Alþýðublaðið - 15.02.1964, Page 4

Alþýðublaðið - 15.02.1964, Page 4
mmmwMMmwwmwwMWi*w»wM*wwwwww Báran á Eyrar- bakka 60 ára Eitt af elztu og merkustu verkalýðsfélögrum á landinu, Báran á Eyrarbakka, varð 60 ára 14. þ. m. og heldur félag- iö upp á afmæli sitt í kvöld. Báran á Eyrarbakka var stonfuð 1904 sem deild úr Sjómannafélaginu Báran, er stofnuð 1904 sem deild úr 1894, og er nú eina félagið eftir, sem ber það nafn. — Verkamannafélagið Báran markaði djúp .spor í lífi fólksins á Eyrarbakka þegar í uppliafi og alla tíó síðan, enda fékk þa'ð snemma öll völd í hreppsmálum í sínar hendur. -— Aðalstofnandi félagsins var Sigurður Ei- ríksson regluboði, en fyrsti formaöur Sigurður Þor- steinsson frá Flóagafli. Margir merkir menn hafa komið við sögu félagsins, en síöasti stofnandi þess, Kristján Guðmundsson, lézt fyrir nokkrum árum. Núver- andi formaöur er Andrés Jónsson. MMMWWWWWWWWWWWWWiWWWWVWWVWiV FUNDUR NORÐURLANDA- RÁÐS HtFST í DAG Stokkhólmi, 14. febr. (NTB). KÚ ER ljóst, að bæði fyrirætlun- 4n um stofnun kjarnorkuvopna- -lauss svseðis á Norðurlöndum og ■Suður-AfríkumáUð verða tekin rfyrir í almennum umræðum Norð- mrlandaráös á morgun og á sunnu- -úaginn. Hins vegar mun mark- aðsvandamáfin bera hæst í um- vræðunum. Þegar fundunum lýkur á föstu- Úaginn munu fulltrúar íslands bjóða ráðinu að halda næsta fund sinn í Reykjavík í febrúar 1965- Verzlunarmálaráðherra Svía, Gunnar Lange, mun hefja umræð umar um markaðsmálin og utan- ríkisráðherra Dana, Per Hækker- up, hefur boðað ræðu um Suður- Afríkumálið. Dan^'ki sósialistinn Aksel Larsen mælir fyrir tillögu sinni um kjamorkuvopnalaust svæði. Framh. á 14. síðu Rússum leyft að hitta Nossenko Moskva og Washington, 14. febrúar. (ntb-rt). ' Banflaríska utanríkisráðúneyt- ið skýrði frá' því í dag, að efna ætti til fundar með afvopnunat- sérfræðingnum Juri Nossenko, sem hefur beðið um hæli í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður, og sovézkum yfir- völdum, þannig, að þeim gefist kostur á að ræða við hann. — Bandarískir fulltrúar verða við- staddir fundinn, scm verður haldinn fljótlega. Jafnframt var tilkynnt í Mos- kva, að Foy Jíohler, sendiherra Bandaríkjanna, hefði verið kvadd ur á fund Andrei Gromyko ut- anríkisráðherra í dag. Þeir ræddu Nossenkomálið. Haft er eftir á- reiðanlegum lieimildum, að mikil alvara hafi ríkt í viðræðunum. AFP hefur það eftir sovézkum heimildum, að Rússar íhugi að skipa sendinefnd sinni á afvopn- unarráðstefnunni í Genf að halda lieim og sovézka stjórnin hafi á miðvikudaginn sent bandarísku stjórninni mótmælaorðsendingu, þar sem því hafi verið haldið fram, að Nossenko hafi verið rænt. Formaður sovézku sendinefnd- arinnar í Genf, Semjon Tsarapkin sagði fréttaritara Reuters hins vegar að honum hefði ekki bor- izt fyrirmæli frá sovézku stjórn- inni um að halda heim. í Washington bendir heldur ekkert til þess, að Rússar hafi slíkt í huga. ræna Addis Abeba, 14. febr. ntb-afp. Sómalskar hersveitir hafa rænt eþíópiska landsstjóranum í Per- fer, sem er um 400 km. norður af Mogadishu, að því er skýrt var frá. í Addis Abeba. Lögreglan í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, hefur handtekið marga starfs- menn eþíópiska sendiráðsins og nokkra aðra Eþíópíumenn, sem dvöldust í borginni. Eþíópíustjórn hefur mótmælt handtökunum harðlega. Landstjóranum í Ferfer var rænt á þriðjudaginn, þegar sóm- alskir hermenn gerðu árás á eþ- íópíska varðstöð þar. Sómalir segjast hafa handtekið 25 eþí- ópíska lögreglumenn, sem vörðu