Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 11
26. febrúar árið 1914 liefur frá fyrstu tíð verið talinn stofndagur Skíðafélags Heykjavíkur og er fé- lagið því 50 — fimmtíu — ára nú. L. Ií. Miiller kaupmaður var sem kunnugt cr aðalhvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður. Frá því að Miiller flutti til ís- lands árið 1906 og settist að í Reykjavík vann hann að vakningu skíðaíþróttarinnar af eldlegum á- huga. Fyrsta áfanga í þessu áhuga- starfi sínu náði hann með stofnun Skíðafélagsins, en stofnendur þess voru 30 ungir og vaskir Reykvík- ingar, sem siðar urðu þekktir íþróttamenn. Aðalhvatamenn mcð honum voru Axel Tuliníus, *þá forseti ÍSÍ, Guðmundur Björnsson land- læknir, Jón Þórarinsson fræðslu- málastjóri og Ólafur Björnsson rit stjóri. í fyrstu stjórn með Múller völd- ust fjórir áhugamenn um skíða- ferðir og aðrar íþróttir, -þeir Steindór Björnsson frá Gröf, Her- luf Clausen og bræðurnir Tryggvi og Pétur Magnússynir. Voru þeir meðstjórnendur hans mismunandi MMMMtMMMVWHHUVMMW KÖRFUKNATT- LEIKUR Á KEFLA- VÍKURFLUGVELU í KVÖLÐ í kvöld kl. 8 befst keppni úrvalsliffs KKÍ í körfukna't- leik og úrvaisíiffs varnar- liffsmanna á Kefl'avíkurflug- velli, en aff þessu sinnj verff ur leikiff í íþróttahúsinu á Kefíaví|k'iirflngvelli. Þetta er fimmti leikur þessara aff- ifa á vetrinum og leikirnir hafa verið geysispennandi og jafnir. ísfendingar hafa sigraff í fjórum leikjum en varnarliffsmenn í einum. Sætaferff'r verffa á leikinn frá BSÍ frá kl. 18.30, en aff- göngumiffar gilda á fíugvöll inn frá kl'. 19 til kl. 23 leik daginn. Affgöngumiffar eru seld- ir í bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörffustíg, > og hiá BSÍ. í Keflavík eru miff- ar seldir í verzl. Kyndli, í Njarffvíkum í biffskýfinu og einnig viff flugvallarhliffiff. Til fróffieiks má ge a þess aff meffalaldur íslenzka íiffs ins sem keppir í kvöld er 20,5 ár og meffalhæff þess er 188,6 sm. lengi, Clausen líklega lengst, í 12 —14 ár og aftur nokkrum árum síðar í 4 ár. Strax á fyrsta vetri fjölgaði með límum vérulega, líklega í nær eitt liundrað. í dagblöðunum birtust tilkynn- ingar um ókeypis skíðanámskeið, viðtal við Múller um skíðaferð úr Hvalfirði til Þingvalla, grein um fyrirhugaða skíðabraut í Öskju- hlíð o. fl. Einhver skíðamót voru haldin á næstu árum og t. d. 23. febrúar 1919 er auglýst skíðamót og er síð asti liður þess: sýning í Þelamerk- ursveiflu og Kristjaníusveiflu, L. H. Múller! Mót þetta féll þó niður vegna snjöleysis. Þrátt fyrir áhuga Múllers var svo komið árið 1924 að félagsmenn sem árgjald greiða eru aðeins tald- ir vera sjö, þ. e. tveir, auk stjórn- arinnar. Mun fyrri heimsstyrjöldin, sam- göngubann vegna spönsku veik- innar og snjóleysi í nágrenni bæj- arins hafa liaft sín lamandi áhrif á skiðaunpendur sem aðra, en eft- ir 1924 verður hér á stórbreyting. Árið 1925 fer Múller hina fræki legu Sprengisandsför sína við 4. mann. Skíðaferðir með bifreiðum hefjast fyrir alvöru og á 20 ára afmæli félagsins eru meðlimir taldir 250 og ári síðar 476, þar af 69 ævifélagar. Má vel nefna þessa öru fjölgun meðlima sem annan áfanga i for- mannstíð Múllers, en byggingu Skíðaskálans í Hveradölum hinn þrið.ia. Raunverulegur undirbúningur að byggingu Skíðaskálans hefst strax árið 1932 þótt bygginga- framkvæmdir hæfust ekki fyrr en 1935, cyi Skíðaskálinn var vígður 16. september þ. á. Þegar L. H. Múller baðst undan endurkosniágu árið 1939, eftir 25 ára og 81 mánaða formennsku, varð hinn jbekkti ferðagarpur og framkvæmdastjóri Ferðafélags Stefán G. Björnsson, formaffur Skíffafélagsins. íslands, Kristján Ó. Skagfjörð, formaður og er það til 1947, en frá þeim tíma hefur Stefán G. Björnsson framkvæmdastjóri ver- ið formaður félagsins. Flestir munu meðlimir hafa verið árin 1943 og 