Alþýðublaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 1
mwwwww*%w*M*wttM4*MWW%*vm %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%ww%%%%w%%%%%%%%%%%%%<
AF EFNI BLAÐSINS í DAG MÁ NEFNA: Indlandspilstil
frá Sigrvalda Hjálmarssyni fblaðsíðu 3), Ber að hækka ferm-
ingaraldurinn? eftir séra Jakob Jónsson (blaðsíðu 5), Sagt frá
útkomu nýs Áfangra (blaðsíðu 5), Um helgrina: Stöðvar alþingi
ráðhúsið? (blaðsíðu 7), Minkurinn færir þeim milljónir, rætt
við Svein Einarsson veiðistjóra (opnan). Glugrginn er á sinum
stað (blaðsíðu 6) fleytifullur af léttu efni til skemmtunar og
fróðleiks, Kankvísa um ráðhúsið í Dagbókinni og ótalmargt
fleira. — Auk þess fylgir Sunnudagsblaðið með viðtali við Guð
mund Guðjónsson óperusöngvara, ungverskri smáSögu eftir
Elek Benedik, ævintýri eftir Jóhann Hjaltason og fleiru.
ttir
sl
Éll ilaui ri fyri ir h 4 ijón
verða kr. 43420
S Reykjavík, 18. jan. - EG
EINS og skýrt hefur verið frá liér
í blaðinu, hefur ríkisstjórnin lagt
ftam á Alþingi frumvarp um 15%
Jiækkun bóta almannatrygginga.
Er hækkunin tii samræmis við
launahækkanirnar, sem urðu í des-
ember, og samkvæmt yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar, er bæturnar
voru síðast hækkaðar nú fyrir jól-
íú.
Samkvæmt þessari ráðgerðu
liækkun verð'ur nú fullur elli- og
örorkulífeyrir einstaklings kr.
24.122 á ári eða 2010 krónur á
rtiánuði, áður en síðasta hækkun
kom til framkvæmda var lífeyrir-
- .*_________
STÓRSLYS
fyrír ofan
Lögberg
SJÁ BAKSÍÐU
J inn kr. 18.240 á ári, eða kr. 1.520
á mánuði.
Fullur elli og örorkustyrkur fyr-
ir hjón verður samkvæmt frum-
varp'nu kr. 43.420 eða kr. 3618 á
mánuði. Áður en síðasta hækkun
kom til framkvæmda var lífeyrir-
inn fyrir eitt ár kr. 32.832. Aðrar
bætur trygginganna, að fjölskyldu
bótum imdanþegnum hækka að
■ sömu tiltölu.
í lagafrumvarpinu, sem að fram
an getur, er Tryggingastofnun Rik
isins veitt heimild til að greiða þá
15% hækkun, sem hér um ræðir í
einu lagi með júlígreiðslum í ár.
Hér á eftir eru taldar þær hækk-
I anir, sem verða á öðrum helztu
bótagreiðslum trygginganna. Mið-
að er við greiðslumar eins og þær
voru áður en 15% hækkunin í des-
ember kom til framkvæmda: Barna
j lífeyrir til öryrkja, ekkna og ein-
stæðra mæðra var kr. 8.400 á ári,
en verður kr. 11.109,
Mæðralaun til einstæðra mæðra
með eitt bam voru kr. 1680 á ári,
en verða kr. 2.221. Til mæðra með
| tvö börn voru launin kr. 9.120 en
verða kr. 12.061. Til mæðra með
| 3 börn eða fleiri verða launin þau
Framh. á 4. stðu
Reykjavík, 18. jan. BG.
RÍKISSTJÓRNIN mun nú kynna sér vandlega niöurstöður fisk
veiðiráðstefnunnar í Lundúnum og fer eftir þeirri athugun, hvort
Island heldur áfram að taka þátt í ráðstefnunni, þegar fundir hefj-
ast að nýju 26. febrúar næstkomandi, sagði Guðmundur í. Guð-
mundsson utanríkisráðherra í viðtali við Alþýðublaðið í dag.
Guðmundur í. Guðmundsson
------------------~
MOSKVA 18.1 (NTB-Reuter).
