Alþýðublaðið - 07.01.1964, Side 2

Alþýðublaðið - 07.01.1964, Side 2
TRitstjórar: Gylfi Gröndal (áb. og Benedikt Gröndal — Fréttastjóri: j Árni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Sfmar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Re.vkjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — í lausasölu lcr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn, VIÐSKIPT AFRELSIÐ j- TVÆR FREGNIR um olíuviðskipti vöktu i i.'nokkra athygli í isíðastliðmni viku. Var önnur sú, ; ■ -að öll þrju öl'íufélögin hefðu igert sama boð, þegar !Reykj avíkurbser bauð út olíuviðskiptln, og hin , ;tá þá lund, að sömu olíufélög hefðu öll sameiginlega ; tsagt upp samningum sínum við ríkið. í Af þessu er ljóst, að Shell, BP og Olíufélagið , hafa gert með sér samkcmulag um olíuverð. Þar ' er ekki um samkeppni að ræða. j ÍSlenzkir olíu- eða benzínnotendur standa því j andspænis auglj ósri staðreynd. Þeir iverða að kaupa 'þessa vöru af einum verðhring, sem myndaður hef i ur verlð af þrem íslenzkum félögum, sem hafa náin tengsl við ivestræna olíuhringa, en selja rússnesk- j; ar olíuvörur. Aðeins eitt hindrar, að félögin geti sjálf ákveð ið allt benzín- og olíuverð í landinu. Það er verð- tagseftirlitið, en sem kunnugt er berjast Sjálfstæð- isflokkurinn og Fx-amsóknarfloklcurinn fyrir af- námi þess og kommúnistar sýna því lítinn áhuga. Löggjöf um einokunaraðstöðu eða verðmynd- j ‘un hefur lengi verið til í Bandarílcjunum, þar sem j reynsla manna af stórfyrirtækjum er mikil. Ný- ; ’lega komst upp, að nokkur fyrirtæki, sem fram- ileiða rafmagnsvörur hefðu borið saman ráð sín um tilboð, þegar orkuver voru boðin út, og ákveð- | dð hvað bjóðá skyldi. Þetta ivarð istórhneyksli og háttsettilr fram- ; íkvæmdastjórar hjá Westinghouse, General Elec- tric og fleiri slíkum fyrirtækjum voru settir í fang elsi. Svo alvarlegum augum ivar litið á brot þeirra, en að auki greiddu félögin stórfelldar skaðabætur. Engin slík löggjöf er til á Íslandi, þótt ungur Alþýðuflokksþingmaður hafi árum saman bent á iþörf fyrir hana. Þess vegna er ekkert við því að seSJa, þótt olíufélögin beri saman ráð sín um það, ihvað þau eigi að bjóða, þegar Reykjavíkurborg býð ur út olíuviðskipti. Þetta vírðist vera talið eðlilegt, og stærstu flokkar landsins berjast meira að segja gegn einu aðstöðu þjóðarinnar til að fylgjast með, verð lagseft irl itinu. Viðskiptafrelsi er ein þeirra hugsjóna, sem hæst eru á lofti með þjóðinni þessi árin. Er það gott og blessað, enda á hið sanna frelsi í viðskiptum að vera neytendum til góðs. Gallinn er sá, að þeir sem mest tala um þctta frelsi, eru oft áf jáðastir í að nota það til að gera samkomulag á bak við tjöldin til að tryggja, að samkeppnin verði ekki of mikil — oft að hún verði ekki nema nafnið eitt! Vér óskum að ráöa íslenzkar stúlkur, sem flugfreyjur til starfa áflugleiðum utan U.S.A. Fyrstu 6 mánuöina eru launin kr,-1 3. 000. 00 á mánuði, síðar geta þau orðið kr. 26. 000. 