Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 94
94
Landnáma (1. p., 12. k. 43. bls.), að þeir hafi fengið
útivist harða og hafvillur og »vóru komnir vestr um
landit«, er þeir sáu first land'. Aftur á móti er
»aw.str« haft um stefnuna frá íslandi til Norðurálfunn-
ar t. d. i Grettis s. (Khöfn 1853)35.—36. bls.: »Berr
þá nú auntr i haf« og í Skíðarímu 54. erindi segir
svo um þá Þór og Skíða:
Austr af Horni ok út á haf
álpuðu þeir frá landi.
Noreg frá ek þeir næði at
nærri Þrándheims sandi.
Mest er þó að marka hin fornu lög vor, því að þau
eru svo vönduð og nákvæm að orðfæri, sem mest
má verða. í Grágás, Konungsbók I, 142. bls. stend-
ur, að búar sjeu ekki skildir að bera um nein þau
mál, »er erlendis hafa gerz eða fyrir austan mitthaf,
þótt hér sé sótt«, og allvíða kemur það firir í Grá-
gás, að» »auslr« er haft alveg í sömu merkingu og
»erlendis«., um það sem gerist einhversstaðar íNorð-
urálfunni, hvort sem það nú er á meginlandi henn-
ar eða »firir vestan haf«. Vilhjálmur Finsen hefur
bent á þetta í orðasafni sínu úr Grágás undir orðinu
austr og fært til mörg dæmÞ. Sjertaklega leifi jeg
mjer að benda á einn stað, sem sínir það ljóslega,
að »austr« bindur í sjer eigi að eins meginland Norð-
urálfunnar, heldur og Bretland hið mikla og eijarn-
ar þar í kring. í Staðarhólsbók 372. gr. 388. bls.
1) Sbr. einnig Egils s. F. J. 70. bls. Rvk, 44. bls.: »Hængr
sigldi vestr í haf ok leitaði Islands«. Landn. III. p., 2. k. 173
bls., og II. p., 14. k. 104. bls. (um Grunnbjörn): »hann rak vestr
um ísland«.
2) Gfrágás, Skálholtsbók & c., Kh. 1883, 587. bls. Sbr. Konr.
Gíslason Njála II, 886.—887. bls. Auk þeirra dæma, sem Finsen
telur, má benda á Gfrág. Konungsb. I, 94. bls.