Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 8
 Hvað e Á FLESTUM heimilum er til fjöldinn ahur af myndum, sem aldrei hefur verið timi til að líma inn, eða ganga frá þeim á annan hátt. í staðinn fyrir að kaupa albúm, gemr maður keypt karton, og klippt það niður í hæfilegar stærðir, gat- að spjöldin á einni hiiðinni, og heft þau saman, þegar búið er að líma myndmnar upp. Fyrst eru myndirnar floklcaðar nið- ur, og síðan hefst frásagnar- þáttur. Með þessu getur mað- ur slegið margar flugur í einu höggi — rifjaðar eru upp gaml ar endurminningar — heimil isfólkinu er sagt frá þeim at- burðum, sem myndirnar geyma, og að flokka og líma upp myndirnar getur verið föndurtími fyrir alla fjölskyld una. Þetta er mjög vinsælt meðal yngstu meðlima fjöl- skyldunnar, börn þreytast al- drei á að skoða myndir, og þeg ar spennandi frásögn fylgir, hrífast allir með. A þennan hátt er einnig hægt að búa til myndabók handa yngstu börnunum — úr gömlum jólakortum, eða úr- klippum úr blöðum og tímarit um. Kápan utan um mynda- sþjöldin verður að fara eftir hugdettu hvers og eins, einnig hvað skreytingar snertir. Af- ganga af taui, plasti, filti, striga o. fl. má setja utan um þykkan pappa, og líma alls konar mynstur eða myndir úr berki, filti, skmni, gallonefni eða það, sem hver vill hafa til skreytingar. Á eftir er svo sjálfsagt að fá sér góðan kaffisopa, en ekki hefur maður ennþá rekizt á nýja uppskrift af kaffi. LEIKUR: Spurningar og svör. Nöfn allra þeirra, sem taka þátt í leiknum, eru skrifuð á jafnmarga miða og þátttakend- ur eru. Miðunum er útbýtt með al þátiakenda af handahófi. Þá skrifar hver fyrir sig spurn- ingu á miðann, stílaða til þess manns, sem á nafn sitt á mið- anum. Þegar þessu er lokið, er miðunum aftur safnað sam- an og útbýtt á ný, og skrifa nú allir svar við spurningunni, sem á miðanum stendur. Dæmi: Ég fæ miða, þar sem stendur nafnið Ólafía Ólafs- dóttir og neðan undir spurn- ingin: Hvers vegna er svo mik- ill fýlusvipur á þér í kvöld? Þá skrifa ég neðan undir svar fyrir hönd Ólafíu, og segi t. d.= Af því að ég er nýlega búin að fá kosningarrétt til alþingis — eða eitthvað því líkt. Mörg- um finnst leikurinn skemmti- legri, ef miðinn er brotinn þannig í hvert skipti, að maður sér ekki annað, en það sem maður sjálfur skrifar. Að lokum er svo lesið upp hátt það, sem á miðunum sændur, og fær þá hver „sinn skammt“. GÁTUR: Drengur mætti kennaranum sínum á götu, en heilsaði hon- um ekki. Getur þú sagt mér, hvað hann hafði undir húf- unni? Hvað er líkt með hænu — og armbandsúri? Hvað er það, sem fer í gegn um dyrnar, en fer þó hvorki út né inn? (Ráðningar koma í næsta þætti). MÁLSHÁTTUR: Eftir höfðinu dansa limirnir. SPAKMÆLI: Það er gott að vera góður, en það er betra að gera gott. 111IIIIIIIIIII...... I.lll.„„„„„„.... ..........................................................................„|„„„„„|„„|ll,|ll^ FRIMERKI iii FRÍMERKI FRÍMERKI n FRÍMERKI Frímerkjasöfnun er einhver út- breiddasta og vinsælasta tóm- stundaiðja í heimi og eru þeir, sem áhuga hafa á söfnun, af öllum manngerðum og stéttum, kirkju- höfðingjar og skóburstarar, skóla- krakkar og þjóðhöfðingjar. — í Bandaríkjunum einum eru yfir 11 milljónir frímerkjasafnara. — Það er erfitt að skýra, af hverju þessi frímerkjasöfnunarfaraldur stafar, en víst er, að söfnun getur altekið menn svo, að næst gengur göldrum. — Eitthvert fyrsta skipti, sem getið er um frímerkjasöfnun, er í Lundúnablaðinu Times árið 1841, skömmu eftir að póstfrí- merki voru tekin í notkun. — Þar auglýsti ung frú, sem ætlaði að veggfóðra herbergi með frímerkj- um, en þau 16 þúsund merki, sem hún átti, dugðu ekki til! — í maí 1841 voru fyrstu frímerki heims gefin út í Bretlandi og írlandi — Voru það svart penny-frímerki og blátt tveggja pennya-frímerki með vangamynd af Viktoríu drottningu. Merkin urðu þegar vinsæl og voru seldar meira en 75 millj. merkja á tæpu ári. — En þrátt fyrir stórt upplag hefur mikið af merkjum þessum farið í súginn, því að nú kostar hvert þeirra um 3000.00 kr. ísl. (ef þau fást). Næst gáfu Brasilíumenn og Sviss út frímerki, þá Bandaríkin 1847, og það ár fann írskur