Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 38
38
son á Hafsteinsstöðum þau saman í Reynistaðar-
kirlfju, mánudaginn i 11. viku sumars (1807) og var
brúðkaup þeirra haldið á Hafsteinsstöðum.
Það var litlu síðar, fyrir sláttinn, að Páll prest-
ur bað þau Gisla að taka við búi sínu og hjúum á
Hafsteinsstöðum, 2 kúm, 24 ám og 2 hestum, en
fæða skyldi hann prest fyrir það. Gisli skyldi og
hafa öli lambsfóður prests i sókninni, og ala fyrir
það hest hans og 6 ær. Kom svo, þó Gísli væri
tregur til í fyrstu, að hann gekkst mest fyrir lambs-
fóðrunum. er voru nær 30. Töldu margir Gísla á
þetta, og gekk þeim gott til, en Efemía latti. Sum-
ar það var hið mesta grasleysi, svo fáir mundu
slíkt. Leið nú ekki á löngu, áður þau Gísli voru
mjög í róg borinn við prest, var hann og maður
afarbráðlyndur og trúgjarn, og varð hann þeim þeg-
ar hinn versti viðfangs; heyjaði Gísli svo illa um
sumarið, að hann fékk ekki meira en fyrir kýr
prestsins, og tvær er hann átti sjálfur með, ær
prests setti hann á, en það er hann átti sjálfur af
kindum varð hann að skera. Þetta haust ól Stein-
unn Egilsdóttir sveinbarn, er heitið var Benedikt.
Sat Efemía yfir henni. Tók hún sveininn til sín og
fóstraði sjálf. Um vorið kom Gísli konu siuni fram
að Langamýri, því fengið hafði hann þar hús-
mennsku. Ætlaði prestur að leggja hald á kýr
Gísla, hafði hann í heitingum og réðst á Gísla, barst
glíman i fjóshauginn og stóðst prestur ei Gísla. Náði
hann þó loks því er hann átti með mannsöfnuði og
illdeilum, því prestur var hinn versti viðfangs. Var
það nú þetta sumar, sunnudaginn í 11. viku sumars,
að þeim Glsla var sonur borinn (1808). Jón prest-
ur Konráðsson • skírði sveininn í skemmu á Langa-
mýri og var hann nefndur Konráð. Var sveinninn