Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 6
ANTON FOX, sendibifreiðastjóri, leit upp úr dagblaðinu og mælti við konu sína: — Það er mynd af telpu hér, sem er alveg nauðalík Gabrielu okkar. Konan hans leit á myndina af telpunni í blaðinu og samsinnti honum. Og frú Fox gat ekki að — Þa'ð getur ekki verið hart. jÉff saað það í 4 mínútur og þetta eru 4 cgg, samtais 12 mínútur . . sér gert að láta augun flögra í átt til yngri dótturinnar, Ulrike, rúmlega tveggja ára gamallar, sem lék sér í herberginu. Hún var gjöróiík eldri systur sinni, bæði í útliti og skapgerð. Þegar frú Fox las áfram það, sem með myndinni í blaðinu stóð, sá hún, að læknir í Vestur-Berlín hafði tekið blóðsýnishorn af litlu stúlkunni, sem hét Manuela Sternke, og komizt að þeirri nið- urstöðu, að hún gæti ekki verið dóttir konunnar, sem hún ólst upp hjá og álitin var móðir hennar. í blaðinu sagði ennfremur, að telpan hefði fæðzt í sjúkrahúsi í Hildesheim, sama sjúkrahúsinu og frú Fox hafði átt sína telpu á níu dögum síðar. Höfðu orðið bamaskipti? Fox- hjónin hófu fyrirspurnir. Þau bíða enn í kveljandi óvissu, vegna þess, að þrír sérfróðir lækn ar hafa ekki komið sér saman um niðurstöður af blóðrannsóknum, sem þeir hafa gert. Einn vinsælustu söngvara Frakklands, Tino Rossi, hélt nýlega hátíðlcga 150. sýningu söngleiks síns, „Le Temps des Guitares“. | ®VA BARTOK, ungverska leik 1 konan, sem, eitt sinn var gift Curd Jiirgens, sneri fyrir | skömmu aftur til London eftir fjögurra ára vist á Ítatíu. — Myndin er af henni og sex ára 1 gamalli dót ur hennar, Deanne, | sem hún var að koma í skóla í London. Ekki samt heima- § vistarskóla og í þvi sambandi | er þetta haft eftir henni: „Hver | er tilgangurinn með því að eiga börn, ef maður hefur þau ■ aldrei hjá sér?“ D.eanna á að læra dans, tón- §j lis', málaralist og fleira því um g Iíkt. . Eva ætlar að halda sýningu §j á sínum eigin verkum í Lond-. @ on á næstunni. Hagnaður, ef §1 einhver verður, gengur til bar- ' áttunnar gegn hungursneyð- 0 inni í heiminum. □ EKKI er víst hvort Brigitte Bardott er ennþá bezta gjaldeyris tekjiuind Frakklands, en á hinu leikur ekki minnsti vafi, að hún skipar sérstakan sess í hugumr.sam landa sinna, sém önnur kona mun naumast setjast í síffar. Sennilega er hún eina konan í heiminum, sem myndað er um sérsiakt safn, þar á ofan meðan hún er enn á lífi. Þar er ekki aðeins hægt að sjá hana í fullri líkamsstærð — í vaxi — heldur einnig langflesta þá búninga, sem hún hefur leikið í. Einnig er þar að finna skó.a- kjóla hennar og meira að segja vögguna hennar, sem hún síðar geymdi í son sinn, Nicolas Charr- ier. Q] JOSEPH KABAT, 22ja ára gam all New Yorkbúi, ætlaði að sieppa við fyrstu áminningu sína fyrir umferðarbrot. Þess vegna jók hann hraðann, þegar hann varð var við lögreglu bíl á ef.ir sér. Kappaksturinn stóð góða stund. Þegar honum var lok- ið, fékk Joseph ekki aðeins at- , hugasemd fyrir upprunalegu yfir- sjónina, heldur 51 í viðbót, þar á meðai umferðarljósbrot, rangar stefnubreytingar, akstur á skökk um vegarhelmingi og fjölmargt íleira. tækis vilja fá yfirsýn yfir hæfi- leika flónelsmannanna, kalla þeir þá saman á skrifstofu stjórnarinn ar og fá þeim þar í hendur ákveð- inn. f jölda.. af bréfaklemmum, sams konar og þær, sem þeir eru vanir að nota við dagleg. störf sín. — Nú skulum við sjá hvað þið getið gert úr þessum klemmum, herrar mínir,' segir siðan einhver forystumannanna ,og allir taka að keppast við að beygja og sveigja járnið. Skyndilega er leik urinn stöðvaður og árangur verk anna lagður fyrir hina ógnvekj- andi sálfræðinga, sem skulu kveða upp dóm um flýti þeirra í að átta sig á aðstæðum, dugnað, sköpun- arhæfileika og skapgerð. Það var „United Airlines", sem byrjaði á þessum prófunum, og síðan hefur þessi aðferð farið sem ‘ e dur í sinu um Bandarikin. Það er líklega alveg útilokað, að sá beri sigur úr býtum, sem hefur setið allan daginn í stóln- um og dundað við að gera fígúrur úr bréfaklemmum. □ HINIR ,,gráu menn“ Banda- ríkjanna, flónelsklæddu náungarn ir, sem vonast eftir að komast upp í hinn enda metorðastigans, þar sem greidd eru háu launin, menn bera virðinguna utan á sér og fá magasár, hafa nú fengið nýtt áhyggjuefni. Það eru auðvitað hinir hötuðu afkastasérfræðingar, sem því valda. Þegar forustumenn stórfyrir- □ GRAHAM GREENE er einn mesti aðdáandi og þekkjandi vína í hópi bókamanna. Nú ætlar hann að gæla rækilega við þetta áhuga mál sitt. Hann ætlar að yfirgefa hið þokusveipaða föðurland sjtt og setjast að í hjarta vínhéraðsins Provence í Frakk’andi. Hann hef- ur keypt hús og landssvæði í dæmi gerðu frönsku vínþorpi, sem Les Arc heitir. Þar ætlar hann að rækta sitt eigið vín. — Það lá að. Ameríkanar hafa svosem verið hér lílta . . . □ HINN mikli sálgreinandi hafði haft frú eina til meðferðar um all langan tíma og var nú kominn að niðurstöðu. — Þér hafið tvöfalda skapgerð, kæra frú. Þér eruð í raun og verú tvær ltonur, og það er ekki um annað ræða fyrir yður en sætta yðu við það. Hún kinkaði koili og nú var ekki annað eftir en greiða reikninginn. — 5000 krónur, sagði hinn frægi sálfraeðingur. Aftur kinkaði frú- in kolli, tók seðlabunka upp úr veski sínu og rétti honum. Hann taldi upphæðina og leit síðan forviða upp: • : — Já, en þetta eru ekki nema 2500 krónur. — Ég veit það, sagði liún, en nú hefur önnur konan greitt. Nfi skuluð þér sjá, hvað þér getið haft út úr hinni konunni. □ HANN kom sér vel fyrir á bar- stólnum og sagði við barþjóninn: — Hristu nú handa mér extra þurran martini, þetta er fegursti tími dagsins, of seint að fara á skrifstofuna og of snemmt að fara heim. - > @ 26. febrúar 1964 — ALÞY0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.