vél- fræðingur upp vél til þess að gata frímerki og voru þau úr því öll þannig gerð. Ekki leið á löngu, þar til frímerki voru gefin út í öll- um mögulegum gerðum, bæði að lögun og stærð. — Fyrsta þrí- hyrnda merkið var gefið út í Suð- ur-Afriku 1853 og var það jafn- arma þríhyrningur. Síðar komu aðrar gerðir þríhyrninga, í Co- lumbíu t. d. jafnhliða og síðan annað, þar sem allar hliðar voru mislangar. — 1850 hafði brezka Guinea sent út kringlótt frímerki. hið fyrsta af þeirri gerð. Frægasta frímerkjasafn heims mun vera konunglega safnið brezka, en þar eru aðeins brezk og egygzk frímerki. — Safnið er 330 bindi, hvert 60 bls. Annars eru frí- merkjaklúbbar í öllum löndum heims að heita má og eiga sumir þeirra merkileg söfn. Eitthvert minnsta frímerkið, sem prentað hefur verið, kom út í Columbía 1863, en það var 5/16x3/8 úr enskum þumlungi (nálægt því að vera 5x8 mm). Kína er stórt land og þar kom líka stærsta frímerkið út, sem þekkt er: 24.8 sm langt, en aðeins 6.9 sm. breitt. — Áhugi á frímerkjasöfnun óx jafnt og þétt og merkin urðu fleiri og fjölbreytt ari. Frímerkin, sem dugðu heilt ár í Bretlandi, fyrsta árið, 75 millj ónir, mundu nú endast í 3 daga og svarar það til 7000 milljóna ár- le.ga. Það eru þó Bandaríkin, sem prenta flest merki, enda eru mörg þeirra gefin út í minningu um eitt og annað og í hundruðum millj- óna eintaka, enda eru Bandaríkja- merki flest heldur verðlítil (notuð) 8 26. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ arini EINS og kunnugt er hefur Gísli Halldórsson, verkfræðingur, unn- ið að því tvö undanfarin ár að fá reynda nýja tegund af síldarsjóð- ara, er hann nefnir mallara. En erf iðleikar reyndust miklir á að fá tækið nokkurs' staðar reynt, þótt furðuleg. megi telja í landi, sem byge'" ',,komu sína á fiskiðnaði og vaxandi tækni Segir Gísli, að þeir óvæn1’] erfiðleikar, sem þessi dráttur hafi bakað honum, séu svo alvarlegir. að hann myndi hugsa sig um tvisvar, áður en hann tæki aftur á sig þá byrði að standa und- ir framWæmd nýrrar tæknihug- myndar hér á landi. Nú er þó loksins svo komið fyr- ir djarfhug og drengskap hins kunna a'hafnamanna, Guðmundar Jónassonar frá Rafnkelsfitöðum, og aðs^oð nokkurra annarra á- gætra aðila, svo sem Fiskimála- sjóðs Framkvæmdabankans og Landsbankans, að mallarinn er kominn í gagnið í verksmiðju Guð munó-'r ; Sandgerði. Ifefur hann nú verið í sífelldri notkun um margra vikna skeið og reynist hið bezta Er það mál manna, að hann a”ki verulega afköst hins ó- beina siöðara, sem forhitar efnið, áður en hað fer í mallarann, þar sem hað kraumar áfram í ca. 15 mínú‘”r á meðan það sígur hægt niður ; gegnum hann. Ma”arinn er þannig cins konar moðs"ð”tæki, sem ekki er ætlað að b.Tfa hita í efnið, heldur að- eins hatda við hitastiginu og gefa efnir” (,ma til að fullsjóða, þann ig að bafs verði allt jafnsoðið og hverrri hrát.t. Úr hinum óbeinu sjóð”r”m er reynslan hins vegar sú, as «”m,t af efninu vill koma hrátt úr þeim, nema hitastigið í þeim sé mjög hátt. Þegar kalt er í veðrí revnist oft erfitt að ná nógu hó” hitastigi, að ekki sé tal að um s;ld, sem snjór eða frost hefur komizt {. Loks getur síldin verið ; hannig ásigkomulagi, að hún líkist mest tómatsúpu, og vill þá ma”k hetta oft renna hraðar í gegn”m skrúfusjóðarann, heldur en snúuingur og tilfærsla skrúf- unna” <ægir til um, og koma út hrátt Þegar tilraunir liófust með mall- arann ; s;?castliðnum janúar, hafði reynz' erfitt að sjóða nema fyrir aðra nressuna af tveimur fyrir það, hve efnið vildi koma hrátt vir sjóð aranum. En strax og mallarínn var settur í gang reyndist unnt að sjóða með báðum pressunum og ná tonnafköstum verksmiðjunnar með sem næst tvöföldum þeim af köstum s°m áður liafði verið unn ið með. Fékkst þá og mjög lágt fituinnihaM í mjöli, sem næst 5,5 % og vatnsinnihald í pressuköku einnig lágt. Efnið reyndist vel soð ið og enginn hrái. Hins vegar var hrái í efninu, ef tekið var beint frá sjóðara og vatn í köku og fita meiri. Verksmiðjustjórinn, Björn Vil- hjálmsson, telur ólíkt betra og auðveldara að vinna með mallaran um en án hans. Telur hann hana

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.