Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 14
Ja, mikið þótti mér gaman að sjá mynd af mér í Morg- unblaðinu. En ég verð nú ekki níræður fyrr en í næsta mánuði. Kvæðamannafélagið Iðunn Aðalfundur verður í Edduhúsinu í kvöld kl. 8. SKIPAFERÐIR Hafskip h.f. Laxá er í Hamborg. Rangá er í Reykjavík. Selá fór frá Hull 23. til Reykjavíkur. Spurven er í R- vík. Lise Jörg er í Reykjavík, Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katla lestar á Austfjörðum. Askja er á leið til Reykjavíkur. LÆKNAR Kvöld- og næturværður E.B. f ðaz Kvoidvakt kl. 18.00-00.30. Á kvöld vakt: Víkingur Arnórsson. Kætur- vakt: Lárus Helgason. FLUGFERÐIR Flugfélag íslands h.f. Skýfaxi fer á morgun til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08.15. Vélin er væntanleg þaðan aftur á þriðjudaginn kl. 16.00. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vest- mannaeyja. Á morgun til Vest- mannaeyja, Akureyrar, ísafjarðar og Hornafjarðar. MESSUR Neskirkja Messa kl. 2 e. h. Séra Frank M. Halldórsson. Fríkirkjan Messa kl. 5. Séra Þorsteinn Björns son. Hallgrímskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Messa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 2 e. h. Séra Kristinn Stefánsson. Kálfatjörn Messa kl 2. Séra Garðar Þorsteins son. Háteigsprestakall. Messa í Hátíðarsal sjómannaskól- ans kl. 2. Barnaguðsþjónu.sta kl. Ásprestakall Messa í Laugarneskirkju kl. 5 Séra Grímur Grímsson. Kirkja óháða safnaðarins Messa kl. 2 e. h. á sunnudag. Séra Emil Björnsson. Kópavogskirkja Messa kl. 2. Gunnar Árnason. KLIPPT SIMABLAÐIÐ 1963 2, Guð; un 0<vuur<áúUu\ er Boíj. sagði • \ : hetmi v-ig KjaHans. mMmSttlÍliM Nú fylkja allir flokkar liði sínu til fundahalda, suður í Reykjavík. Á Alþingi slær en í hvassa brýnu, þótt enginn skilji þessa pólitík. Þar allt er verst, sem andstæðingar gera, en enginn galli á störfum samherjans. Hér gildir það „að vera, eða ekki vera“. Hvað varðar þá um mannorð náungans? KANKVÍS. Aðven'kirkjan. Guðsþjónusta kl. 5 síðd. Sveinn D. Jóhansen talar um efnið: Undra- lækningar. Laugarneskirkja Messa kl. 2 e. h. Barnaguðsþjón- usta kl. 10.15 .f h. Garðar Svavars son. Grensásprestakall Breiðagerðisskóli. — Sunnudaga- skóli kl. 10.30. Messa kl. 2 á sama stað, Felix Ólafsson. Langholtsprestakall Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2. Settur dómprófastur séra Óskar J. Þorláksson setur séra Sigurð Hauk Guðjónsson inn í embættið. Safnaðarnefndin. Frá Slysavarnarfélagi ísiands. Ný lega barst Slysavarnarfélagi ís- lands gjöf frá Hákoni Kristjáns- syni Eskihlíð 13 til minningar um Elísabeti Jónsdóttur konu hans sem lézt í bílslysi 28.1 1963 og er gjöfin að upphæð kr. 50.000.00 Minningarspjöld fyrir Innri-Njarð víkurkirkju fást á eftirtöldum stöðum hjá Vilhelmínu Baldvins dóttur Njarðvíkurbraut 32 Innri- Njarðvík og Jóhanni Guðmunds syni, Klapparstíg 16, Ytri-Njarð- vík, og Guðmundi Finnbogasynl Hvoli (Tjarnargötu 6). a Sunnudagur 26. janúar. 8,30 Morgunútvarp. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju. Prestur: Séra Sig jón Þ. Árnason. — Organleikari: Páll Hall- 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Hverasvæði og eldfjöU; III. erindi: Eldfjöll á Kili (Guðmundur Kjartansson jarðfræðing ur). 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitíminn. 16.20 Endurtekið efni: a) Níels Dungdal prófessor svarar spurningum á blaðamannafundi, sem dr. Gunnar G. Schram stjórnar. Aðrir spyrj- endur: Indriði G. Þorsteinsson og Magnús Þórðarson. (Áður útv. á mánudaginn var). b) Irma Wile Jónsson flytur erindi með tón- 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk“: Gömlu lögin sungin og leikin. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Músikþættir eftir Hellmesberger og Strauss (Hljómsveit Hermans Hagestedt leikur). 20.15 „Tónninn", smásaga eftir Kolbein frá Strönd (Haraldur Björnsson leikari). 20.35 „Konungur flakkaranna", óperettulög eftir Rudolf Friml (Mario Lanza og Judith Raskin syngja). 21.00 „Hver talar?“, nýr þáttur undir stjórn Sveins Ásgeirssonar hagfræðings. 22.10 Syngjum og dönsum: Egill Bjamason rifjar upp íslenzk dægurlög og önnur vinsæl lög. dæmum: Svipmyndir frá París, höfuðborg tón 22.30 Danslög (valin af Heiðari Ástvaldssyni). listarinnar (Áður flutt í júlí 1961). 23.30 Dagskrárlok. Uppreisn Framh. af bls. 16. settir á land í Mombasa í Kenya. Þeir voru um borð í herskipun- um „Centaur” og „Owen”, sem hafa legið í marga daga fyrir ut- an innsiglinguna til Mombasa. Skipunum var sagt að lialda til austurstrandar Afríku eftir bylt- inguna í Zanzibar fyrir hálfum mánuði. í nótt var byrjað að flytja 800 liermenn frá flugstöðvum í Bret- landi til Kenya og fóm 47 her- menn með fyrstu vélinni. 14 flug- vélar af Brittannica-gerð, munu flytja hermennina. Samkvæmt óstaðfestum fréttum mun einnig hafa komið til óeirða í búðum annars herflokks úr fót- gönguliðinu í útjaðri Nairobi. Formælendur brezka hersins sögðu í nótt, að einn innfæddur hermaður hefði beðið bana og annar særzt í óeirðunum í Lanet herbúðunum. Þetta er önnur uppreisnin í Tanganyika í þessari viku. Fyrri uppresnin var gerð 20. janúar. Þá kom til óeirða í Dar-Es-Sal- aam, en þegar brezkar hersveitir liöfðu verið sendar á vettvang að beiðni Nyermere forseta, tókst að koma aftur á lögum og reglu strax daginn eftir. Samkvæmt síðustu fréttum í morgun er nú allt með kyrram kjörum á Dar-Es-Salaam. Aðeins var skipzt á skotum stutta stund við afrísku hermennina. Þrír af- rískir liermenn féllu, en ekkert mannfall varð í liði Breta. ★ UGANDA-HERMENN f SETUVERKFALLI. Frá Nairobi berast þær fréttir í morgun, að ástandið sé með eðlilegum hætti. Aftur á móti er talið í Uganda, að fleiri brezkir hermenn hafi verið sendir til Jinja þar sem afrískir hermenn geðu uppreisn á fimmtudag til þess að fá launa hækkun. Seinna hafa þessir her- menn gert setuverkfall og yfir- völdin í landinu óttast að verk- fallið breiðizt út. Kl., 6 í morgun (ísl. tími) til- kynnti brezka samveldismálaráðu- neytið að landganga hermann- anna hefði gengið að óskum. — Hernaðaraðgerðin gekk mjög greiðlega og ekki kom til teljandi vopnaviðskipta. SIGRAÐI Framhald af 16. síðn. keppt er um titilinn skákmeist- ari skólans. — Hver varð skákmeistari skólans í ár? — Hann heitir Bragi Kristj- ánsson og er í 5. bekk mála- deildar. — Átti Caissa hlut að fjöl- teflinu við Wade í gær? — Já, ég held ég megi segja það. En annars mun Wade hafa boðizt til að tefla fjöl- tefli við nemendur, eins og hann gerði einu sinni fyrir allmörgum árum, þegar hann var hér. — Og þú sigraðir Wade? — Jó, ég gerði það nú. Svo töluðum við svolítið við hann á eftir og vorum að þakka hon- um fyrir þetta, og hann sagð- ist halda, að þetta væri betri árangur en í fyrra skiptið, sem hann tefldi í skólanum, f bæði skiptin unnu nemendur 6 skákir, en hann sagði líka, að sér hefði farið fram síðan. — Og þú vannst Tal í Hafn- arbúðum? — Já, en það var meiri lieppni í það skipti. Aftur á móti fannst mér ég eiga fylli- lega skilið að vinna Wade. Eg fórnaði drottningunni, og hann gafst upp. — Og hvað finnst þér svo, ef þú berð þá saman? — Mér finnst Tal ekki tefla eins vel og Wade. Hann lék amk. þrisvar sinnum af sér að mínum dómi, en ég sá ekki, að Wade léki af sér í neinum: einstökum leik. — Hefurðu áður teflt við svo fræga skákmenn? — Eg tefldi stundum við Friðrik Ólafsson, en það er orðið nokkuð siðan ég gerði það síðast. — Og þá heldurðu auðvitað áfram að tefla? — Já, áreiðanlega geri ég það. VEÐRIÐ í GÆR OG SPÁIN í DAG: Veðurhorfur: Sunnangola eða kaldi, rigning eða súld. Hiti 6 — 7. í gær var suðaustangola, hiti um frostmark. Samvizban, sagði kennarablókin mín. Djöfull geta menn verið gamal- dags. 14 26. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.