Alþýðublaðið - 07.01.1964, Side 3
Páll páfi kominn heim
úr pílagrímsför sinni
AMMAN og ROM G.l (NTB-
Reuter). Páll páfi kom i dag heim
úr hinni sögulegu ferð sinni til
Gyðingalands, ferð, sem ásamt
mörgu öðru leiddi til hins merka
fundar páfans og yfirmanns grísk
kaþólsku kirkjunnar, Athenagor-
as patríarka. Flugvél páfa lenti á
Rómarflugvelli eftir að dimmt var
orðið og tekið að kólna en páfl
stóð í bifreið sinni og heilsaði
þeim tugþúsundum áhorfenda er
komið höfðu til að hylla hann og
sjá.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
HEIMSOKN TIL NOREGS
Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- og
menntamálaráðherra fer til NÓr-
egs hinn 15. janúar að því er segir
í fréttatilkynningu frá „Norsk-
Islandsk Samband“ í Osló. Mun
liann dvelja þar í tíu daga og
strax fyrsta daginn hef jast umræð-
ur um menningarsamskipti ís-
lands og Noregs.
Næsta dag mun ráðherrann
lialda fyrirlestur við liina nýju
Stráðu sandi á
verstu kaflana
Akureyri 6. jan. — GS ÁG
Áætlunarbifreið frá Reykjavík
kom ekki hingað fyrr en kl. 3 í
nótt, og var þá orðin langt á eftir
áætlun. Hafði hún lent í miklum
erfiðleikum á Öxnadalslieiði þar
sem vegurinn er nú allur einn
svellbunki. Varð vörubifreið hlað-
in sandi að fara á undan áætlunar-
bílnum til að strá sandinum yfir
verstu kaflana.
þjóðfræðideild háskólans í Osló,
og verður hann fyrsti gesturinn,
sem heldur fyrirlestur í þessari
nýju deild. Fjallar fyrirlesturinn
um nútíma verðbólguvandamál
með tilliti til ástandsins á íslandi
í dag.
Síðan mun ráðherrann kynna
sér áætlanirnar um framtíðarþró-
un háskólans og ræða við for-
stöðumenn hans- Einnig mun
hann ræða við fulltrúa frá kirkju
málaráðuneytinu. Á föstudaginn
heldur hann opinberan fyrirlest-
ur í gamla hátíðarsal háskólans
um framtíðarvandamál íslands.
Ráðherrann mun einnig opna
íslenzku bókasýninguna, sem hefst
á laugardag. Þegar hann hefur
lokið viðræðum við norska ráð-
herra, liggur leiðin til Bergen, en
þar mun hann flytja fyrirlestur
við Verzlunarháskóla Noregs og
ræða hárkóla- og fræðslumál við
forráðamenn liáskólans.
— Ráðherrann hefur sagt að
hann ætli að nota heimsóknina
til þess að kynna sér ýtarlega
menntamál í Noregi og við höfum
tekið hann á orðinu og gert fyrir
hann mjög stranga áætlun, sagði
formaður Norsk-íslenzka félagsins
Tonnes Andenæs.
Brottför páfa frá Amman var
mjög viðhafnarmikil og skiptust
þeir á gjöfum Páll páfi og Huss-
ein konungur Jórdaníu en feiki-
mikiil mannssöfnuður var þar sam
ankominn. Skömmu áður en vélin
hóf sig á loft var olívugrein flutt
um borð í hana. Flugvélin hóf sig
ekki til flugs fyrr en 50 mín. of
seint, flaug þá í stórum kveðju-
hring yfir höfuðborginni og hélt
síðan heim á leið í fylgd 12 jórd-
anskra orrustuþota er snéru við
við landamæri Jórdaníu-
Fyrr í gær flutti páfi messu í
Fæðingarkirkjunni í Betlehem og
í ræðu sinni hvatti hann mjög til
vinnu fyrir einingu kristinna
manna. Hann hvatti kaþólsku kirkj
una til að standa þétt saman, og
allar aðrar kirkjur til að snúa bök
um saman og heiminn hvatti hann
til að snúa sér að kristindómin-
um og skilja verkefni hans. Mú-
hammeðsmenn og Gyðinga hvatti
| hann til að móttaka með gleði boð
skap kirkjunnar um frið og rétt-
læti.
Er páfi kom til Rómar var hon
um fagnað af Segni forseta Ítalíu
og ríkisstjórninni. Fagnaði forset
inn honum með ræðu og kvað
pílagrímsferðina sögulega hina
þýðingarmestu og lofa kirkjunni
hinum mesta framgangi. í svar-
ræðu sinni sagði páfinn að hann
kæmi heim með ógleymanlegar
minningar og fullur geðshræring-
ar. Hann hefði fariö í pílagríms-
ferð til þess að mæta Kristi og
verkum lians. Og nú er hann setti
fætur sínar að nýju á ítalska jörð
gæti hann sagt að ferðin hefði
heppnast vel. Hann sagði frá þeim
stöðum er hann hafði heimsótt og
sagði: Aðeins Jesús er frelsi, orð
hans er sannleiki og ást, í hans
orðum eru svörin við öllu því ó-
vænta og óvissa er í mannkind-
inni opinberast- í hans vilja, sem
móttekinn er mótþróalaust, ligg-
ur leiðin til friðar í heiminum,
sagði páfi að lokum.
