Alþýðublaðið - 15.02.1964, Síða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1964, Síða 3
BORAÐI HELLIFYRIR LFAMEYJAR AD VESIAN - Refaskytta af Snæfelsnesi sýnir í Bogasalnum - að fjöll hefðu komið sér til að mála. — Þegar maður hefur verið á fjöllum í þrjátíu ár, legið þar á grenjum og lent í ævintýrum, þá langar mann að segja eitthvað, sem aðrir geta ekki sagt. Það er það, sem ég er að gera í þessum málverk- um. Það hefur enginn séð það, sem ég hef séð, segir málarinn og bendir okkur á mynd af ná- granna sínum, Snæfellsjökli. — Hún er máluð alveg uppi undir rótum hans, segir hann. Hann hefur aldrei verið mál- aður svona næm. Og sjáðu hrímið. Þeir ná því ekki hin- ir. Það eru hérna fleiri myndir í salnum, þar sem ég sýni hvernig hrímið leggst yfir jörð ina aftur, þó að búið sé að vera þíðviðri í einn eða tvo daga. Og það sagði við mig listakona, Valgerður Briem, að hún hefði aldrei séð málara ná þessu fyrirbrigði svona vel. En ég hef gaman af að segja þér, hvernig ég náði þessu. Eg var búinn að vera lengi þarna uppi við rætur jökulsins og var að velta því fyrir mér, hvernig ég ætti að fara að því. Eg fann engin ráð. En svo sagði mér það draummaður. Mig dreymdi gamlan mann með mikið skegg, og hann sagði mér, hvernig ég ætti að fara að því að blanda, en það er mitt leyndarmál. Sko, jökullinn er að búa sig undir óveður, en þeir sjá hann ekki allir svona. Þeir vita ekki einu sinni, hvað er rosabaugur, karlarnir hérna fyrir sunnan. Svo benti Þórð- ur á næstu mynd við hliðina: — Og sjáið þið. Við komum öll innan úr þessari helvltis gráu þoku og hverfum inn í hana aftur. Hún er þykk, og við skiljum liana ekki. Og þama á bak við grillum við eitt- hvað, sem prestarnir eru að segja, en vitum ekki, hvað það er. Og svo eru þama nokkrar rúnir, sem við skiljum ekki. Svona er lífið, ekki satt?” Og í beinu framhaldi af skoðun myndarinnar hefur Þórður yfir þessa vísu: Hvaðan erum vér komnir? Hvert munum vér fara? Hulin þoka hylur lirönn á milli skara. — Það kom til mín ítalskur málari í dag. Hann er reyndar búinn að koma tvisvar. Og hann sagði um þessa mynd — (hún er af tófu í landslagi) — að liann hefði aldrei séð mál- ara ná þessari litablöndu. Hann sagðist ekkert skilja í þessu og ætlar að skrifa um það í ítölsku blöðin og senda mér það helzta, sem ítalir hafa um það að segja, þegar hann er búinn að kynna myndina fyrir þeim. — Hvernig stóð á, að þú byrjaðir að mála, Þórííur? — Það var hringt í mig frá Reykjavík. Það var frændfólk mitt að biðja mig að greiða fyrir sænskri konu, sem er lislfræðingur og málari. Hún var þá að ferðast hér. Eg gerði þetta og ferðaðist með henni upp á fjöll og fékk með mér á- Framliald á 13. síðu. Reykjavík, 14. febr. — HP. Á borðinu fyrir framan mig liggur „boðskort á opnun málverkasýningar Þór'ðar Hall- dróssonar frá Dagverðará á Snæfellsnesi í Bogasalnum 15. febrúar 1964 kL 2 e. h.” Hann opnar sem sagt á morgun. — Blaðamaður og Ijósmyndari Al- þýðublaðsins fóru til fundar við hann upp í Bogasal í dag, en liann var þá að hengja þar upp 54 málverk, sem liann hefur málað á síðustu 2 árurn. Þrjú málverkin er Þórður þegar bú- inn að selja, en 51 verða til sölu á sýningu hans, sem hann sagði okkur að standa mundi yfir í 8-10 daga. Hver er Þórður Halldórsson? Hann er í senn hetja og ævin- týramaður, runninn upp við rætur Snæfellsjökuls, fæddur í Bjarnarfosskoti fyrir 57 árum, hefur verið á togurum 20 ver- tíðir, en sveitamaður á sumr- in, skotið refi og legið á grenj- um í 30 ár, gaf út Ijóðabók fyrir 7 árum og fór að mála fyfir 2 árum, en aldrei látið neinn segja sér fyrir verkum, enda sjálfstæður og persónu- legur í list sinni. — Ertu Snæfellingur? spurð- um við. — Betri parturinn af mér er þaðan, en hinn úr Árnessýslu, svaraði Þórður. Hann sagðist hafa verið „smávegis” að dunda við málaralist í tvö ár. „Hvað kom þér til að mála?” var Kjarval spurður forðum. „Skip.” svaraði meistarinn stutt og laggott. Eins sagði Þórður, Herútgjöld ekki minnkuö segir 1K Moskva, 14. febrúar. ntb-rt.). Krústjov forsætisráðherra bar afdráttarlaust til baka í dag vest- rænar staðhæfingar um, að Rúss- ar hefðu neyðst til að minnka út- gjölð sín til landvarna og fækka í heraflannm vegna efnahags- legra erfiðleika. Hann