Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 7
Fei 'öasögurnar og þra löurini í aö ofan m a iTf ÞEGAR ég ligg sjúkralegur mínar erlendis, rif ja ég löngum upp bæk ur, sem ég hef áður lesið. Það er svo auðvelt og skemmtilegt — eins og að ferðast fótgangandi um gamalkunna sveit, ráða hraðanum sjálfur, láta ekkert koma sér á ó- vart og skoða allt í ljósi reynslu og þekkingar, en þó forvitnum aug- um og kynnast þess vegna alltaf einhverju nýju. Góðar bækur eru eins og sviptignar og virðulegar konur: Þær fríkka með aldrinum og þroskanum. Og nú er víst bezt að lóta ekki formálann vera lengri. Að þessu sinni varð fyrir valinu eins og oft áður „Rejse paa Is- land” eftir Martin A. Hansen. Kristján Benediktsson keypti hana fyrir mig í ,vasabókarútgáfu’, og andvirðið nam fimmtíu krónum íslenzkum, bókin að vísu óinnbund in, en skreytt teikningunum á- gætu eftir Sven Havsteen-Mikkel sen og að öllu leyti ljómandi fal- lega út gefin. Og þvilík nautn að lesa þessa ógleymanlega sér- stæðu íslandsbók. Tækni hennar Og stíll er meistaraverk út af fyrir sig, þvílík snilld og unun, þegar Martin A. Hansen lýsir leiðinni fyr ir Hvalfjörð og segir veginn liggja f miðjum hlíðum, en vera liinum megin fjarðarins eins og rák í fjallið, eins og far í meyjarlæri eftir vont sokkaband, og þó er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum. Úrslitum ræður samt, hversu Mar- tin A. Hansen skynjar landið og þjóðsöguna. Stundum verður hann örlítið áttavilltur, ruglar kannski saman nöfnum á mönn- um eða bæjum, iðulega verður les- andinn ósamþykkur honum um einstakar ályktanir, en hvaða máli skipta slík aukaatriði, þegar upp er brugðið stórri og skýrri heildarmynd listrænnar snilldar, sem aðeins stórskáld koma á framfæri við samtíð og framtíð? ísland tók Martin A. Hansen í senn fast og mjúkt í faðm sér. Þar kenndi hann gamals meins, sem dró hann til bana mjög um aldur fram, enda var ferðahugur beirra félaga fííldirfska, en jafnframt lifði hann unaðslegar stundir í sveitum íslands og á f jöllum uppi. ísland opnaðist fyrir honum eins og þegar Rafskinna flettist í gamla daga — hann sá það og heyrði í myndum og tónum, skini og skugga, sögu og nútíð. Og þá var sannarlega við miklu að bú- ast af öðru eins stórskáldi og Mar- tin A. Hansen. Ég veit, að margir aðrir hafa gert íslandi góð skil í merkilegum ferðabókum, en eng- inn hefur lifað hér öðru eins lífi til líkama og sálar og þessi danski sveitamaður og heimsborgari, sem átti allt skilið til viðurkenningar frábærri ritlist sinni, lika það, sem honum ekki hlotnaðist — nóbels- verðlaunin. Þetta var um Martin A. Hansen og „Rejse paa Island”, en mér er fleira í huga: Ilvers vegna skrifa ekki íslenzkir rithöfundar fróðleg- ar og sniallar ferðabækur utan úr heimi? Ég man mætavel bók séra Sigurðar í Holti um helgislóðir biblíunnar, rit Sigurðar A Magn- ússonar um Indland, kverin snotru bans Jóhanns míns Briems um landið helga og Grænland og þá ekki síður ferðasögur Guð- mundar Daníelssonar úr vestri og suðri, en þetta er svo ósköp lítið að vöxtum, þegar borið er saman við aðrar uppskerutegundir af bókaakrinum heima á íslandi ár hvert. Kerling norður í Húnaþingi, vestur í Dýrafirði, austur á Breið- dal eða suður 1 Grímsnesi má varla hafa blotnað svo í fæturna á leið milli bæja öðru hvoru meg- in við aldamótin, að