stöðini -n I ð s I 3 S -a 1 = iiniitmiiiiiiiim»iiiiiiiiimit(riiiiiiiiiiiiiiitiniiiiiiiitiiiiiiiiiiiuii«iiiiiiiiiimiiiiiiiuii» ntii111111*t*■ ttt■ 111■ t• ■ i11*11■ t■■ t• 111n111■ t■ t■ t■ 111 ■ 111111tt111■ i■ i■■ 11■ ■ iooomi*i111 11 \ Fylgi Framsóknarflokksins Blöðum og málsvörum Fram- sóknarflokksins hefur síðan í sumar orðið mjög tíðrætt um það, sem þeir kalla „sigur Framsóknarflökksins” í sið- ustu Alþingiskosningum. Þeir telja niðurstöðu kosninganna sýna, að Framsóknarflokkur- inn sé í gífurlegum vexti og njóti nú-mjög aukins fylgis. í kosningunum hlaut Framsókn- arflokkurinn 28,2% atkvæða. Atkvæðahlutfallið jókst lír 25,7% eða um ,2,5%, ef miðað ei’ við haustkosningarnar 1959, en úr 27,2% eða um aðeins 1%, ef miðað er við sumar- kosningamar 1959. Flokkur, sem hefur verið og er í á- kveðinni stjórnarandstöðu, Þjóðvamarflokkurinn, bauð fuara ! báðum kosningunum 1959, en hafði nú kosninga- bandalag við Alþýðubandalag- ið og bauð ekki fram. Með hliðsjón a£ j>ví, að atkvæða- hlutfall Alþýðubandalagsins liélzt alveg óbrey.tt, þ.e.a.s., að Alþýðubandalaginu tókst ekki að auka fylgi sitt með sam- starfinu við Þjóðvarnarflokk- inn, þá er það sízt að undra, að hian stjórnarandstöðuflokk- urinn, Framsöknarflokkurinn, skuli hafa aukið atkvæðahlut- fall sitt um 1%, ef miðað er við fyrri kosningarnar 1959, eða 2,5%, e£ miðað er við seinni kosningarnar 1959, þeg- ar stjórnarandstöðuflokkur, sem haustið 1959 hafði 3,4% atkvæðanna býður ekki fram. Sigur Framsóknarflokksins í síðustu Alþingiskosningum virðist þvi fyrst og fremst hafa verið fólginn í því- að vinna verulegan hluta fyrrver- andi kjósenda Þjöðvarnar- flokksins til fylgis við sig, og þó engan veginn þá alla. Annars er fróðlegt að virða fyrir sér hlutfallslegt fylgi Framsóknarflokksins hjá ís- lenzkum kjósendum frá upp- hafi. Hlutfallstala Framsókn- arflokksins í Alþingiskosning- um hefur verið þessi síðan 1919: 1919 22,1% 1923 26,5% 1927 29,8% 1931 35,9% 1934 21,9% 1937 24,9% 1942 27,6% (sumar) 1942 26,6% (haust) 1946 23,1% 1949 24,5% 1953 21,9% 1959 27,2% (sumar) 1959 25,7% (haust) 1963 28,2% Kosningunum 1956 er sleppt vegna kosningabandalags Al- þýðuflokksins og Framsókn- arflokksins. Af þessum tölum sézt, að Framsóknarflokkurinn hlýtur þegar á fyrstu árum stjómmálastarfsemi sinnar 25- 3% af fylgi kjósenda, og fylgi hans er enn þann dag í dag, um það bil fjórum áratugum síðar, svo að segja alveg hið sama. í kosningunum 1923 hlaut Framsóknarflokkurinn 26,5% atkvæðanna eða örlít- ið lægri hlutfallstölu en hann hefur nú, 1927 hlaut hann 29,8% atkvæðanna eða örlítið hærri hlutfallstölu en hann hefur nú. Hin mikla fylgis- aukning, sem flokkurinn fékk 1931, stóð einvörðungu í sam- vandi við kjördæmamálið, sem þá var á döfinni. Fylgistapið á árunum 1934-1937 stóð í sambandi við klofning flokks- ins, þegar Bændaflokkurinn var myndaður, enda jókst fylgi Framsóknarflokksins aft- ur, eftir að Bændaflokkurinn var lagður niður. Fylgistapið 1953 stóð í samb. við framboð Þjóðvarnarflokksins og Lýð- veldisfiokksins, sem þá fengu samtals 9,3% atkvæða. i þeim kosningum, þegar Þjóðvarn- arflokkurinn og Lýðveldis- flokkurinn buðu fyrst fram, varð hlutfallslegt tap Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins mest. Þegar nýju flokkarnir hverfa aftur af sjón- arsviðinu, er því eðlilegast að búast við, að fylgi þeirra flokka vaxi meSt, sem áður höfðu goldið mest afhroð. Þetta hef- ur þó ekki átt sér stað, að því er Alþýðubandalagið snertir. Það hefur enn sama atkvæða- hlutfall og 1953 eða 16%. