Alþýðublaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1964, Blaðsíða 3
Indlandspistlar frá Sigvalda Hjálmarssyni Adyar, Madras 7. des- „Virðing fyrir sannleikanum og rétti almennings til að fá að heyra sannleikann er fyrsta skylda blaðamannsins.“ Þá hefur maður það. Þetta er nefnilega fyrsta grein- in í grundvallaryfirlýsingu Al- þjóða blaðamannasambandsins. Og hvernig sem það tekst, þá er starf blaðamannsins einmitt fólgið í því að upplýsa almenning um, hvað raunverulega er að gcr- ast- Allt hans amstur, asi og tauga- veiklun stendur í sambandi við það. Ég vil þó ekki fortaka, að til séu þeir gikkir í stéttinni sem þeg ar á þarf að halda taka að sér að hagræða sannleikanum. En þeir eru undantekningin sem sanna regl una um hina. Slík blaðamennska er ekki blaðamennska, heldur oft bara pólitísk „upplýsingaþjón- usta,“ í ætt við tiltekin ráðuneyti í einræðisríkjum, þar sem tekin er ákvörðun um það, hvað skuli vera satt og hvað logið. Þessi til- hneiging skýtur jafnvel upp koll inum í venjulegri pólitískri hlaða- mennsku í skikkanlegum lýðræð- isríkjum og þó liggur það í hlut- arins eðli, að það að nota dagblað að mestu til flokkspólitískra agíta sjóna er svipað og að hafa matar- ílát fyrir öskutrog. Einhvem tímann verður viður- kenndur munurinn á blaðamanni og áróðurspostula — þeim, sem aðeins vill varpa ljósi á staðreynd ir, og hinum, em vill fá að ráða því, hverju menn taka eftir í því ljósi. Einhvern tímann fara menn að hugsa meira í pólitík, og brosa góð ■ látlega að þeim hávaða, hnefasteyt ingum og buslugangi, sem nú er talinn heyra til eðlilegri stjórn- málabaráttu. Fréttaitjórinn á Hindu, dag- blaði, sem gefið er út á ensku í Madras, vildi fræðast um það, hvort ég, afdankaður fréttastjóri af íslandi, kannaðist við nokkuð j af hans vandamálum: Hann: Á þessu landi gerast allir stórviðburðir um það leyti, sem blaðið er að fara í pressuna. Ég: Alveg sama hjá mér, nema þeir gerast eftir að það er farið í pressuna. Hann: Á þessu landi höfum við fréttaritara út um öll þorp og byggðir. Þeir gera þetta í tóm- stundum. Stundum láta þeir vita af fréttnæmum atburði á síðustu stundu, stundum ekki fyrr en dag , inn eftir. I Ég: Kannast við það. Kýrin er lieilagt dýr í ludlandi, eins og kunnugt er. Til hennar er beðið' og henni eru lialdnar miklar hátíðir. Lögreglan gætir þess, að kýrnar gangi fyrir í umferðinni. Hann: Hér á landi er til fyrir- bæri sem heitir „auglýsingar". (Hann talar ekki í virðulegum tón). Þær hafa þá náttúru, að þeg- ar mikið er í fréttum, yfirfylla þær blaðið, en þegar fátt gerist „dauður dagur" duga þær ekki á auglýsingasíðurnar. Eftir þetta tal var fullur skiln- ingur okkar á milli. Hindu er stórt blað, líkist New York Times að svip og er prentað í 150 þús. eint. Það birtir greinar Walters Lippman, og er það mik- il upplýsing fyrir mig. Á forsíðunni eru gjama fréttir frá Delhi, Bombay, Bangalore. Kalkútta eða úr nágrannalöndun- um- Pakistan er ekkert vinaríki, og þá ekki Kinverjar, sem bíða, gráir fyrir járnum, einhvers stað- ar uppi 1 Himalaja. Sannar heimsfréttir eru fáar. Það sé ég nú betur en nokkru sinni Heimur Indverjans er Indlands- haf. Þetta