Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 91
91
Finns Jónssonar, 218. og 388.—389. bls. Reikjavík-
urútg. 144. bls.). Þar segist Egill vera kominn að
vitja konungs langan veg iíir hafið. Mörgum árum
síðar1 orti Egill Arinbjarnarkviðu um Arinbjörn vin
sinn, og minnist hann þar á liðveislu þá, er Arin-
björn veitti honum í Jórvík, og segir um leið, hvern-
ig á því stóð, að hann kom þangað, með þessum
orðum (Arinbjarnarkv. 3. erindi):
Hafðak endr
Ynglings burar,
ríks konungs,
reiði fengna.
Drók djarfhött
of dökkva skör,
létk hersi
heim of sóttan.
Hjer segir skáldið þvi með berum orðum, að hann
hefi forðum (»endr«) fengið reiði Eiríks konungs,
og því2 hafi hann hert upp hugann og lagt á stað
i hættulegu ferð og heimsótt Arinbjörn í Jórvík.
Hötturinn er það höfuðfat, sem fornmenn höfðu á
ferðum sínum, og því þíðir »drók djarfhött of dökkva
skör« ekki annað enn ,jeg tók í mig hug og dug og
lagði á stað í glæfraferð'. Egill segir þannig bein-
línis i Arinbjarnarkviðu, að hann hafi farið þessa
ferð, af því að Eirikr konungur var honum reiður,
1) Finnur Jónsson telur Höfuðlausn orta 936, enn Arinbjarnar-
kvi'ftu um 962, eða 26 árum siðar (Egils saga útg. F. J. bís. LVII
—LVIIL). Guðbrandur Vigfússon setur Höfuðlausn 936 eða 937
enn Arinbjarnarkviðu 961 (Safn til s. Islands I, 319.—320. sbr.
495. bls.).
2) Þetta orð ((þvi’) stendur að visu ekki í vísunni, enn hún
væri lokleisa, ef ekki væri neitt orsakarsamband milli firri og síð-
ari helmingsins.