Alþýðublaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 13
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Seljiim næstu daga karlmannaföt og staka jakka í Sýnlngarskálanum Kirkiustræti 10. ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ GEFJUN - IÐUNN IÞROTTIR Framhaid af 11. síðu. * SKÓLINN OG IiNATTSPYRNAN Á meðan ég er í verzlunarskól- anum, er það mitt að ákveða, livort. ég hef ráð á að taka mér frí til leikja erlendis. Skólastjórinn, K. Jensen, sem er mjög vinsamlegur í minn garð, þegar ég bið um frí í einn eða fleiri daga, hefur þó greinilega tekið fram, að mér verði ekki hlíft við'prófin. Það ætti heldur ekki að vera nauðsynlegt, en ég reikna með, að ég stæði mig betur, ef ég léki ekki knattspyrnu. í hinar lengri ferðir hef ég náms- bækurnar ætíð meðferðis. Það, sem ég, fer á mis við í skólanum, er ríkulega bætt upp með þeirri reynslu, sem mér hlotnast erlend- is. — Hvað ætlar þú að gera að loknu námt? — Fyrst verð ég að fara í her- inn. í það fara 18 mánuðir. Ég rciknaði. með að fara í herinn 1. júlí. En þegar ég sótti um inn- göngu taldi ég, að landsliðið hefði enga möguleika að komast á Ol- ympíuleikana í Tokío, en eftir sig urinn yfir Rúmeníu, hafa mögu- leikarnir skyndilega aukizt. Ef landsliðið kemst til Tokio, býst ég við að fá frest á lierskyldunni til 1. nóvember. (Danir fara ekki til Tokyo — ath. Íþróttasíðunnar). ★ LANDSLEÐH) Á AÐ VERA VEL SAMÆFT. — Hvar liggur skýringin á því, að við höfum aftur eignast lands- lið, sem getur staðið knattspyrnu- flokkum stórþjóða á sporði? — Það gefur greinilega til kynna að liðið er vel samæft. Liðiö INDLAND Framhald af bls. 4 a.m.k- vilja þeir fá. að greiða sér og liafi þeir verið að rífast við kerlingu sína slétta þeir ur gremju hrukkunum á ásjónunni. Sams konar sparifata-liár- greiðslu-gervibrosa fígúruverk vilja þeir að blöðin séu, og ef blaðamaðurinn nefnir andskotann fullu nafni, þá segja þeir, að hann eiga bara eftir að venja sig af að blóta. En blaðamennska byggist á virð- ingu fyrir sannleikanum og rétti almennings til að íá að heyra sann leikann. Japanskar kvenblússur við Miklatorg var varla samæft þegar við byrjun ársins, töpuðum fyrir Ungverjum með 6—0. En þegar við sigruðum Rúmena, var landsliðið aftur á móti orðið samæft eins og félags- lið. Ég gleymi seint leiknum í Ung- verjalandi, og minningin um þá sneypuför er eins og martröð. Það var cins og að standa fastur í for- arleðju upp í háls meðan Ungverj arnir skeiðuðu um völlinn án nokk urrar fvrirhafnar. Það var hræði- legt. Ég skil lieldur ekki hvernig Es- bjerg gat tapað fyrir Einlhc ven í Hollandi með 7—1. Ég er sann- færður um, að við myndum ná okkur rækilega niðri á þeim, ef við mættum þeim núna. Árangurinn á árinu sýnir greini lega, að jafnvel sterkt áhuga- mannalið eða félagslið, sýnir ekki stöðuga getu yfir árið, af þeirri einföldu ástæðu, að leikmenn í slíku liði geta ekki eingöngu hugs- að um knattspyrnu, andstætt at- vinnumönnum og ríkisstyrktum á- hugamönnum. En það kemur fyrir, að við af- rckum mikið gegn hinum sterk- ustu knattspyrnuþjóðum af því, að gleði okkar yfir því að leika með landsliði er meiri, en þeirra manna, sem hafa knaítspyrnu að atvinnu. ★ i,KR 1.200.000,00 duga“ — Gætir þú hugsað þér að ger- ast atvinnumaður? — Já, og ég vona, að ég fái ein- hvern tíma gott tilboð. Ég legg ekki út á atvinnumannabrautina, nema ég fái 1.200.000 kr. fyrir tveggja ára samning. Úr þvi, að ég er einu sinni hyrj- aður að leika knattspyrnu, er bezt að reyna að ná eins langt og hægfc er. Ég held, að það sé mikill kost- ur, að ég hef leikið 10 landsleiki í röð, þó að ég sé aðeins 21. árs. Ég vil verða miklu betri, og ég veit að það heppnast. Að vísu háir það mér dálítið að ég skuli vera varn- arleikmaður, af því ég lief áhuga á að komast til Ítalíu, þar sem markheppnir sóknarleikmenn eru í hæstu verði. Ég trúi því þó enn- þá, að heppnin verði mér hlið- holl, ekki sízt eftir að dæmigerð- ir framverðir eins og Ivan Jensen, Axel Pilmark.og Fleming.Nielsen, hafa átt þar miklu láni að fagna. — Hvaða álit hefur unnusta þín á framtíðaráætlunum þínum? — Hún er þeirrar skoðunar, eins og ég, að maður eigi að fá eins mikið og mögulegt er út úr lífinu. Henni finnst, að ég eigi að leika knattspyrnu eins og mig lystir, og afstaða hennar mun ekki breytast, þegar við giftum okkur, en við munum gifta okkur strax og við fáum íbúð. Hún veit, að ég. lít á hvern einasta leik, hvort sem hann er þýðingarmikill eða ekki, sem mikið tilhlökkunarefni,. og knattspyrnugleðina mun hún aldr- ei eyðileggja fyrir mér. (Þýtt úr dönsku). ★ Hinn 16 ára gamli skólapilíur, lan O’Brian synti 200 m. bringu- sund á 1.07.6 mín. í Sydney, sem er aðeins 1/10 úr sek. lakari túni en heimsmet Bandaríkjamannsins, Jastremski. Millitimi O’Brian á 50 m. var 32.3 sek. greSSir Suæstu vexti af sparifé ySar ÚTIBÚ: HAFNARFtRÐI Strandgötu 28, sími 51260. A&RANESI Suðurgötu 36, sími 231 Samvinnubðnki íslands H.F. REYKJAVÍK, Baiikastræti 7. sími 20700 HAFNARFIRÐI, Strandgötu 28, sími 51260 AKRANESI, Suðurgötu 36, sími 231 Eiríks Einarssonar, fyrrverandi verkstjóra, Háteigsveg 15, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 21. þ. m. kl. 10,30 f. h. At- höfninni verður útvarpað. Þeini, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Sigríður Ólafsdóttir. ALÞÝ9UBLAÐIÐ — 19: janúar 1964 J,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.