Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 81
81
segir svo: »Ok er sumar kom, þá lýsti Egill yfer
því, at hann ætlar at búa skip sitt til brotfarar
vm sumarit. Tók hann þá háseta. Hann ætlar þá
at sigla til Englandz .... Egill ætlaði þá at fara
á fund Aðalsteins konungs ok vitja heita þeira, er
hann hafði heitið Agli at skilnaði þeira. Egill varð
ecki snembúinn, ok er hann lét í haf, þá byrjaði
helldr seint. Tók at hausta ok stærði veðrin«, o. s.
frv. Hjer er með skýrum orðum sagt, að Egillhafi
ætlað beinleiðis til Englands, en eigi til Norvegs,
enda eru næsta iítil líkindi til, að honum hafi þótt
vænlegt, að leita þá til Norvegs, eins og hann skild-
ist þar við fáum árum áður, drepið Rögnvald, son
Eiríks konungs blóðaxar, reist upp niðstöng og snú-
ið níðinu á hönd Eirlki konungi og Gunnhildi drottn-
ingu, o. s. frv. (kapít. 57 i útg. 1886—88). Það var
heldur eigi skaplyndi Egils, að líklegt væri, að hann
mundi fara að lægja sig fyrir konungi og drottn-
ingu, enda þekkti hann þau of vel til þess, að hann
gæti ímyndað sjer, að hann mundi sæta nokkurri
vægð eða ná nokkurri sætt af þeim. Sagan segir
líka beint, að hann vildi eigi koma við í Orkneyj-
um sökum þess, að hann ætlaði, að ríki Eiriks kon-
ungs stæði allt yfir í eyjunum, sem þá voru skatt-
skyldar Noregskonungum, og svo hafi hann siglt
suður með Skotlandi og Englandi, unz hann hleypti
á land upp til skipbrots skammt f'rá Jórvík. En er
hann frjetti, að Eiríkur konungur rjeð þar fyrir, sá
hann sjer þann kostinn vænstan, að leita til Arin-
bjarnar vinar sins, sem þá var með konungi í Jór-
vík; hefur hann þótzt vita, sem raun og gaf vitni,
að gæti Arinbjörn eigi hjálpað sjer úr þeim háska,
sem hann þá var staddur i, væri sjer engin von
undankomu. Þessa sögn sögunnar vill prófasturinn
6