Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 168
Ifi8
Þorskfiski var og allmikið stunduð við strendur Is-
lands frá landnámstíð, en mikið af fiski þaðan var
án efa flutt til Noregs. A 14. öld urðu Islandsförin
að gjalda tíund í Noregi af skreið, lýsi, vaðmáli og
brennisteini1. Ekki hafa þó flskiveiðar þessar haft
mjög mikla þýð.ngu fyrir Noreg. En þá er Englend-
ingar tóku að sigla þangað í byrjun 15. aldar fóru
þær fyrst að fá þýðingu fyrir Norðurálf'umarkaðinn.
Allt frá ómunatíð hafa Norðurlandabúar kuun-
að að vindþurka þorskinn, svo hann yrði hæfur til
geymslu og útflutnings. A þetta bendir nafnið sjálft.
þorskur, sem upphaflega þýðir, »þurkaður fiskur®2.
Ekki síðar en á síðari hluta hinnar 9. aldarer
svo sagt frá, að Þórólfur Kveldúlfsson hafi sentskip
til Englands hlaðið skreið, og átti að kaupa hveiti
og klæði í staðinn. Fiskiveiðar Noregs fá þó ekki
verulega þýðingu fyrir Noreg sjálfan nje Evrópu
yfir höfuð fyr en bærinn Björgvin er kominn á fót.
Þangað var sendur allur harðfiskurinn úr Vogumog
geymdur þar unz hann var seldur út um heim, og
segir óþekktur höfundur, er hefir ritað um kross-
ferðir Dana til landsins helga, svo frá, að þar hafi
verið saman kominn svo mikil gnægð harðfiskjar —
1) D. N. II. no. 235 (1340) og N. G. L. 111. bls. 215
(1383).
2) íslenzka orðiö þorskur (þyzku Dor*ch) er i frumskild-
leika við rússneska orðið Treská »harðfiskur« og eru orð
þessi komin af rótinni ters- »að þurka« (»Iwdof/< rmani >che
For*chungen<t, útg. af Brugmann og Stretlberg, V, bls. 72.
(í frumriti ritgjörðar þeirrar, sem lijer er þydd, er umþorsk-
inn optast notað orðið »skreið«, af að »skriða«, af göngu
fiskjarins. Nú mun »skreið« í íslenzku einkum þýða hertur
fiskur, en ekki þorskur yfir höfuð, sbr. »skreiðaferð« »skreiða-
baggi. »skreiðarhlaði« o. s. frv.« pýð.)