Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 1
A MMMD 45. árg— MiSvikudagur 26. febrúar 1964. — 47. tbl. A-WÚÐVERJAR HÖFÐU EKKI AHUGA FYRIR KAUPUNUM en ekki 21 ár, eins og verið hefur. Ríkisstjórnin lagði í vetur fyr- ir Alþingi frumvarp um breyting- ar á áfengislöggjöfinni. Var það árangur af starfi nefndar, sem sett var á laggirnar eftir Þjórs- árdalshneykslið í fyrrasumar. — Þetta frumvarp gengur allt í þá átt, að herða eftirlit með áfengis- neyzlu unglinga og baráttu gegn henni. Rikisstjórnin lagði ekki tit, að aldursmarkið yrði fært niður í 18 ár. Málið fór til meðferðar hjá alls- herjarnefnd neðri deildar, og skilaði hún áliti fyrir nokkrum dögum. Eitt merkasta ákvæði stjórnarfrumvarpsins var að banna unglingum innan 18 ára aðgang að vínsölustöðum, en þetta mark er nú 16 ár. Taldi j meirihluti allsherjarnefndar þá rétt að hafa aðeins eitt aldurs- mark og færa heimild til að selja áfengi úr 21 ári í 18 ár. Rök- semdir með breytingunni eru þær, að þetta auðveldi framkvæmd þessara ákvæða, en henni mun hafa verið verulega áfátt. Kveðst meirihlutinn hafa rætt þetta við ýmsa aðila, og sé vitað um ágæta bindindismenn, sem séu þessu fylgjandi, en aðra sem séu því andvígir. Framkvæmdanefnd Stórstúku íslands hefur nú mótmælt harð- lega þessari breytingatillögu og telur, að það mundi verða til tjóris eins að lækka markið úr 21 ári í 18 ár. Hafa heyrzt-vax- andi mótmælaraddir gegn þessari tillögu, og benti einn alþingis- maður á það í umræðum á mánu- dag, að það værí bærílegur árang- ur af Þjórsárdalsferð ungling- anna í fyrrasumar, ef ferðin leiddi til þess, að byrjað verði að selja 18 ára fólki áfengi. Mál þetta var á dagskrá neðri deildar á mánudag og hefði getað komið til afgreiðslu þá, en fram komu óskir um að ljúka ekki umræðunni og fresta málinu, svo að betra tóm gæfist til að ræða það í flokkunum. Eldur í fjöl- hýlishúsi Reykjavík, 25. febr. — KG. ELDUR kom upp í fjölbýlis- liúsi að Álftamýri 20 í morgun. Þegrar slökkviliðið kom á vettrang klukkan riiinlega 8 lagði mikinn reyk frá þriðju liæð hússins. Mikill reykur var einnig í stíga- húsinu og á næstu hæð. Fóru fbá- arnir þar út á svalir og var bjarg- að þaðan með stigabíl. Iiaí'ói eld- urinn komið upp í klæðaskáp og komizt í húsgögn og varð af því mikill reykur og munu skcmmdir hafa orðið töluverðar. *WMMMWWWWWWWMWWWWHIW Alþýðublaðið hefur lagt eftirfarandi spurningu fyrir nokkra borgara: Álít- ið þér, að lækka beri aldurstalonark vínveitinga niður í 18 ár? — Þetta mál er nú mjög mnrætt manna á meðal og svörin er að finna á baksíðu. lMlWWWWWMWWWWMIMWMWWWWtWWW>IWtWWIIWWMMAWMHMWWWIWMMWMW> ♦ Reykjavík, 25. febr. — ÁG. ÞJÖÐVILJINN birtir í dag frétt þess efnis, að yfirlýsing stjórnar Síldarverksmiðja ríkis- ins í sambandi við sölu á „Sigló- síld” til A-Þjóðverja, sé „vísvit- andi lygi í blekkingarskyni,” eins og blaðið orðar það svo smekk- lega. Inntak