viðbrögð sögufólksins vhðast öll
eðlileg, óhjákvæmileg .1 um-
hverfi þess. Þarna hrósar fram
sýni Indriða G. Þorsteinssonar
sigri; og kunni mannlýsingar hans
í sögunni að þykja „dauflegar“
mun tæpl- nógu vel lesið. Kannski
er mynd Einars sjálfs óskýrust; við
fáum tæpast að skyggnast nógu
rækilega í huga hans; æskuhugur-
inn annars vegar, hugarkvölin
hins vegar eru tæpast nógu ræki-
lega bókfest. Ég hygg að sögunni
hetfði aukizti toisn væri lýsing
Einars fullkomnari; en að sinni
er mér engan veginn ljóst hvar
mistökin eru fólgin i gerð hans-
Lýsing hans er samkvæm allri
frásagnaraðferð Indriða sem jafn
an leggur mesta rækt við ytri fyr-
irbæri, áþreifanlega hluti, og lýs
ir sögufólki sínu í viðbrögðum
þess, látæði, landslaginu umhverf
is það. í kaflanum um fall Hvít-
ings tekst honum þannig að
magna einfalda frásögn næstum
óþolandi sársauka, frásögnin af
ástum Margrétar og Einars hefur
í senn til að bera hreinlegan æsku
þokka og sannan holdlegan mun-
aðarítón sem einmitt hæfir jarð-
neskum skynjunarhætti allrar sög
unnar. Engu að síður er mynd Ein
ars óskýr í sögunni, eða ekki
skýrð á fullnægjandi hátt: nauð
synin sem knýr hann að heiman,
burt frá ást sinni og arfleifð, er
lesanda sögunnar ekki nógu knýj
andi, nógu áþreifanleg þótt rök
hennar séu fullljós.
Roslcnu mennirnir í sögunni,
feðurnir, eru dregnir skýrari
dráttum, þeir Ólafur á Gilsbakka
og Tómas í Gilsbakkakoti. Báðir
lifa fyrir ást sína á landinu, húh
er sterkasti þátturinn í gerð
beggja, bæði sú ást sem leitar út
rásar í ungmennafélagsræðum, en
einkum sú sem birtist í öllu lífi
mannsins, hverju handtaki hans.
„Þeir voru bændur á hverju sem
gekk og ekkert nema bændur og
jörðin sem þeir gengu á varð
græn undan fótum þeirra-“ Og
ríkasti og minnisverðasti þátt-
urinn í Land og synir er tjáning
þessa ástarþels til landsins; að
henni eiga þeir báðir hlut, feðg-
arnir, Einar og Ólafur, þótt með
ólíku móti sé. Óþol og vonleysi
Einars samsvarar tryggð og óbil-
andi þolgæði Ólafs, er þrátt fyrir
allt sprottið af sömu rót. Landið
í sögunni berst okkur í skynjun
þeirra feðga, um huga þeirra og
endurminningu. Líf þeirra er séð
1 hlutfalli við landið að baki þeirra
og undir fótum þeirra; sagan tjá
ir öll samhengi lands og mannlífs.
birt þar í samfelldri raunskynjun
tiltekinna ytri muna og fyrirbæra
— manna, dýra húsa og amboða,
vinnubragða á heyvelli, í smala-
mennsku eða í sláturhúsi, gaman-
mála í gangnakofa, ástarstundar
undir heybólstri eða í kaldri bað-
stofu, uppboðshalds á liráköldum
haustdegi, snæviþakinnar þorps-
götu að sögulokum — með landið
í stöðugri baksýn. Raunsýnin í at
vikarás sögunnar og öllum lýsing-
um staðfestir hina hátíðlegri ást-
arsýn til landsins, veitir lands-
lagslýsingu sögunnar í öllum til
brigðum sínum mannlegt inntak;
harmsefni sögunnar er ekki af-
drif sögufólksins, ekki dauði gam
als manns eða hugsanleg upp-
stytta í ástamálum, heldur glatað
samhengi manns og lands, von-
leysi hinna gamaltryggu lífshátta-
Það vottar listarmegin Indriða
G. Þorsteinssonar hversu honum
tekst að binda þessa tregablöndnu
lífssýn í raunhæfar skynmyndir:
sýn hans til lands og mannlífs er
öll bundin tilteknu félagi tiltek-
ins fólks á tilteknum slóðum norð-
anlands. Enn sem komið er veit
ir verk Indriða ekki tiltakanlega
víða útsýn: hinn litli heimur hans
er sjálfum sér nægur, harmur hans
bundinn honum einum. En vinnu-
brögð Indriða heimila þá von að
hann stefni til stærri sniða, að
verk hans rúmi senn altækari
mannlegan veruleik. Það er, eins
og fyrr segir, skynjun sjálfs lands
ins sem minnisstæðust verður úr
Land og synir, raunskynjað sam-
hengi fólks og lands; og þessi
skynjunarháttur virðist niér lofa
mestu um Indriða með vaxandi
þroska og þjálfun. Svona birtist
hann t d. þar sem segir af heim
för Einars með lík föður síns:
„Bíllinn seig af stað og það
herti goluna. Það var bjart af
tungli en hann veitti því ekki at-
hygli fyrr en þeir komu inn fyrir
fcaupstaðinn. Landið varð dimm-
blátt í tunglskininu og það sló
kaldri silfurlitri birtu á vötnin
austurundan og fjallahringurinn
reis myrkur upp úr bláma lands-
ins. Það sáust ekki annað en brún
ir og tindar, sem stóðu inn í ljós
an himininn af þvi bungurnar og
gilin og klettabeltin voru horfin
í dökkvann. Þeir liðu inn í þetta
bláa húm á hinztu samleið sinni
og máninn varpaði skugga af för
þeirra á holt og mýri.“
★ LISTARMEGIN
Þessi upphafna sýn til landsins
er ekki altíð í Land og synir, en
hún er sönn þar sem hún stendur
í sögunni; mannskilningur verks-
ins er innstæðan fyrir henni. Sögu
fólk Indriða er sömu ættar og
sömu gerðar og fyrr, en hann
ræður nú meira og fjölþættara
söguefni en áður, sér fólk sitt í
stærra samhengi. Ferill Ragnars
í 79 af stöðinni gæti verið fram-
hald á ferli Einars í Land og synir;
en lýsing Einars og verkið í heild
nýtur ávaxtarins af fyrri sögunni
og smásögum Indriða, er í fram-
haldi þeirra. Hinn hlutlægi stíls-
liáttur Indriða er nú orðinrt al-
persónulegur, unninn og þjálfað-
ur, og geldur hvergi fyrirmynda
sinna eins og stundum áður; með
betri málfarstökum fylgir lika auk
in smekkvísi í meðferð málsins.
Land og synir er í öllum skilningi
meiri saga en 79 af stöðinni; og sé
lýsing Einars tiltölulega óskýrari
Framh- á 13. síðu
ÓLAFUR JÓNSSON SKRIFAR UM BÓK INDRIÐA ÞORSTEINSSONAR
-J p
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. des. 1963 3