Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 157
157
fluttu mestan hlutann af vinbyrgðum þessum, bæði
til Noregs og Sviþjóðar. En Englendingar fluttu einn-
ig töluvert af víni til Noregs, og það voru þau vín,
sem mönnum þóttu bezt.
Bæði Englendingar og Þjóðverjar fluttu vinið
til Noregs, en aptur voru Þjóðverjar einir um að
flytja þangað öl. Þjóðverskt öl var á miðöldunum í
engu minna áliti en nú á dögum. Voru af því marg-
ar og mismunandi tegundir, ofan frá þvi allra sterk-
asta, (og er ?>Braumchweiger Mummi«. öl þetta upp-
vakið nú á dögum) og niður í það allra daufasta,
pottöl. Og ölgjörðin var það, sem einna mest auðg-
aði Hansastaðina, því þjóðverska ölið var flutt
um öll Norðurlönd, ekki hvað sízt til Noregs, og út-
rýmdi það að miklu leyti öli því, er gjört var þar
heima fvrir. Gættu Þjóðverjar þess vandlega, að út-
lendir menn lærðu ekki af sjer að gjöra gott öl.
Þó lítur svo út, sem Noregskonungar hafi reynt að
hjálpa við ölgjörðinni i bæjunum (t. d. i Túnsbergi),
en ekki er kunnugt, að það hafi haft neinn árangur.
Ætli það standi í nokkru sambandi við þetta, að
undir lok 14. aldar tóku Englendingar að flytja
malt viða til Noregs og það enda í allstórum stíÞ.
Fyrirtæki þetta varð þó naumast langætt. Norska
ölgjörðin i bæjunum leið brátt undir lok, en upp til
sveita hjelzt hún við, en þar hituðu menn malt handa
sjálfum sjer* 1 2.
þjóð kostaði (1328) eitt fat »de Buzellaa víns 12 merkur,
eitt fat Rínarvíns, 8 merkur, og eitt fat af almennu hvítu
víni 4 merkur.
1) Einkum á ríkisárum Ríkarðar 2. (Botuli scotiœ in
Turri Londi/iensi asservati I—II).
2) Hálft pund malts var metið í Smáljenum 1354 á hálfa