1944, nær 800, þar af um 100 ævifélagar, en hefur síðan fækkað í 300-400, — enda viðhorfin ólík, þar sem flest íþróttafélögin hafa nú sjálfstæð- ar skíðadeildir og sína eigin skiðaskála. Þeir L. H. Múller og Kristján Ó. Skagfjörð létust með stuttu millibili, Kristján Skagfjörð 26. sept. 1951 og L. H. Múller 27. apríl 1952. Til heiðurs þessum skíðafröm- uðum lét félagið reisa þeim veg- lega minnisvarða árið 1953. Standa þeir á klettanefi skáhallt fyrir aust an og ofan skálann, þar sem þeir blasa vel við vegfarendum. Á þessa stuðlabergsdranga eru greypt nöfn þeirra og S. H. 1952. Nokkru áður hafði stjórnin sett upp steyptan eirskjöld í Skíða- skálanum með svofelldri áletrun: Árið 1935 — í stjórnartíð L. II. Múller, fyrsta formanns félagsins- frá 26. 2. 1914 til 27. 10. 1939 var Skíðaskálinn reistur — vígður 14. , 9. 1935. j Eins og áður er sagt, var L. H. Múller formaður félagsins til að- alfundar 1939, en á þcim fundi var hann kjörinn fyrsti heiðurs- félagi Skíðafélagsins. Kristján Ó. Skagfjörð var kjör- inn heiðursfélagi á 35 ára afmæl- isdegi félagsins 1949, en þeir Steindór Björnsson, Herluf Clau- sen og Pétur H. Magnússon voru kjörnir heiðursfélagar á 45 ára afmælinu. Af fyrstu stjórnendum eru nú á lífi þeir Herluf Clausen og Steindór Bjömsson. Margir af meðstjórnendum nefndra þriggja formanna hafa verið í stjóm milli 10 og 20 ár. Hefur stjórnin löngum verið skip : uð þekktum áhugamönnum um skíða- og jöklaferðir. Má þar m. a. nefna Tryggva heitinn Magn- ússon, Jón Eyþórsson o. fl. — Á tímabili voru t. d. 4 af 5 stjórn- endum úr hinu þá þekkta „Litla skíðafélagi” og er núverandi for- maður einn þeirra, en hinir voru Einar G. Guðmundsson, Kjartan Hjaltested og Magnús Andrésson. í núverandi stjórn eru auk formanns, Lárus G. Jónsson, Leif- ur Múller, Jóhannes Kolbeinsson, Sveinn Ólafsson, Brynjólfur Hall- grímsson og Ragnar Þorsteinsson. Margir erlendir skíðakennarar dvöldust hér áður fyrr og kenndu Framh. á 13. síffu JOHANNESSEN SIGRAÐIÁ HM Knut Johannessen, Noregi varc' heimsmeistari í skautahlaupi, en mótið fór fram í Helsingfors uir. helgina. Hann hlaut alls 182,798 stig, en annar varð Rússinn KoS" itjkin með 183,030 st. Sigurvegarl í 500 m. var Suzuki, Japan, 41.1, í 1500 m. sigraði Aaness, Noregi á 2:12,0, í 5000 m. Johannessen á 7:41,3 og hann varð einnig fyrst- ur í 10 km. á 16:06,9 mín. Johanr, essen sagði eftir keppnina, að þetta væri síðasta stórmótið, sem, hann tæki þátt í, en hann er nú 30 ára gamall. SCHNELLDORFER ER FYRSTUR Dortmund, 25. febr. NTB-DPA Olympíumelstarinn Manfreö Schnelldorfer er fremstur aftis’ fyrstu umferff Evrópukeppnlnuau’ í listhlaupi karla. Næstur er Kar-> ol Divin, Tékkóslóvakíu og þriffjl Calma , Frakklandi. Ágætt unglingamót i frjálsum íþróttum fram sunnudag 23. febr. sl. í Fé- Unglingameistaramót íslands í frjálsum'íþr. innanhúss 1964, fór lagsheimili Hrunamanna á Flúð- um. Héraðssambandið Skarphéðinn sá um mótið, og naut til þess stuðnings Ungmennafélags Hruna manna. Keppendur voru 12 frá 4 félög- um, og Héraðssamböndum. Móts- stjóri var Þórir Þorgeirsson. Úrslit í einstökum greinum voru: Langstökk án atr. Þorvaldur Benediktsson KR 3.07 Reynir Unnsteinsson HSK 3.05 m. Sigurður Sveinsson HSK 3.02 m. Erlendur Valdimarsson ÍR 2.99 m. Bcrgþór Halldórsson HSK 2.94 m. Karl Stefánsson HSK 2.93 m. Þrístökk án atr. Þorvaldur Benediktsson KR 9.43 Reynir Unnsteinsson HSK 9.25 m. Sigurður Sveinsson HSK 9.13 m. Erlendur Valdimarsson ÍR 9.04 m. Framhald á bls. 13. A myndinni heilsast fyrirliffar íslenzka og bandaríska lands. liffsins, Ragnar Jónsson og Buchning, sem jafnframt er formaffus’ bandaríska Ilandknattleikssambandsins. ~a I dag ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. febrúar 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.