ekki sé sam- in ævisaga hennar eða hún færi endurminningar sínar í letur, en íslenzkir rithöfundar, sem ferðast um lönd og álfur, virðast heim- komnir ekkert hafa af ferðum sín- um að segja. Þó eru ferðasögur harla frægar í bókmenntum okk- ar: Jón Indíafari, Árni frá Geita- stekk, Eiríkur á Brúnum og Svein- björn Egilsson — nöfnin ryðjast fram í hugann, og hver myndin af annarri blasir við í minnisspeglin- um. Satt að segja botna ég ekkert í því, að rithöfundar samtíðarinn- ar skuli vanrækja jafn skemmti- lega bókmenntagrein og ferðasög- urnar. Hafa ekki íslenzkir bóka- útgefendur látið hér mörg og góð tækifæri framhjá sér fara? Ætli ferðasögur yrðu ekki- vinsælar á: borð við endurminningar, ævisög- ur, samtalsbækur og andatrúar- játningar, ef til þeirra væri stofn- að? Ég þori að fullyrða, að þær myndu seljast vel og hafa merki- legu hlutverki að gegna. Veröldin er alltaf að minnka af því að fjarlægðirnar í lofti Qg á, láði og legi styttast minnsta kosti árlega á öld hraðans og vélanna. Nú förum við á klukkustundum óraleiðir, sem tóku forfeður okkar vikur. Og fólkið ekur, siglir og flýgur um gervalla heimsbyggð- ina. Manni er ekki óhætt framar að hugsa upphátt á íslenzku í Kaup mannahöfn, Lundúnum, París eða Róm — konan við næsta borð er kannski systir hennar Sigríðár á Þingeyri, Guðríðar á Hofsósi, Önnu á Seyðisfirði. eða Kristínar á Eyrarbakka, og það getur frétzt heim í vikunni, að sæmilega sak- laus ferðalangur hafi misst vald á. tilfinningum sínum flughraða svip stund af gleði, undrun eða bræði. íslenzkir rithöfundar fjölmenna til útlanda vetur, sumar, vor og haust að kaUa, afla sér fróðleiks, lifa glaðar stundir, fletta blöðun- um í myndabók mannkynssögunn ar á stöðunupii þar sem atburð- imir gerðust og afburðamennirn- ir brugðu stónim svip yfir hverfi, mikið eða lítið eftir atvikum, en snúa svo heim aftur hljóðir og hóg- værir menn eins og þeir hafí brot- ið eitthvað af sér, fallið í ónáð, orðið landi og þjóð til minnkunar. Ekkert er þó fjær sanni. Rithöf- undarnir geta borið höfuðið hátt. Þeir eru bara meðsekir um þá leiðu tilviljun, að „bókaþjóðin” eignast varla ferðasögur. Annars er allt í lagi með þá! Nú spyr sennilega einhver: En því ekki að þýða góðar erlendar ferðasögur á íslenzku — er þá ekki vandinn leystur? Ekki að öllu leyti. Góðar þýddar ferðasögur eru raunar gersemi, en þær geta ekki komið í stað frum- saminna bóka af skiljanlegum á- stæðum, við þurfum hvorttveggja. íslendingur hugsar alltaf dálítið öðru vísi en erlendur maður. Hann á betra með að tjá sig íslenzkum lesendum en útlendur hugsuður, þó að gáfaðri sé og menntaðri. ís- lendingar fara ósjálfrátt að hugsa skynja, finna til, gleðjast-, hryggj- ast og lifa lífinu í takt við þá> landa sína, sem. af bera um hug- kvæmni, næmleika, fjölbreytíaír tilfinningar og einlægni í dagfarlk og athæfi og geta miðlað öðrun» þessum hæfiieikum sínum í máli, myndum eðá tónum. Það mur» v.egna þessa, að íslenzk list er ogt verður til, ef við höldum okkusr áfram á því vitsmunastigi, þav sem guð hefur búið okkur stað ogf ætlað okkur örlagahlutverk. Og svo eru þýðingar alltaf var- hugaverðar. Ég held, að „Rejso- paa Island” sé óþýðanleg bók, þ(Þ að mig langi vissulega til þess ztÞ fá hana, á íslenzku, Hugsunarhátt- ur Martins A. Hansen er þar túlk- aður svo flóknum og samofnunv orðaleikjum, að engu má muná, ekkert út a£ bera.til þess að köng- ullóarvefur þessarar listræm* snilldar slitni okki og hrynji. Þatf ér víðar en í ævintýrinu eftir Jó- hannes sáluga Jörgensen, að þráð* Framh. á 10 síSllk •NxííítWSí;-. .............. — -> ■■ iHW.KiHi.i.1—^-- 14 I TÍUNÐU tónleikar Sinfóníu- I hljómsveitarinnar voru haldnir | í samkomusal Háskólans 20. 