Nikita Krútsjov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, lýsti því yfir í ræðo
í Kalinin í gærkvöldi, að Sové rík
in styddu þjóð Panama í baráttu
hennar fyrir þvi að losna undan
bandarískri kúgun. I
Ráðherrann sagði að íslenzka
ríkisstjórnin hefði tekið skýrt
fram fyrir ráðstefnuna, að hún
gerði fyrirvara um þátttöku sína.
íslendingar teldu sjálfsagt að
ræða um verzlun með sjávaraf-
urðir, en vildu alls ekki tengja
það mál fiskveiðiréttindum mcð
ströndum fram. Þessari afsiöðu
lýstu fulltrúar okkar einnig á
fyrsta fundj ráð^tefnunnar, og
hún hefur verið endurtekin, þegar
tilefni hefur gefizt til.
Fiskveiðilögsaga íslands er 12
mílur, hélt Guðmundur I. Guð-
mundsson áfram, og við erum
ekki til viðtals um neinar til-
slakanir eða tilhliðranir. Stefna
okkar var mörkuð með ályktun A1
þingis 1960 og stendur óhögguð
og til þess hefur verið vitnað á
ráðstefnurmi.
Guðmundur skýrði svo frá, að
eftir fyrsta hluta ráðstefnunnar
í desember hefði ríkisstjórnin at
hugað gang mála og rætt um,
hvort rétt væri að halda áfrani
þátttöku. Þar sem enn var ekki
byrjað að ræða sjálf fisksölumál-
in, þótti rétt að sækja fundina
áfram, enda var öllum Ijós af-
staða okkar til fiskveiðiréttinda,
• >
VIÐTAL VIÐ
HENRIK SV. BJÖRNSSON.
Þá hefur blaðið átt símaviðtal
við Henrik Sv. Björnsson ambassa
dor íslands í Lundúnum, sem ver
ið hefur formaður íslenzku sendi
nefndarinnar á ráðstefnunni.
Hann skýrði svo frá, að flest
ríkin á ráðstefnunn; hefðu fallizt
á samkomulag um að mæla með
12 mílna fiskveiðiiögsögu, þc þann
ig að á ytri sex mílunum hefðu að
ilarríki hefðbundinn veiðirétt um
ótakmarkaðan tíma. Gildistími
þessa samkomulags á að verða
20 ár.
Ambassadorinn sagði, að þetta
væri að sjálfsögðu fyrst og
Framhald á 2. síðu.
■ \ \\
Svona hækka tryggingarnar:
Zanzibar stofnað
Elli- og örorkulaun:
Einstaklingar ............
Hjón .....................
Barnalífeyrir (til örykja, elckna
og einstæðra mæðra) . ...
Mæðralaun (3 eða fleiri börn) . .
Fæðingarstyrkur ..............
Fyrir 1. júlí Launin sem
sl. ár. nú verða .
18.270 kr. 24.122 kr. ;
32.832 kr. 43.420 kr. -
8.400 kr. 11.109 kr.
18.240 kr. 24.122 kr.
4.000 kr. 5.290 kr.
(Óráðið er, hveriíer unnt verður að hefja greiðslur á hærri bótunum, en þær eiga- að gilda
frá 1. janúar s. 1.).
V
«%v%%%%%%%wv%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%<
ZANZIBAR 18.1 (NTB-Reuter).
Litla eyríkið Zanzibar í Austur-
Afríku hefur verið skírt „Alþýðu-
lýðveldið Zanzibar”, að sögn for-
mæl'enda byltingarstjórnarinnar í
morgun. Formælandi bar (11 baka
frétt þá, sem höfð var eftir út-
varpinu í Zanzibar, að John Ok-
ello „marskálkur" hefði tekið við
forsetaembættinu af Abeid Kar-
ume.
Karume er ennþá leiðtogi ríkis-
ins. Á því leikur enginn vafi,
sagði formælandinn.
Kinverska alþýðulýðveldið og
Sovétríkin hafa bæði viðurkennt
byltingarstjórnina og auk þess
Austur-Þýzkaland, Júgóslavia og
Norður-Kórea.
Stjórnin í Tanganyika hét því
í gær, að senda 100 lögreglumenn
til Zansibar til að aðstoða hin
nýju yfirvöld á ki’yddeyjunni að
halda uppi lögum og reglu. Skýrt
var frá því í Dar-es-Salaam, að
fyrstu lögreglumennirnir sæmu
til Zanzibar þegar í nótt.