Alþýðublaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 6
RÓMANTÍKIN ER EKKI
SVIPUR HJÁ SJÓN
Franska útlendingaherdeildin,
sem fyrir 133 árum síðan vann
Alsír úr liöndum Mára, hefur nú
orðið að yfirgefa það land.
Herdeildin, sem í fyrra stríðinu
varð nánast að þjóú agnafyrir-
bæri, hefur nú verið flutt í nýjar
æfingabúðir á Korsíku og í ná-
grenni Marseille og hinir hraustu
og ævintýraþyrstu dátar eyða nú
aðallega tímanum við vegalagn-
ingar og byggingastörf. Síðan
Frakkland tapaði nýlendum sín-
um hefur útlendingaherdeildin
misst upprunalegt gildi sitt. Nú
eru nokkur hundruð þeirra á varð
stöðvum í frönsku Pólynesfu og á
Madagáskar. Franska Sómalílan
er einnig varið af Útlendingaher-
deildinni. í Sahara og Mars-el-
Kebir í Alsír, sem Frakkar hafa ,
fengið yfirráðarétt yfir um fimmt- I
án árc skeið, eru einnig fáeinir
setuliðsflokkar. j
Eftir seinni heimsstyr.iöldina
barði-1 útlebdingaherdeildjin
hraust’ega í Indó-Kína, en til lítils •
gagns. Síðan var starfssvið hennar j
fyrst og fremst Alsír. Ekki leikur ,
neinn vafi á því, að mikill hluti I
“þeirra glæpaverka, sem framin
voru f Alsírstyrjöldinni, voru í
liöndum útlendingaherdeildarinn-
ar. hvort sem það var gert af fús-
um og frjálsum vilja eða fyrir
þvinganir.
Meðan frelsisbarátta Alsírbúa
Stóð yfir, var fjölgað mjög f útlend
ingaherdeildinni, sagt er til dæm- j
talið, að tveir þriðju hlutar her-
deildarinnar séu Þjóðverjar og
Austurríkismenn. Nálægt 2.000
eru Svisslendingar. Heildarmann-
aflinn er talinn vera um 20.000—
30.000. Nær verður ekki komizt
þar sem styrkleikinn er leyndar-
mál.
í Alsírstyrjöldinni kom það í
ljós, að útlendingaherdeildin get-
ur verið Frakklandi sjálfu hættu-
leg. Það er nefnilega unnt að nota
hana til þess að gera stjórnarbylt-
ingu. Þá var miög um það rætt að
leggja hana niður, en hermálaráð-
herrann hefur lýst því yfir, a3 það
verði ekki gert.
Sennilega eru þeir fæstir, sem
skráðst hafa i útlendingaherdeild-
ina af ævintýraþrá.
Frakkar hafa gert sér það að
reglu að skila heim til föðurhús-
anna unglingum yngri en 18 ára
ef eftir því hefur verið óskað. En
því hefur ekki verið að heilsa með
hina. Reglurnar segja svo fyrir,
að allir á aldrinum 18 ára til fer-
tugs geti fengið inngöngu í útlend
ingaherdeildina. Ekki er samt vafi,
að það, eins og svo margt annað,
heyrir til liðnum ftma.
Rómantíkin er ekki það, sem
hún var, ekki lieldur stríðsróman-
tíkin.
is, að meira en 100 ungverskir
flóttamenn, sem komu til Frakk-
lands eftir uppreisnina 1956, hafi
hafnað þar.
Útlendingaherdeildinni tók að
berast talsverður liðsauki eftir ár-
ið 1945, þá tóku nefnilega Þjóð-
.verjar að streyma í hana. Nú er
Snjall fim-
leikaflokkur
| Myndin er af ungverskum fim-
| leikaflokki, sem nefnist á ensku
| „Tbe seven Kukacs”. Þeir eru
| i hcimsókn í Skotlandi, sendir
| frá ríkisf.iölleikahúsinu í Búda
| pesf. Flokkurinn vekur geysi-
| brifningu og ekki aff ástæffu-
| iausu. Þarna eru tvö úr hópn-
| um aff ljúka heljarstökki, sem
| bau tóku þannig samtvinnuff
| af stökkbrettinu til vinstri.
| Stðkkinu ljúka þau síffan á öxl-
| um mannsins til hægri. Örlítil
mistök mundu valda limlesting
um og jafnvel dauða.
UI!!!!lltrillll!Í!llll!!;;;il!!!l!IIÍ!liiil!llllilll!!!3l!lll!llllllllllllllJl!ll|lillliillÍ!
DANIR VIUA ÁFEN6ISLAUSA UMFERÐ
í Danmörku eru starfandi sam-
tök, sem hafa aukið umferðarör-
yggi að stefnuskráratriði. Fyrir
nokkru héldu þau aðalfund sinn.
Á fundinum kom meðal annai-s
fram sú krafa, að öryggissólar yrðu
gerðar að skyldutæki í hverjum
bíl. Ekki sé vafi á, að slíkt mundi
draga mjög úr mannsköðum í um-
ferðarslysum.
En aðalkrafa samtaka þessara er
áfengislaus umferð. Þannig er
efnilega mál með vexti, að í Dan
•nörku eru ekki reglur, sem banna
akstur undir áhrifum áfengis. Þar
eru ekki sett nein fastákveðin
mörk fyrir áfengisinnihaldi blóðs-
ins.
Hans Hækkerup, dómsmálaráð-
herra, hefur fyrir sið á hverjum
áramótum að gefa yfirlit um stefnu
-áðuneytisins í umferðarmálum
næsta árið, og hann brá ekki vana
um þessi áramót. Á þessu
ári mun hámarkshraði farþegabif-
reiða verða hækkaður úr 60 í 70
kílómetra á klukkustund. Eftir 1.
apríl verður hafið skyldueftirlit
með flutningabifreiðum, sem
eldri eru en fimm ára. Dómsmála-
ráðherrann hreyfði einnig spurn-
ingunni uni almennar hraðataJt-
markanir án þess að taka ákveðna
afstöðu. Hann kvað beðið með ó-
þolinmæði eftir niðurstöðum um-
ferðarrannsóknarinnar, sem fram-
kvæmd var í sumar með tilliti til
árangursins af hraðatakmörkun-
inni, sem komið var á um tíma.
Þegar þessar niðurstöður liggja
fyrir, verður unnt að taka afstöðu
til þess, hvort rétt sé að taka upp
hraðatakmörkunartímabil.
BREINHOLST OG SKYRIÐ
Danska kímniskáldið, Willy
Breinholst, sem íslendingum
er að góðu kunnur, fær morg-
unmatinn sinn sendan heim í
pósti snemma á hverjum degi.
Og hann fær hann sendan alla
ieið frá mjólkurbúi í Vigen,
ingefjord.
Hér er um að ræða íslenzkt
skyr, en þetta mjólkurbú er hið
eina, sem framleiðir það í Dan
mörku. Breinholst lærði að
borða skyr, er hann dvaldist
hér á íslandi síðastliðið sumar,
og varð svo hrifinn af því, að
hann borðar það á hverjum
einasta morgni eins og fyrr er
sagt.
Nú fyrir skemmstu var verið
að mála eldhúsið hjá Brein-
holst og hóf málarinn vinnu
sina klukkan átta morgun
hvern. Hann veitti því eftir-
tekt, að Breinholst hellti ein-
hverju hvítu þykku efni úr
plastpoka og hrærði það út.
Hann furðaði sig æ meir á
þessu og loks gat liann ekki
orða bundizt og sagði:
— Segið þér mér, herra
Breinholst: Verðið þér ekki
veikur af að borða allt þetta'
spartsl?
I iirniiiiiHffliMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiKniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiMimHiiiiiiiiuiHiiiiiiiiniiHiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiuiitiiHuuttiiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiöiiMiinpHmjnHiiiiHHiikiimiiKuiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiinMiiM
Richard Burton og Taylor |
m Hér sjást þau saman á göngu,
H Elizabeth Taylor og Richard
S Burton, en eins og viff gátum
H hér fyrir noltkru, hafa þau á-
kveðiff aff ganga í hjónaband.
Richard er þegar skilinn viff
Sybil konu sína, og Eddie Fi-
sher, maður Lísu, hraðar sér
eftir föngum meff þeirra skiln- gf
að, aö sögn. Barniff, sem Bur- g
ton hefur á handleggnum, er ; j
Maria, yngsta dóttir Lísu.
6 19. janúar 1964 — ALÞÝÐUBLA0IÐ
jX.