Alþýðublaðið - 15.02.1964, Page 9

Alþýðublaðið - 15.02.1964, Page 9
SIR ALEC É USA Skrifstofustarf Johnson og Sir Alec. SÍÐUSTU árum hafa persómi- legir fundir með forseta Banda- ríkjanna aukið á.it' kjósenda á brezka forsæt.sráðherranum. Þeir hafa .eflt stöðu Bretlands sem stórveldis og fært forsætisráð- herranum nokkuð af ljóma þeim, sem því fylgir að gegna vinsælu og mikilvægu hlutverki í alþjóða- málum, og umfram a.lt hafa þeir komið á þeirri skoðun, að hann sé einn helzti baráttumaður friðar í heiminum. Litlar líkur eru á því að Sir Alec Dougtas-Home muni hafa slíkt gagn af heimsókn sinni til Washington þessa dagana. Heim- sókn brezka forsætisráðherrans mun "bera meiri svip vanabund- innar heimsóknar en ella vegna hmnar áranguraríku heimsóknar Erhards kanz.ara, sem tókst að koma á „sérstökum samskiptum" milli Vestur-Þýzkalands og Banda- ríkjatína. Johnson forseti hefur enn sem komið er ekki aflað sér sömu vin- sælda í Bretlandi og Eisenhower og Kennedy nu.u- Bretum er einn- ig ljó^t, að Bandaríkin og Sovét- ríkin geta með góðu móti náð samkomulagi í mikilvægustu ai- þjóðamáium án millígöngu Breta. íhaldsmönnum er í rauninni fullkomlega ljóst, að krafa þeirra um sjálfstæðan kjarnorkuherafla og tráustsyfirlýsing sú, sem Mac- miilan fékk Kennedy úi að gefa á sínum tíma, getur hæglega tor- veldað samkomulag stjórnanna í Washmgton og Moskvu um stöðv- un dreifingar kjarnorkuvopna. Að þessu sinni virðist fundur- ínn hvað sem öðru liður fjalla um nokkur knýjandi alþjóðleg vandamál, sem varða lítt sambúð austurs og vesturs. Vegna mik- illa hernaðarlegra skuldbindinga Breta sökum vandamálanna á Kýpur, í Malaysíu og Austur- Afríku neyð.st Sir Alec til að biðja um dip.ómatíska jafnt sem hernaðarlega aðstoð, svo og sök- um hættunnar á frekari ólgu í Suður-Arabíu og Brezku Guiana. Þótt nokkurrar gremju gæti í garð Breta er þeir fara nú fram á hernaðarlega aðstoð vegna þess, að þeir hafá sjálfir lagt niður her skyldu, virðist pólitísk og dipló- matísk mistök Bandaríkjamanna á Kýpur og í Malaysíu e.ga nokkra sök á vandamálum þeim, sem Bret ar eiga nú við að stríða. ElNNIG er ástæða til að minna á, að mikill skoðanaágreiningur er ríkjandi milli Bandaríkjanna og Breta í nokkrum mikilvægum málum- í fyrsta lagi er hér um að ræða hið gamla vandamál í sambandi við verzlun við komm- únistaríki, sem hefur borið mikið á góma að undanförnu sökum sölu á brezkum strætisvögnum til Kúba og tilboða um lán lianda Rússum til langs tíma. Enn fremur virð.st nokkur mun- ur á stefnu ríkjanna í Suðaustur Asíu. Auk þess hafa Bretar ann- að viðhorf til Kínamálsins og hafa talsverða samúð með afstöðu de Gaulles. Forvitnilegt verður að sjá hvort Johnson noci sömu hrossakaupa- aðferðina í þessu ástandi og hann notaði á sínum tíma þegar hann var foringi meii-ihiutans í öld- ungadeildinni með ágætum ár- angri. Erfitt er að sjá, að hann geti boðið Home þá aðstoð, sem hann þarfnastjjauðsynlega á Kýp- ur og í Malaýsíu, nema eitthvað komi á móti, t. d. í Kúbu-málinu eða í sambandi við beiðni Kína um aðild að SÞ- Stjórnin hefur ekkert aðhafzt til að búa almenningsálitið í Bret- landi undir slíkar tilslakanir. Enn fremur er ástæða til að ætla, að tilslakanir, sem takmarka frelsi kaupsýslumaiina til að verzla við kommúnistaríkin, muni valda deilu í íhaldsflokknum. Butler utanríkisráðherra, sem er í fylgd með forsætisráðherran- um, er fyrir sitt leyti mjög við- kvæmur fyrir almenningsálitinu í Bretlandi. Þótt hann kunni að vera