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar aukið atkvæðahlut- fall sitt síðan 1953 úr 21,9% í 28,2%, eða um 6,3%, en Þjóðvamarflokkurinn fékk 1953 einmitt 6,0% atkvæðanna. Það er því fjarri lagi, að niðurstaða síðustu Alþingis- kosninga hafi sýnt, að um nokkur straumhvörf hafi verið að ræða, Framsóknarflokkn- um í vil. Hann stendur nú í sömu sporum, hvað hlutfalls- legt fylgi snertir, og liann slóð fyrir 40 árum. 1. itiiiimiininimini«imiitniHi<iifiniiHiiiiiiim»«imifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiHiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiitiiiiiuiiitHfiiiiiiiiiiit>iii«iimiti«i«imiii)iiitiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiti]i^ 4 15. febr. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skærulibasveii Franut. ai oih. 16. legur grundvöllur fyrir slíkum búskap væri ekki fyrir hendi, og því hefði stjórnin hætt við hann, að undanskyldum nokkr- um ríkisbúum. Er við spurðum um hin svo- kölluðu verkamannaráð. í verk smiðjunum sagði frúin, a3 stjórn sín hefði, eftir fyrstu til raunir í því efni, eins og í sam bandi við samyrkjubúin, kom- izt að þeirri niðurstöðu, að slíkt yrði að gerast smám sam- an, og umfram allt borgaði sig ekki að þvinga. Menn ynnu e’aki fyrir sósíalismann sem slíkan, þeir ynnu því aðeins vel, að þe»r fyndu það á launa umslaginu, að það borgaði sig að vinna vel- Þvi hefði verið farið inn á þá braut að reyna að launa menn æ meir eftir afkösium. Sömuleiðis hefði reynslan í byrjun kennt, að nauðsynlegt væri, að ríkis- stjórnin hefði rétt til að sker- ast í leikinn, ef verlcsmiðjur væru illa reknar. Það hefði komið fyrir í byrjun, að verka mannaráðin hefðu, sennilega í hita hinna nýfengu réttinda, hyllzt til að greiða of hátt ka,up, en látið undir höfuð leggjast að leggja fé til hlið- ar til ýmissa sjóða, sem nauð- synlegir væru. Nú væri það t. d. í lögum, að hinar ýmsu verk smiðjur skyldu greiða ákveðn- ar uppliæðir til þess að standa undir menntun verkamanna. Sendiherrann skýrði svo frá, að vinnudagur í Júgóslavíu væri nú 7 klukkustundir, en í vissum greinum væri þó farið að gera tilraun með 6Vi tíma vinnudag- Að lokum kvaðst frúin mundu dveljast hér í 10 daga að þcssu sinni. Hún væri mjög hrifin a£ Reykjavík, hreinu loftinu og skærum litum. Hún kvaffst hafa farið í Þjóðleikhúsið í gærkvöldi í boði Gylfá Þ. Gísla sonar, menntamálaráðherra, og séð Hamlet. Lauk hún miklu lofsorði á leik Gunnars Eyjólfs sonar og öll hefði sýningin ver ið hin ánægjulegasta, sagðl hún. Allir hefðu verið mjög vinsamlegir og indælir, sem hún hefði hitt hér. AUDEN Framhald af bls. 1 flugvél 8. apríl nk. ef allt gengl að óskum. Wystan Hugh Auden fædd- ist árið 1907 og er því rösklega hálfsextugur að aldri. Hann hefur um alllangt skeið verið í hópi kunnustu ljóðskálda, er ort hafa á enska tungu, og tengdasonur þýzka skáldsihs, Thomas Mann. Hann er fædd- ur í Bretlandi, en gerðist síð- ar bandarískur ríkisborgari og hefur síðan lengst af verið bú- settur í Bandaríkjunum. Aud- en er íslendingum ekki með öllu ókunnur, því að sumarið 1936 ferðaðist hann um ísland ásamt jafnaldra sínum, Louis MacNeice, sem lézt fyrir skömmu, en hann varð einnig mjög vel þekkt Ijóðskáld um sína daga. 1937 kom svo út í London ferðabók þeirra félaga, „Letters from Iceland,” - Bréf frá íslandi, sem margir munu þekkja. Þar birtist m. a. kvæði Audens, „Ferð til íslands”, — sem til er í ágætri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.