yfirlýsingar SR var að verzlunarfulltrúi Þjóðverja hsr á landi, Dietmar Möckel hetW svarað fyrirspurn SR um sihH „Sigló-síldarinnar” neitandi þrált fyrir að rætt hefði verið um a® tengja þá sölu við sölu á sildar- mjöli. Segir Þjóðviljinn, og hefur það eftir Þói-oddi GuðmundsByni stjórnarmeðlim SR, að Sveinn Benediktsson, formaður síjótnar SR hafi rætt við verzlunarfulítrú- ann, og þá talið að ekki kæroi til greina að leyfi fengist fyrir sölu á síldar- og fiskimjöli með afurð- um verksmiðjunnar. Þá segir blaðið, að ennþá sé hægt að selja afurðir verksmiðjunnar með því skilyrði, að með fylgi í kaupUn- um fimrn hundruð tonn af síldar- mjöli. Nokkru síðar í fréttinui er þó eítirfarandi haft eftir Þór- oddi: „Rétt er þó að geta þess, að Sveinn Benediktsson greiddi atkvæði á stjórnarfundi SR um sölu á fimm liundruð tonnum af síldarmjöli til þess að greiða £yr- ir þessum viðskiptum.” Frétt Þjóðviljans er liið raesta bull, og auðsjáanlcga skriíuð meira til að bjarga andlití Austur-Þjóðverja í þessu máli. Því til sönnunar er bókun frá stjórnarfundi SR, sem Þórodd- ur Guðmundsson staðfesti tnefJ undirskrift, en þar segir m. a.: „Lofaði hann (verzlunarfulitráinn: innskot Alþýðub’aðsins) að senda fyrirspurn um liugsanleg kaúp á birgðum verksmiðjunnar í sam- bandi við kaup á fiskimjöli, og Framh. á 5. siðu ÁFENGISMÁLIÐ or að verða Stórmál á Alþingi. Er hraðvaxandi andúð gegn tillögu frá meiri- hluta allsherjarnefndar í neðri deild, þess efnis, að leyfa sölu á- fengis við aldurstakmarkið 18 ár INNBROT í EYJUM Vestm.eyjum, 25. febr. ES.-GO, Innbrot var framið í Kaupfélagið hér á staðnum í nótt, Þjófarnir fóru inn um aðaldyr hússins, þannig, að þeir tóku anddyrisrúðuna úr og lögðu hana pent frá sér við hliðina á búðarborðmu. Svo stálu þeir einu útvarpstæki og ýmsu fleiru smá- vegis, án þess að gera nokkurn óskunda á húsnæðimi. _ Mál þetta er enn ekki upplýst og er í rannsókn. Reykjavík, 26. febr. EG. . Klukkan tvö í nótt eftir íslenzk- Vffl tíma hófst heimsmeis'ara- keppnin í hnefaleikum, þungavigt í Miami Beach í Florida. Fóru l’eik CL AY ar þar svo að hinn 22 ára gamli Cassius Clay sigraði andstæðing sinn Sonny Listou í sjöundu lotu. j Fiestir höfðu þó spáð Liston sigri og voru veðmálin 7:1 lionum í hag. í þriðju Iotu kom Clay höggi á vins ra auga Listons svo það virt ist lokað öðru hverju. í fimmtu lötu var Clay á sífelldum hlaupum uin hringinn og tókst Liston ekki að koma höggi á liann. í sjöttu lotu só ti Clay sig verulega og ,er bjallan klingdi til merkis um að sjöunda lota skyldi hefjast stóð Liston ekki upp, en Ci’ay hljóp um hringinn og veifaffi báðum hönd- um frá sér numinn af gleði. Talið var að Liston liefði annað hvort axlar brotnað á vins ri öxl eða farið úr axlarlið. Þess mán geta að Clay lét svo ummælt fyrir keppnina, að hann mundi sigra Liston í 7. lotu. USTON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.