útsmogimj og tvíræður þeg- ar Home er hreinn og beinn, sem stundum hefur komið sér illa, er hann þó enn sár vegna þess, að forsætisráðherranum var komið í embættið, sem hann hafði sjálfur augastað á. Deila þeirra tvímenninganna kann að koma í veg fyrir, að nokkru verulegu verði komið til leiðar í Washington-viðræðunum að þessu sinni. (Denis Healey). >WWWWWWWWWWmWWWWWM»WIWIWWWIWWMW|l 1PUNKTAR1 'rwmm ★ EMIL OG TÍMINN TÍMINN ræðst nú svo til dag- lega á Emil Jónsson húsnæðis- málaráðherra og ber hann sök- um um hvers konar vanrækslu í því embætti. Heldur blaðið þessari iðju áfram, enda þótt Alþýðublaðið hafi mörgum sinnum upplýst, að enginn ráð herra hafi fyrr eða síðar útveg- að húsbyggjendum eins mikið lánsfé. Sérstaklega eiga þeir Emil mikið að þakka, sem hafa notið lána til að byggja verka- mananbústaði — eða hafa feng- ið nýjar íbúðir í stað heilsu- spilland; húsakynna. Á þessum tveim sviðum hafa aðgerðir Emils markað tímamót. Rétt er að rifja upp, hvað lánað var á síðasta ári: A-lán 72.170.000 B-lán 18.962.000 G-lán 11.795.000 Vferkam.b. 21.100.000 Samtals 124.027.000 Tíminn er vafalaust búinn að gleyma þeirri staðreynd, að síðasti húsnæðismálaráðheri’a Framsóknarflokksins tryggði árið 1955 ekki nema 27.7 millj- ónir í lán til húsbyggjenda, og í tíð þeirar stjórnar var verka- mannabústaðakerfið látið sofna. Annars hafa afgreidd lán frá húsnæðismálastjórn verið sem hér segir síðasta áratug: 1955 27.4 millj. 1956 63.6 millj. 1957 45.6 millj. 1958 48.7 millj. 1959 34.4 millj. 1960 52.1 millj. 1961 78.0 millj. 1962 86.6 millj. í þá tíð, er framsóknarmenn sátu í ríkisstjórn, þótti nóg að verja smáupphæðum til að út- rýma heilsuspillandi húsnæði, og komst það hæst í 3.8 millj. í stjórnartíð Emils hefur há- markið verið afnumið og upp- hæðirnar hafa margfaldazt. Emil hefur starfað vel að húsnæðismálum, en á sama tíma liggur ekkert eftir fram- sóknarmenn annað en taum- laus og óraunhæf yfirboð — og endalausar svívirðingar í Tím- anum. wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwtwwwww Viljum ráða stúlku nú þegar til erlendra bréfaskrifta og annarra skrifstofustarfa. Umsóknir séu sendar til skrifstofíi vorrar í Gufunesi. Áburðarverksmiðjan hf. ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði á spónlögðum innihurðum og vegg flekum. Teikningar og útboðslýsingar afhendast á Teiknistofu’ SÍS gegn 500 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skila á Teiknisofu SÍS, mánudaginn 2-1, febr. 1964. Teihnistofa SÍS. ÞVOTTAHÚS Vesturbæ jar Ægisgötu 10 - Simi 15122 um einkenni á leigubifreiðum tH fólksflutninga. Að gefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að bifreiðastjór um, sem fengið hafa atvinnuleyfi samkvæmt reglugerð nr, 13. 9. febrúar 1956 um takmörkun leigubifreiða í Reykja- vík, er skylt að hafa sérstakt merki á leigubifreiðunum með bókstafnum L. Merkinu skal komið fyrir annað hvort aftan við skráningarmerki bifreiðarinnar eða fyrir miðjtl þess að ofan eða neðan. Öðrum bifreiðastjórum en þeim, sem að framan getur, er óheimilt að auðkenna bifreiðir sínar sem leigubifreiðir. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. febrúar 1964. vantar unglinga til að bera blaðið til áskril- enda í þessum hverfum: ★ Lindargötu ★ Kleppshölt ★ Melunum ★ Rauðarárholti ★ Tjarnargötu AfgreiÓsla Alþýóublaósins Síml 14 900 Auglýsingasiminn er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. febr. 1964 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.