kallaði þetta hreinar bollaleggingar og lagði áherzlu á, að vesturveldin viðurkenndu, að herafli Rússa stæðist samjöfnuð við herafla þeirra sjálfa. En við erum þeirrar skoðunar, að her- afli okkar sé ennþá öflugri, sagði hann í ræðu á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins. í ræðu sinni, sem aðaUega fjallaði um landbúnaðarmál og þróun iðnaðarins, kvað K’ústjov frétt, sem nýlega var höfð eftir bandarísku leyniþjónustunni um hagvöxtinn í Sovétríkjunum, ranga. Hann bar til baka stað- hæfingar um, að vöxturinn væri minni en í Bandaríkjunum og bilið breikkaði óðum. Jafnframt hvatti hann til nán- ari rannsóknar á árangri þeim, sem náðst hefur í vísindum og landbúnaði á Vesturlöndum, í því skyni, að auka framleiðni í sov- ézkum landbúnaði, að því er seg- ir í frétt Tass um fundinn. Krústjov sagði, að væri vél góð skipti engu máli, hvort hún væri frá kapítalistalandi eða kommún- istaríki, ef hana mætti nota til uppbyggingar kommúnismans. — Fjarlægja verður þá foringja, er halda einþykkir í hið gamla og leggjast gegn nýjum aðgerðum, sagði hann. Asgríms- safnið Framh. af 16. síðu sem Ásgrímur gaf þjóð sinni, og einnig hitt, að þar má af eigin sjón og raun kynnast liinu fá- brotna og látlausa heimili hans, þar sem Ásgrímur naut kyrrðar og næðis við sköpun listaverka sinna, en hin svonefndu veraldar gæði voru honum lítils virði, eins og heimili hans ber vitni um. Safnið hefur leitazt við að hafa sýningu þessa sem fjölþættasta. Ásgrímur Jónsson var mikill unn andi þjóðlegra fræða. Hafði hann t. d. mikið dálæti á þjóðsögum, og skapaði mörg listaverk úr þeirra heimi. í heimili listamanns ins eru nú sýndar þjóðsagna- myndir, bæði teikningar og vatns litamyndir. í vinnustofunni hefur verið komið fyrir bæði olíumál- verkum og vatnslitamyndum, og viðfangsefnin margþætt. Má þar t. d. nefna vatnslitamynd af Ás- gríms-herberginu á Húsafelli, og KóngalUjur, sem Jóhannes Kjar- val sendi Ásgrími á sjötugs af- mæli hans. Dáðist Ásgrímur mik- ið að þessum fagra blómvendi, og málaði af honum tvær myndir. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið almenningi þriðju- daga, fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 1,30-4. Skólar geta pantað sértíma lijá forstöðukonu safns- ins í síma 14090. Krústjov kvað brúttó-þjóðar- framleiðslu í Sovétríkjunum hafa aukizt um 11% á undanfömum. tveim árum þrátt fyrir uppskeru- brest í fyrra. Á tíu árum hefði þjóðarframleiðslan aukizt um 127 % miðað við aðeins 33% í Banda- ríkjunum. Hann kvað Rússa geta aukið framleiðslu tilbúins áburðar og nú væru öruggir möguleikar á aukningu uppskerunnar, þannig, að hún gæti orðið eins mikil og framleiðslan í háþróuðum Vest- ur-Evrópulöndum. Eg nefni þessi lönd, því að framleiðni er mun meiri þar en í Bandaríkjunum, sagði hann. Krústjov boðaði áframhaldandi baráttu gegn endurskoðunarsinn- um, kreddumönnum og nýjum trotzkistum, sem þrátt fyrir bylt- ingarvígorð um baráttu gegn heimsvaldasinnum græfu undan samheldninni í heimshreyfSmgu kommúnista með klofningsstarf- semi sinni. — Rússar hafa ekki fækkað nokkuð í heraflanum og dregið úr útgjöldum til landvarna vegna efnahagserfiðleika, heldur af skynsemisástæðum. Þetta mun enga þýðingu hafa fyrir herafla Sovétríkjanna, sagði hann. Árangurslaus Framhald af 1. síðu sveitanna á Kýpur, hélt í dag flugleiðis frá London til að taka við af Peter Young, sem hefur stjórnað sveitunum síðan um jól- in þegar átökin hófust. Carver hershöfðingi sagði blaðamönnum, að 5 þús. her- menn Breta á Kýpur gætu ekki haft tök á ástandinu að hans áliti. Áherzla er lögð á það í Lon- don, að Young hershöfðingi hafi ékki verið sviptur yfirstjórn. — Hann sitji áfram í herforingja- ráðinu á Kýpur. Carver hers- höfðingi sagði, að um skipulags- breytingu væri að ræða. Bæði hann og Young eru undirmenn yfirhershöfðingja Breta í Mið- austurlöndum, Sir Dennis Barn- etts flugmarskálkS. Góðar heimildir í Nikósíu herma, að fulltrar stjórnarinnar muni ekki biðja Öryggisráðið að stofna’alþjóðlegt gæzlulið hanTTd ’ Kýpur. Reynt verði að fá ráðið til að afnema rétt þann, sem Tyrkir hafa til afskiptis á Kýpur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. febr. 1964 "3 I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.