Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 3
3
Það hefur eigi verið mitt meðfæri að orða hver-
vetna eins skarpt og skildi, eða láta marka nógu
fyllilega fyrir hugsunum í orðfærinu; hefi jeg og
viljað sneiða hjá nýgjorvingum, sera aptur þarf að
snúa á aðra túngu, þykist jeg geta gengið að því
vísu, að öðrum síðarmeir heppnist að taka raér fram
í þessu, eptir því sem menn smámsaman venja sig
á, fyrst og fremst að hugsa skírt, og þvínæst að
steypa orðin þétt utanum hugsanirnar.
I. Platon.
Sókrates dreymdi eina nótt, að svanur í sár-
um sæti á knjám sér, en yrði brátt fleygur. Dag-
inn eptir kom tvítugur unglingur til hans, að nafni
Aristokles Aristons son — Platon var hann síðar
kallaður, sokum þess hve breiður (rcXaTu'?) hann var
um enni og herðar —og beiddist fræðslu hjá Sókra-
tes, er þýddi drauminn svo, sem svanurinn hefði
táknað Platon. Platon hafði þegar numið þær list-
ir og íþróttir, er tíðkuðust meðal velmenntra úngmenna
í Aþenuborg, það sem vér mundum kalla almennan
skólalærdóm, og þaraðauki hljóðfæralist og líkama
fimleik og hafði jafnvel unnið sigur við Olympísku
leikana í glímu. Sókratesi fylgdi hann í tíu ár, til
þess Sókrates féll frá, og bar af ollum lærisveinum
hans. Síðan fór hann fyrst til Kyrenu til þess að
stunda mælingarfræði hjá hinum fræga maþematík-
us Þeodóros, þá til Ítalíu, til þess að nema speki Pyþa-
górasar af þeim Fílolási og Evrytos, og má af því
ráða, hvers hann hafi metið fræði Pyþagórasar, að
hann keypti handrit Archytasar um fræði Pyþagór-
asar fyrir 100 minur, eða hérumbil 7000 krónur í