1 febrúar s.l. Verkefnin voru að i þessu sinni eftir þrjú af höfuð | skáldum 118. og 19. alda, þá í Mozart, Brahms og Beethoven. | Það mun vera á vitorði allra, | sem til þekkja, að Olaf Kiel- i land hefur ávallt verið ötull | stjórnandi og fengið, flestum | stjórnendum fremur, vilja sín- | um framgengt við hljómsveit I okkar. Á fyrstu uppvaxtarár- | um hljómsveitarinnar hefur I Kielland vafalaust gert henni i mikið gagn — einmitt með sínu j mikla skapi og einlægum vilja i við að ná út úr þessum, þá ný- j græðingi, öllu því, sem mögu- | legt var. Hljómsveitin hefur I þroskazt mikið síðan Kielland j kom hér fyrst og hefur nú yfir i að ráða meiri möguleikum en I þá. Að þessu sinni hefur hljóm I sveitin vafalaust ekkert til l sparað við að framkvæma vilja stjórnandans, — en að öllum líkindum gegn beztu sannfær- ingu. Það er ávallt tvíeggjað’ að gagnrýna smekk og skiln- ing listamanna og tónflytj- enda, því smekkur eins hlýtur ávallt að ráða skrifum hans um annan, en vilji og smekkur Kiellands, sem vafalaust er ein hvers gjalds verður, virtust á þessum tónleikum vera víðs- fjarri öllu því, sem eðlilegt (eða skynsamlegt) verður að teljast. Það mundi verða Iangt og leíðinlegt mál að fara út í smá atriði varðandi túlkun stjórn- andans, en stiklað verður á stóru. Fyrsta verkið var Forleikur inn að Brúðkaupi Figaros cftir Mozart. Nóturnar, sem voru leiknar, voru Mozarts, en temp óið vár það ofsalegt og þar af leiðandi túikunin, að með fá- dæmum má telja. Næsta verk efnið var konungur píanókon- sertanna sá númer tvö eftir Brahms, og var einleikarinn Alexander Jenner frá Austur- ríki. Flutningur þessa stór- virkis var allur í molum. Sann | færandi fíutningur á konserti | þessum (flestum konsertum % fremur) byggist á nákvæmri = samstöðu hljómsveitar og ein- | leikara, svo mikið er um bróta | spil á báða bóga, Tempóstríð | var einkennandi frá uppliafi, § og tempóval annars þáttar al- | gjörlega út í hött. Einleikar- | ínn, sem greinilega er mikil- i hæfur tónlistarmaður, skilaði hlutverki sínu eins vel og á- i stæður leyfðu og oft jafnvel § betur. Fimmta sinfónía Beet- | hovens er án efa hans kunn- | asta verk og þykist ég vita að = áheyrendur hafi um það all 1 ákveðnar skoðanir án þess að § gera sér fulla grein fyrir því, og er ég illa svikinn, ef flcslir | viðstaddir túlkun Kiellands I þetta kvöld hafa ekki verið meir | en lítið undrandi — undirrit- f aður var það sannarlega. | Jón S. Jónsson, i liiliiiiiiitiiiimiiiillliuiliiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiuiiniiiiulililiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiliiin MiHuiiiiiiiiuiiiiiiiiilliiliiiifiituiiiuiiiiiiiiMiiliuiiliiiiluiliiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiitiuiiiiiuiiuiiiitiiiiiiiutluiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiitiiiiliiliuiliiim ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. febrúar 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.