Umferð - 01.07.1958, Side 3

Umferð - 01.07.1958, Side 3
UMFERÐ 3 Srifhletfur Öll þjóðin þekkir til ævi og ævi- starfs Brynleifs Tobiassonar, mennta- skólakennara. Hann duldist ekki. Hann setti ekki ljósið undir mæliker. Af ævistarfi sínu var hann kunnur, ekki aðeins hérlendis, heldur og víða um lönd, og hvar sem hann fór innanlands eða utan, vakti persónuleiki hans, virðuleg og prúðmannleg framkoma athygli. Hann var á erlendum vett- vangi hinn bezti landkynnir og full- trúi þjóðar sinnar. Innanlands fengu þúsundir ungmenna, hvaðanæva af landinu, mjög náin kynni af þessum röggsama, skyldurækna, mjargfróða, virðulega og hjartahlýja kennara og leiðbeinanda. Hann hafði aflað sér, ekki aðeins staðgóðrar þekkingar, heldur og þeirrar vizku, sem er að ofan og traustasti grundvöllur- inn undir farsælt líf. Hann gat því miðlað öðrum bæði fróðleik og hygg- indum. Hann hafði lagt á sig bratt- gönguna miklu, hina ógurlegu andans- leið upp á sigurhæðir, til þess að sækja heilagan eld og bjart blys í guðahend- ur, svo að hann gæti yljað ungum hjörtum og lýst þeim á braut. Brynleifur Tobiasson fæddist að Geldingaholti í Skagafirði 20. apríl 1890. Varð búfræðingur frá Hólaskóla 1907. Tók kennarapróf í Reykjavik 1909. Var barnakennari í Skagafirði 1909—14. Lauk stúdentsprófi í Reykja- vík 1918, og það ár varð hann kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, síðar Menntaskóla Akureyrar og var það fram til ársins 1952. Veturinn 1922—23 var hann þó við háskólanám í Dan- mörku og Þýzkalandi. Um áratuga- skeið gengdi hann ýmsum trúnaðar- störfum á Akureyri, var m. a. forseti bæjarstjórnar, amtsbókavörður, sókn- arnefndarmaður, ritstjóri íslendings o. fl., en langsamlega veigamesti þátt- ydfíaMch urinn i öllu félagsmálastarfi hans var bindindisstarfið. Þvi vann hann á ýmsa lund af lífi og sál um 50 ára skeið. 13. febrúar 1912 gerðist hann sem ungur maður félagi stúkunnar Gleym mér eigl á Sauðárkróki og vígð- ist þá hugsjón Reglunnar, er var hon- um eftir það heilagt mál. Slíku málefni er lika góðum manni auðvelt að helga sig, því að hugsjón góðtemplararegl- unnar er fagurt og heilbrigt manniíf í algáðu mannfélagi og bræðralag allra þjóða. Um hartnær 50 ár var Brynleif- ur í fremstu sóknarlínu bindindis- manna á Islandi, gengdi ýmsum em- bættum í Reglunni og var tvívegis stórtemplar. Hann skráði sögu bind- indishreyfingarinnar á íslandi, merk- asta heimildarritið, er við nú eigum um hana, og margt og mikið annað ritaði Brynleifur um þau mál fyrr og siðar, og fróðastur allara hérlendra manna var hann um bindindishreyf- inguna yfirleitt, innanlands og utan. Þegar áfengisvarnai’áðið var stofn- að 1954 varð Brynleifur formaður þess og áfengisvarnaráðunautur ríkisins. Gekk hann þá að verki með sinni venjulegu og frábæru skyldurækni, starfselju og dugnaði að byggja upp stai’fsemi þessarar nýju stofnunar, og var það meira verk en margan grun- ar. Upphafsmann að lögum um áfeng- isvarnanefndir landsins má sjálfsagt telja Friðrik Ásmundsson Brekkan og vann hann fyrstur manna að þvi skipu- lagi áfegismála um árabil, en svo kom hálfdautt timabil á milli þess, er hann gat sinnt því og þar til er Brynleifur tók við og var það því mikið verk að hafa samband við menn um allt land, vekja til starfa þær nefndir, sem til voru og fjölga þeim, unz þær voru í næstum ölium eða öllum hreppum landsins. Hann fékk til ferðalaga við 1 þetta starf dugandi menn, er fóru um landið og skipulögðu starf nefndanna sem bezt. Stofnuð voru i sumum sýsl- um félög áfengisvarnanefnda, og reglugerðir um héraðalögreglu feng- ust staðfestar af ríkisstjórninni. Á sama tíma sem Brynleifur vann að þessu af miklum áhuga og skyldu- rækni var hann einnig stórtemplar um tveggja ára skeið, ferðaðist töluvert til útlanda og sat þar ýms bindindis- málaþing, og ferðaðist einnig allmikið innanlands. 1 eðli sínu og starfi sam- einaði Brynleifur tvennt, sem teljast mætti eins konar arfur frá hans svip- mikla og fagra fæðingarhéi’aði: festu þá, er fjöllin túlka og víðsýni í sam- ræmi við viðlendi Skagafjarðar. Hann vildi ekki hafa neitt í lausum reipum, en var samt frjálslyndur og viðsýnn. Þess vegna fagnaði hann hverjum nýj- um samtökum manna, er efla vildu bindindi og menningu. Þegar Bindindisfélag ökumanna varð til, studdi Bi’ynleifur það með ráðum og dáð, og þar var hann heið- ursfélagi. Hann skildi vel, að þar var í uppsiglingu félag, sem skyldi þörf tímans og hvar vænlegt mundi til fylgis um bindindismálið. Þetta er öld hinna vélknúnu farartækja, sem valda nú meira manntjóni í heiminum en mannskæðustu styrjaldir. Slíkum farartækjum mega aðeis algáðir menn stjórna. Bindindi verður því einn sterk- asti liðurinn í bættri umferðarmenn- ingu. Þetta skildi Brynleifur auðvitað vel og slika starfsemi vildi hann styðja

x

Umferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.