00. Einungis ógiftar stúlkur koma til greina og verða þær. að uppfýlla eftirfarándi lagmarksskilyrði: Aldur : 21-27 ára, Hæð : 158-173 cm Þyngd : 50-63 kg. Menntun : Gagíifræða þrof eða önnur hliðstæð ménntun. Goð kunnátta í ensku ásamt einu pðr u erlendu tungumáli ér nauðsynleg. Þær stúlkur, semtil^reina koma,verða að sækja 5 vikna namskeið, ser að kostnaðarlausu, í aðalstöðvum félagsins í New York, áðu’r en endanleg ráðning á sér stað. Skriflegar umsóknir berist. skrifstófu Pan American, Háfnarstr. l9 Reykjavík fyrir 7. jan. 1964. Umsækjendur komi til viðtals x Hotel Sögu, miðvikudaginn 8. janúar kl. 10.00 - 17.00. A.IVIE RrCA^T I I I I R I I 1 ■ I I i I I 1 I I I 1 K I 1 I I ma^i amiiimiiiiMiiiiinmiiiiimmtiHHmmiMunminiuiiiiiiiiiiiiiimimmmiiiiiiniiimmniiiiiiiiiiiniiiiiiiitiiiiiiiima i + Hart í bak eftir Jökul. _ | -k Vinsælasta íslenzka leikritiff í áratugi. § ★ Hvaff veldur vinsældum þess? Nokkrar hugieiffin&ar um þaff. llllllllllllfllllllllllllllllllllllMlllllllMlfllHptflllllllllllllMllllllÍMIIIIIIIIIMIIIIMMIMIIIMIIHIIIimillimmMIMimMMtmHB ÉG HEF EKKI haft tækifæri til þess að sjá Hart í bak, leikrit Jökuls Jakobssonar fyrr en á sunn udagskvöldið er var. Ég hafði heyrt mikið um það talað og helzt hafði mér skilizt svo, að þetta væri gamanleikrit. Hins vegar hafði ég lesið leikdómana í sinni tíð og skilizt á þeim að þarna væri á ferðinni dramatískt leiltrit. Ég var ekki í neinum vafa eftir að ég liafði séð leikritið til enda- ÞAÐ ER ALLS EKKI venjulegt að aðsókn að leiksýningum fari eft ir dómum leikdómenda. Það hefur ekki afgerandi áhrif á aðsókn að leikriti hvað leikdómendur segja um það. Ef þeir, sem liafa séð það mæla ekki með bví í samtölum við kunningjana, heldur þvert á móti, þá mun það ekki fá góða að;ókn. Þetta á raunar við um margt fleira, þar á meðal bækur. ÞETTA LEIKRIT fékk þegar í upphafi góða dóma. Þó sætti það gagnrýni, en almenningur hefur kveðið upp sinn dóm — og liann er lofsamlegri en dómur hans um nær öll önnur íslenzk leikrit hinna síðari ára. Nú er búið að sýna þetta leikrit á annað ár og enn var það sýnt fyrir fullu húsi 5 funnu- dagskvöld. ÁUUR EN ’ÉG FÓR á sýninguna spurði ég vin minn, hvort liann gæti sagt mér hvað það væri í þessu leikriti, sem væri þess vald- andi, að allur almenningur tæki því svo vel sem raun væri á, en hann sagðist ekki geta gert sér það að fullu Ijóst. Það lilýtur eitt hvað það að vera í því, sem hitt- ir mark, sagði ég-“ ÉG ER NÚ EKKI í nokkrum vafa um, hvað það er, sem veldur vinsældum þess. Það er í fyrsta lagi mjög vel gert frá hendi liöf- undarins og sett á svið af hálfu leikstjóra. Það er raunhæft, en vekur samt sína drauma. Það hef- ur boðskap að flytja, sterkan og tímabæran boðskap. Það flytur manni tíðindi úr fortíðinni, stend ur föstum fótum í nútíðinni, en bendir sannariega um leið til fram tíðarinnar. ÞAÐ NOTAR TUNGUTAK, sem alþýða manna skilur til fullnustu og atvik og atburðir eru teknir úr daglegu lífi hennar sjálfrar með margbreytilegum blæbrigðum. Loks er það ofið minnisstæðum at- burðum, vandamálum líðandí stundar, tilgerðarlansum skáld- legum setningum, sem hitta í mark og verða manni minnisstæðar: Bærinn er lítill, en liann verður nokkuð stór þegar hann hlær“. Háðið brennur á bakinu og mann svíður undan liæðnishlátrunum. ÉG EFAST UM að við eigum betur smíðað leikrit- Hitt er alit annað mál, aö önnur leikrit, — og þó ekki mörg, flytja manni stór- brotnari örlög og vofeiflegri, og ræði ég það ekki nánar. Jökull Jakobsson verður með þessu leik- riti bezta leikritaskáld okkar. þetta er sannarlega ekki gaman- leikur, he'dur dramatískur, stór- brotinn leikur. | Hannes á horninu. 2 7. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.