Óspektir í
Hafnarfirði
Reykjavík, 6. jan. - KG
í KVÖLD voru mikil skríls-
læti í unglingum í Hafnar-
firði. Söfnuðust unglingarn-
ir saman I miðbænum, fóru
um með hrópum og köllum,
báru tunnur og drasl út á
göturnar, klifruðu upp um
Sþ-eftirlitsnefnd
fer til Kýpur
Myndirnar eru teknar af óspektimum á Strandgötu. Þegar ungling-
arnir urðu varir við ijósmyndara blaðsins, hugðust þeir gera aðsúg að
bílnum, sem hann var í (Myndir: J. V.)
NICOSIA 6.1 (NTB-Reuter).
Lögreglan í hinum tyrkneska bæj
arliluta hér handtók í dag þr^<
póstmenn úr hinum griska bæjar-
hluta, er þeir komu á aðalpóst-
húsið til að sækia frímerki. Starfs
mennirnir komu til pósthússins:
undir sterkri brezkri lögreglu-
vernd og voru handteknir er þeir
ætluðu inn í pósthúsið. Þeir voru
látnir lausir þrem tímum síðar.
Ekki hefur verið tilkynnt uin aðra
atburði af alvarlegra tagiau á
Kýpur í dag.
Málsvari Makariosar erkibisk-
ups og forseta skýrði frá því í dag
að hann hefði þegið boð um að Sþ
sendu eftirlitsmann til Kýpur.
Verður U Thant tilkynnt um á-
kvörðun þessa í London segja á-
byrgir aðilar að vonast sé til
þess að eftir viku til tíu daga verði
komin í gang ráðstefna um Kýpur
málið- Bezka stjórnin hefur sam-
band við grísku og tyrknesku
ríkisstjórnirnar um framvindu
málsins og ennfremur við full-
trúa þjóðarbrotanna tveggja á
Kýpur. Áætlað er að ráðstefnan
fari fram í London. í Ankara er
sagt að búizt sé við að hún hefjist
þann 13. janúar. Ismet Inönu for-
sætisráðherra Tyrklands sendi i
dag skeyti til foþsætisráðheijra
allra Þjóða þar sem segir að morð-
in á Tyrkjum á Kýpur hafi sett
í gang keðju atburða og tilgang-
urinn sé að eyða með öllu tyrkn-
eska minnihlutanum. Hann óskar
þess að á laggirnar verði sett
hlutlaus nefnd er fannsaki at-
þurðina á Kýpur. Það er ríkis-
stjórn Makariosar sem völd er
að hinu hryggilega ástandi á
eynni, segir ráðherrann. Tyrkn-
eski utanríkisráðherrann Moyin
sagði í þinginu í dag að Tyrkir
myndu ekki taka þátt í Lundúna
ráðstefnunni til þess að bregða
þerripappír á áætlanir Makarios
ar erkibiskups.
húsveggi, réðust á bíla og
gerðu ýmsan óskunda.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni í Hafnarfirði
hófust læti þessi á níunda
tímanum. Ekki var neitt sér-
stakt tilefni til óláta þessara
að því að séð var. Taldi lög-
reglan, að unglingar þessir
væru á aldrinum 9-16 ára og
jafnvel einhverjir eldri.
Ekki var liér um drykkju-
læti að ræða en þó munu ein
hverjir hafa verið undir á-
hrifum áfengis.
Mál þessara órósömu ung-
linga er ákaflega vandmeð-
farið fyrir lögregluna, því að
ekki má setja þá inn, þar sem
flestir eru undir lögaldri.
Ekki er heldur hægt að keyra
þá heim, vegna þess hve lög-
reglan er fámenn og hætta
á að stórspjöll væru unnin
á meðan lögreglan er eklú
nálæg.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar tók unglinga-
múgurinn allskonar drasl,
tunnur og yfirleitt allt laus-
legt og bar það út á götu,
ýttu mannlausum bílum um
göturnar, klifruðu upp uni
húsveggi og sáu yfirlcitt ekk-
ert það í friði, sem þeir réð'u
við
Ekki er vitað um neinar
stórskemmdir, en ekki eru
ennþá öll kurl komin til graf
ar.
Nokkrir unglinganna voru
keyrðir heim og foreldrarnir
látnir sækja nokkra.
IHMMUtMUMMUMtMMMHtt
ALÞÝÐUBLAÐIO
7. jan. 1964 3