Alþýðublaðið - 15.02.1964, Side 16
júg'óslavnesku' utanríkisbjón-
ustunni, og þegar blaðamenn
ræddu við hana í gær, kvaðst
hún vonast til, að íslendingar
gerðu slíkt hið sama og skip-
uðu konu næst sendiherra í
Júgóslavíu. — Þessi geðþekki
sendiherra liefur tiltölulega ný-
lega hafið störf í júgóslavnesku
u.anríkisþjónustunni, en var
áður í sex ár ráðuneytisstjóri
í atvinnumálaráðuneyti lands
síns, Þess má geta, að Júgó-
síavar hafa konu fyrúr sendi-
herra í Bern í Sviss og hjá
UNESCO í París,
Er hlaðamenn ræddu við
frúna í gær, skýröi hún frá
því, aö í stríðinu hefði hún
verið í skæruliðasveitum Titos
í Júgóslavíu, gengið í þær um
leið og hún kom úr skóla, þeg-
ar Tito hvatti alla Júgóslava til
að sameinast gegn óvinunum,
sem voru livorki meira né
minna en Þjóðverjar, ítalir og
1 búlgariskir kvislingar,
Frúin er frá Mo:
S dóttir lögreglustjóra
Mjólkurframleiðslan
jókst um 7,39% 1963
Keykjavík, 14. febr. — GG.
' fi SKVRSLU Mjólkureftirlits
ir&isíns, sem blaðinu barst í dag,
fetmur í ljós, að mjólkurfram-
KHðsian á landinu jókst á árinu
É96S um 7,39% eða 6.514.688 kg.
®g var 94.697,791 kg. Framleiðsla
ellra mjólkurbúa jókst, nema
tveggja, Mjólkurstöðvarinnar í
Kteykjávík og Mjólkurbús Kaup-
tléiagsins ,Fratri á Neskaupstað.
/Whyglisvert er það, sem fram
<«Jetnur í skýrslunni, hve lítið af
ri jólkinni flokkast orðíð í 3. og
4. Ookk. í fjórum mjólkurbúum
66r fcngin mjólk í 4. flokk og í
einu búi fór heldur engin mjólk
í 3. flokk.
Mjólkin flokkaðist sem hér sög-
ir: í 1. og 2. flokk fóru 07,81%
mjólkurmagnsins, i 3. flokk fó'ru
2,02% og í 4. flokk 0.17%.
Mjólkursamlög eru nú orðin 16
talsins á landinu og jókst tala
þeirrá um eitt á árinu, er stofnað
var Mjólkursamlag Kaupfélags
Vopnfirðinga.
Langmest mjóikurmagn barst
að sjálfsögðu til Mjólkurbús Flóa
manna eða 35,4 milljónir kíló-
gramma, en það er 2,33% aukn-
ing frá árinu áður. Þar skiptíst
mjólkin þannig eftir gæðamati, að
88,49% fóru í 1. flokk, 10,47% í
2. flokk, 1.00% í 3. flokk og 0.04
% í fjórða flokk.
Næst mest barst til Mjólkur-
samlags Kaupfélags Eyfirðinga,
eða 18 milljónir kílógramma, sem
er 7,79% aukning frá árlnu áð-
ur, þá til Mjólkursamlags Borg-
firðinga 9,0 milljónir kg. eða 12,23
% aukning, þá til Mjólkurstöðvar
innar í Reykjavík 6,5 millj. kg.
eða 3.46% minnkun, þá til Mjólk-
1 ursamlags Skagfirðinga 5,7 millj.
kg. eða 17,59% aukning, þá til
Framhald á 13. síðu.
Frú Bjarnveig' Bjarnadóttir í ÁsgTÍmssafnl,
Var í skæruliöa-
sveit hjá Tito
var, í Cetinje, hinni fornu höf-
uðborg Monþenegro, en það
land höfðu. ítalskir fasistar
gert sér lítið fyrir og innlim-
að í Ítalíu- Hún varð vitni að
fjölmörgum óhæfuverkum inn-
rásarliðsins og Bkýrði meðal
annars frá því, að það hefði
verið sport meðal þýzkra inn-
rásarmanna að gera sér háls-
festar úr augum júg/slav-
neskra ungmenna, sem þeir
hefðu drepið. Sjálf átti hún
yngri bróður, sem var skæru-
liði, en særðist og var tekinn
af Þjóðverjum. Þó að hann
væri særður, var hann tekinn
af lífi með því að skera hann
á liáls.
Hún kvað þjáningar þjóðar
sinnar hafa verið gífurlegar á
stríðsárunum, 1,7 milljón
manna var drepin, mest ungt
fólk og menntamenn, en um
80% af 'skæruliðahernum
voru menntamenn, faglærðir
verkamenn og menntaðir bænd
ur. Á fjórum árum voru 800.000
byggingar eyðilagðar í laníiinu,
auk þess sem svo til allar brýr
landsins voru sprengdar í loft
upp. Ennfremur sagðist hún
hafa séð með eigin augum,
hvernig Þjóðverjar söguðu
sundur alla járnbrautarteina á
undanhaldi sínu.
