Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 69
69
rjett öll tekiii aptur skömrau eptir 1880, og rjeð
þar mestu um að Biskmark þurfti fylgi »miðflokks-
ins« á þinginu gegn sósíalistum og til herauka.
Hið mikla vald og sjálfstæði katólsku kirkjunnar á
Þýzkalandi er enri að mestu ieyti óhaggað. Svipuð bar-
átta átti sjer stað og stendur enn yflr ad nokkru
leyti í öðrum löndum, helzt þar sem áhöld eru um
trúarflokkana, og mætti þar sjerstaklega nefna til
Svissland og Belgíu, en það yrði of langt mál að
segja þá sögu. Þetta, sem sagt er, sýnir nægilega
áhrifavald katólsku kirkjunnar, að sjálfur Bismark,
mesti garpur aldarinnar, varð að lúta í lægra haldi
fyrir páfavaldinu. Páfinn fjekk þá uppreins síns
máls, að Vilhjálmur keisari kvaddi hann 1885 gjörð-
armann í deilu Þýzkalands við Spán um Karólínu-
eyjarnar í Kyrrahafinu, og Bismark titlaði páfann
með hátignarnafninu »sjera», sem katólsku blöðin
skildu sem viðurkenningu rjettarkröfunnar til ver-
aldlegs ríkis. Bismark var þá að þakka »Krists-
orðuna«, sem páflnn hafði geflð honum.
Viturleiki og mannkostir hins núverandi páfa
eiga eflaust eigi minnstan þátt í hinum mikla veg
páfavaldsins á hinum síðustu árum. Gladstone
gengur undir nafninu »hinn mikli gamli maður«, en
Leó 13. heitir »hviti öldungurinn«, og er nafnið
dregið af hinu hvita páfalíni. flann er óefað ein-
hver hinn atkvæðamesti og vitrasti maður, sem
setið hefir á páfastóli. Hann er stórvirtur af öllum
og trúaðir menn katólskir elska hann og tigna, og
er það almenn skoðun meðal þeirra að líf hans
treinist svo lerigi, í fremur veikbyggðum líkama,
fyrir sjerlega og undursamlega náð Guðs.
Páfinn tekur sjer, sem kunnugt er, nýtt nafn
jafnskjótt og hann er kosinn, þó ætlar enginn sjer