mjóa langa haf fyrir vestan Afríku, Atla(ntshafið, er eiginlega ekki á þeirra áhugasvæði Þeim er vorkunn. Þessi Evrópa þarna norður frá er svo lítil og fámenn, þótt andi hennar og vald sé smátt og smátt að gegnsýra og gerbreyta þjóðlífinu. Það eru töluvert mörg blöð gef in út á ensku í Indlandi. Englend- ingar skildu hér ýmislegt gott eft- ir, m.a- almenna enskukunnáttu í borgunum. Það kom sér vel, því nú geta Indverjar skilið hvorir aðra. Tungur þeirra eru margar og næsta ólíkar, og þar að auki eru margar leturgerðir. T.d. hef- ur tamil sitt letur og telegu ann- að fyrir utan aðalletrið, Devana- gari og fleiri. Tamil er mest talað hér á Suð- ur-Indlandi- Það er fagurt mál og fornt. Það er ekki einu sinni svo nýtilkomið að vera leitt af sans- krít því máli, sem arískir menn fluttu með sér til Indlands. Það er af málastofni Dravidanna, hinna dökku íbúa landsins, f.r höfðu komið upp voldugum menn- ingarríkjum löngu fyrir tilkomu hinna ljósu sléttuþjóða. Tamil virðist hafa glatað hæfi- leikanum til að laga sig eftir nýj- um aðstæðum. Jafnvel sá, sem ekkert skilur í þessu hraða og hljómmikla máli, veitir því at- hygli að ensk orð fljóta inn á milli ens og hnökrar í kembu, — air- oplane electhicity o. s. frv. — en ekki veit ég hversu mikil mál- spjöll að því þykja. Þó eru gefin út blöð og bækur á tamil, enda var það forðum mikið bókmennta- mál. Tunga er eins og form, sem hugs un manns er mótuð í- Um leið og börn læra að tala, læra þau að liugsa. Að steypa hugsun sinni yfir í form annarrar tungu er að endurmóta sjálfan sig. Það er gott að kunna mörg mál, en ekki veit ég hvort það er hollt fyrir allan almenning að búa að staðaldri við tvær tungur. Indverjinn sýnist vera í tvennu lagi. Hann lifir í löngu liðinni fortíð að hálfu, þegar himinn og jörðvoru öðru vísi en nú. Og hann lifir líka í tíma, sem gerir 430 milljónir manna að nútímafólki beint út úr kofum miðaldaþorpsins. Enskan og blaðamennskan eru gluggi almúgamannsins út í hinn nýja heim og komandi tima. Og svona er það, að ritstjórarp- ir hjá Hindu vissu meira um ís- land heldur en aðrir, sem ég hef 4 hitt hér- Þeir höfðu fylgzt með sköpun nýju eyjunnar fyrir sunn- an, þótt þeim fyndist ekki taka því að gera hana að fréttamat hér. Þeir vissu deili á stærð lands og þjóðar, og datt ekki í hug, að á íslandi byggju eskimóar, og þeir mundu eftir þorskastríðinu sem við áttum í við Breta. Þetta er dæmi um blaðamennsku . Blaðamaðurinn á að vera vak- andi auga á líðandi stund. Hann á að leitast við að skilja samtíðina, áður en hún er orðin saga. Og tií þess verður liann að freista þess að skyggnast inn í næstu framtíð. Hann er eins og vasaspegitl, sem allir hafa við hendina, og sjaldnast mikill spéspegill. Menn hafa skoðun á því, hvern ig blöð eigi að vera, af því að þeir hafa skoðun á því, hvernig þeir eiga sjálfir að vera. Ef blöð þykja slæm þá er það oft af því að þau sýna fólki, hvernig það er, þegar það vill sjá sig eins og það þykisf vera- Menn vilja helzt ekki láta taka mynd af sér nema í sparifötunum, Framh. á 13. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. janúar 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.