Því hefði upjjbyggingarstarf-
ið í landi sínu eftir stríð verið
gífurlegt, kostnaðarsamt og
erfitt. Uppbyggingin hefði samt
gengið eftir vonum. þó að mikl
ir erfiðleikar hefðu steðjað að,
ekki sízt eftir vinslitin við
Moskvu 1948, þegar Júgóslavía
var algjörlega einangruð af sln
um kommúnistísku nábúum.
Iðnvæðing hefur verið geysi-
mikil í landinu. Sem dæmi
nefndi frúin, að fyrir stríð
liefðu 78% Júgóslava starfað
að landbúnaði, en á s.l. ári
hefði hlutfallið verið orðið
þannig, að 49% störfuðu að iðn-
aði og skyldum greinum, en
51% að landbúnaði. Áherzlaii
hefði samt verið á 1) uppbygg
ingu eftir eyðilegginguna í
stríðinu, 2) á iðnvæðingu, í
þessari röð-
Við spurðum frúna nm af-
stöðu stjórnar hennar til sam-
yrkjubúskapar. Hún kvað það
vera skoðun stjórnarinnar, að
samyrkjubúskapur væri það,
sem ætti að koma. Hins vegar
liefði stjórnin séð, eftir að hafa
reynt samyrkjubúskap á árun-
um 1945—1950, að efnahags-
Frh. á 4. síðu.
45. árg. — Laugardagur 15. febrúar 1964 — 38. tbl.
Reykjavík, 14. febr. — HP.
Sunnudaginn 16. þ. m. verður
opnuð sýning í Ásgrimssafni, sem
einkum er ætluð skólafólki, og
er slíkt nýmæli af hálfu safnsins.
Af þessu tilefni boðaði frænka
listamannsins, frú Bjarnveig
Bjarnadóttir, sem verið hefur
forstöðumaður Ásgrímssafns frá
því að það var opnað og unnið
þar ómetanlegt starf af smekk-
vísi sinni og umhyggju fyrir ijlftr,
sem snertir safnið og minningu
Ásgríms Jónssonar, listmálara,
blaðamenn á sinn fund í gær, —
sýndi þeim safnið og gerði grein
fyrir skólasýningunni, sem hefst
á sunnudaginn.
Ásgrímssafn var opnað fyrir
nálega þremur og hálfu ári, en
það er sem kunnugt er á héim-
ili listamannsins, Bergstaðastræti
74. Er ráð fyrir gert, að listá-
verk Ásgríms, sem hann gaf rík-
inu, verði geymd þar og sýnd,
þar til byggt verður Listasafn
ríkisins. Þar eru nú geymd um
400 fullgerð málverk hans auk
ófullgerðra mynda, teikninga o.
s. frv., en ekki er hægt að sýna
nema lítinn hluta verkanna í
einu, og sagði Bjarnveig, að það
mundi taka 4-5 ár, að sýna þau
öll í húsakynnum safnsins. Mynd-
irnar, sem nú hafa verið hengdar
upp og verða á skólasýningunni,
eru bæði olíumálverk, vatnslita-
myndir, þjóðsagnateikningar o.s,
frv., þ.á.m. málverk frá Þingvöll-
um, Mývatni, úr Borgarfirði og
frá fleiri eftirlætisstöðum Ás-
unni segir Bjarnveig:
Margt er nú rætt og ritað unl
spillingu aldarfarsins, og að nauð
synlegt sé að beina hugum unga
fólksins á hollar brautir og göfga
hugarfar þess. Og í því sambandi
má benda á, að vafalaust megi
telja það hollan skóla, að koma
æskufólkinu í sem nánasta snert-
ingu við fagrar listir og listmenn-
ingu, og vill Ásgrímssafn stuðla
að slíku.
Síðan safnið var opnað hefur
margt af ungu fólki skoðað sýn-
ingar þess, enda ýmsir skólar
sent þangað hópa nemenda sinná
nndanfarin ár. Og það má líka
visáuiégáj.telja ' vel farið, því að
livoi't.tveggja er, að í safninu er
mikill fjöldi fagurra listaverka,
Framh. á 3. slSu
Fundur klukkan 12 á há-
degi í dag í tumherberginu á
Ilótel Borg.
Tillögur trúnaðarmanna
Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur um næstu stjórn fé-
lagsins liggja frammi í skrif
stofu flokksins og hafa legið
frá því á miðvikudag. Er fé-
lagsmönnum hér með á
þetta bent. Tlllögurnar munu
Iiggja frammi til næstkom-
andi fimmtudagskv. — Kjör-
nefnd.
(IMMWWWWtWMWMWMMMWWtMWmttlM1 ntVMtttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttV