Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.02.1964, Blaðsíða 4
<WMMWWWW%WmWW»M»%»mWWWW<W»WWWW%MW**WWMWMW»W»*M»WMÍW ★ ROKVISIR TIMAMENN. Tíminn er enn við sama hey garðshornið. Ekki fyrir ýkja- löngu var því þar haldið fram, að fjármálaspillingin væri öll hinni illu viðreisnarstjórn og frelsi hennar að kenna. Þessu sváraði Alþýðublaðið, kröftuglega og sljákkaði þá nokkuð í Tímanum, enda var leiðarahöfundur blaðsins kom- inn út á hálan ís og veikan í þessum málflutningi. Enn he.dur Tíminn áfram sama söngnum í gær og þykist hafa fundið nokkra smð skrif- um sínum í Vísi. Enn á allt að vera viðreisninni að kenna, þótt ekki sé það kallað vitundar- synd ríkisstjórnarinnar. Það ætti að vera þarfleysa að benda Tímanum enn einu sinni á, hve fjarstæðukenndur málflútning ur þccta er og fjarri því að höfða til skynsemi nokkurs manns. Sé hins vegar béitt rökvisi Timamanna, er aðeins rökrétt að kenna ríkisStjórn Framsókn arflokksins og’Sjá.fstæðisflokke ins um stórhneykslin tvö, sem upp komusc í þeirra stjórnar- tíð hjá Olíufélaginu, dótturfyr- irtæki Sambands íslenzkra sam vinnufélaga. Svona málflutn- ingur getur tæpast verið ætláð ur skynsömu og hugsandi fólki. ★ „AUK ÞESS LEGG ÉG TIL . . . “ „Auk þess legg ég til, að Karþagó verði lögð í eyði“, sagði Cató hinn gamli ævin- lega í lok máls síns. Framsóknarmenn beita nú svipuðum brögðum. Þeirra eina ráð til fjárútvegunar, þegar slíkt er til umræðu í sölum Al- þingis, er að taka geymifé Seðlabankans, sem skapað hef- ur okkur gjaldeyrisvarasjóð að verðmæti hundruð milljóna króna. Á þessu er hamrað í lok allra umræðna þegar fjárhags- spursmál eru til umræðu. En Framsóknarmönnum er ekki gefin mælskusnilld Catós, og fær málflutningur þeirra því ærið daufar undirtektir. Fólki hefur skilizt gildi þess, , að þjóðin eigi ‘drjúgan gja:d- eyrisvarasjóð, en slíkan sjóð er ekki hægt að eignast fyrirhafn- arlaust frekar en annað sem eftirsóknarvert er cal.ð. Annað helzta einkennið á ræðum Framsóknarmanna á A1 þingi eru hin taumlausu og ó- raunhæfu yfirboð þeirra hvað sem til umræðu er. Virðast þeir hafa tekið sér að einkunn- arorðum línuna úr slagaranum: „Allt get ég þér beiur gert“. Ríkisstjórnin hefur lagt til, að framlög til bærida verði stór aukin, en Framsöknarmenn margfalda boð ríkisstjórnarinn ar í breytingartillögum sínum. Það er öðruvísi hljóðið í þeim nú en þegar þeir fóru sjálfir með landbúnaðarmálin, en þá talaði Hermann Jóhasson um „óskalista, sem ekki væri hægt að táka í alvöru". Framsóknarménn vinna mark visst að því með áróðri og blekk ingum, að-gera lítið ur unibóta tillögum ríkisstjórnarinnar, en reyna þess í'stað að slá sig til * riddara með óraunhæfum gylli boðum, sem enga stoð eiga í veruleikanum. Keýkjavík, 25. fébr. - EG. f dag lauk í neðri dcild annarri Himræðu um frumvaTp til laga um tfcreytingu á fögum um stofnlána- Hleild landbúnað'arins. Framsókn- 4irmenn leggróa fram margar breyt- íngar illögur við frumvarpið, sem «Uar gera ráð fyrir mjög auknum vútgjöldum rikissjóðs. Lúðvík Jós- ■efsson (K) flytur einnig breytingar 4iflögu viff frumvarpiff um 43 mill jón króna óafturkræft framlag til ■andbúnaðarins. Jónas Pétursson (S), framsögu- enaður méirihiuta landbúnaðar- nefndar gerði grein fyrir áíiti me.rililutans. Hann kvaðst télja það rétta stefnu, sem hér væri farið inn á, bæði með þessu frum varpi og frumvarpi um breytingu á jarðræktarlögum, enda væru þau borin fram eftir vandlegar at- huganir. Væri hér um að ræða niesta átakið, sem gert liefði ver- ið eftir þessum lé.ðum frá því áð jarðræktarlögin voru sett. Hann kvaðsc flytja breytingartillögu sem hann hefði gert grein fyrir við fyrscu umræðu, um breytt fyrir- komulag bústofnslána. Kvaðst Á FUNDI Kvenfélags Al- (þýðuflokksins í Reykjavík, sem ■haldinn var sl. mánudagskvöld, Ttar rætt lim frumvarp Jóns Þor- iteinssonar, alþingismanns um Áparifjársöfnun ungmenna og pró- #essor Jóhann Hannesson fíutti •Hirindi um hvernig auka megi á- Kyrgðartilfinningu barna og ung- vnenna í meffferð peninga og ann- iarra ver'ffmæta. Eftirfarandi ályktariir voru ein- TÓma samþykktar á fundinum: :. 1. Fundur Kvenfélags Alþýðu- -flokksins í Reykjavík haldinn 24. -febrúar 1964 lýsir ánægju sinni ýfir framkomnu fnimvárpi Jóns JÞorsteinssonar, alþingismanns, íim sparifjársöfriun ungmenna og Jikorar eindregið á háttvirt Al- |)ingi, að samþykkja frumvarpið inú þegar á ýfirstandandi þingi. : 2. Fundur Kvenféiags Alþýðu- f.okksins í Reykjavík haldinn 24. tebrúar 1964, samþykkir að skora é forráðamenn barna og þá éink- um mæðurnar, að innræta böm- um og unglingum að sýna fyllstu ábyrgð í meðferð peningá og arin- arra verðmæta. Fundurinn vítir það, að böm séu látin hafa óhóf- lega mikla peninga til sælgætis- lcaupa og annars óþarfa. Fundurinn Var vel sóttur, og er pröfessorinn hafði lókið fram- söguerindi urðu fjörugar umræð- ur um peningamál barná og uhg- lingá og náuðsynlega ábyrgð for- eldra í þéim sökum. Kom fram m. a. að eðlilegt væri að stálpúð börn héfðu einhvern ákveðirin eyðslueyri, á því lærðu þau að fara með peninga þótt í smáum stíl væri. Væri hins vegar um það að ræða, að unglingar ynnu fyrir kaupi, ættu foreldrar eða áðrir forráðamenn þeirra, að hafa það í sinni vörzlu í stað þess að ungmennin hefðu þau undir hönd um. Margt fleira athyglisvert kom fram í þessum umræðum. hann vonast til áð hún og frúm- varpið ýrðu samþýkkt óbreytt. Gat hann síðan um breytirigar.illögur Framsóknarmanna og sagði að þeir héf'ðu m. a. tékið héilán lagabálk, sem þeir flyttu í efri deild og flýtíu hann sem breytingartillögu við frumvarpið. Ágúst Þorvaldsson (F) gerði grein fyrir áli.i minnihluta land- búnaðarnéfndar, og gerði grein fyrir þeim hækkunartillögum, sem Framsóknarmenn flytja. Lagði hann áherzlu á að minnka yrði fjármagnskostnað frumbýlinganna. Lúðvík Jósefsson (K) gerði grein fyrir breytingartillögu sinni um 43 milljón króna óafturkræft fram lag til framleiðniaukningar í land- búriaði, og sagði að beint ríkis- Iframlag yrði að koma landbúnað- inum til hjálpar. | Jónas Pétursson (S), sagði að I néfndin hefði ekkj tékið afstöðu | til ti-lögu Lúðvíks. Auðvitað væru tillögur ríkisstjórria'rinnar til þéss fállnar að auka framleiðni í land- búnaðinum nieð atikinni rækcun. Ekki gegndi sama má.i um land- búnaðinn og hraðfrystihúsin, sem ekki hefðu getað staðið undir síð- ustu kauphækkunum, þar sem bændur fengju þessa hækkun sjálf Virkt inn í afurðaverðið. Benti hann' og á þýðirigu! þess að láta bændur hafa frumkvæðið og caldi það ólikt betra en bein ríkisfram- lög. Það væri annað sagði Jónas að lokum, að gera ábyrgðarlausar hækkunartil.ögur í stjórnarand- stöðu, en að sitja í stjórn og bera ábýrgð á Hlutunum. Vegna vangreiðslu á söluskatti Reykjavík, 25. febr. — GG. Á HVERJUM ársfjórðungi neýff- ist Töllstjóraskrifstofan í Reykja- vík til aff loka fyrir atvinnurekst- ur 350-400 aðila af 3000 fyrir- tækjum, sem skila eiga söluskatti tii skrifstöfunnar. Undanfarna daga liafa þessar lokanir staffiff yfir, en mun nú langt komiff, aff því er Einar Hjartarson, fulltmi fcjá tolistjóra, tjáffi blaffinu í dag. Vanskil á sölúskatti eru litin talsvert alvarlegri augum en önn- ur vanskil. Söluskattur er greidd- ur af varningi og þjónustu og á að renna beint til ríkissjóðs. Hér er því um að ræða fé, sem sölu- skattsgreiðendur geyma fyrir rík- issjóð og eiga að standa skil á ársfjórðungslega. Það er elcki fé, sem þeir eiga sjálfir og greiða skatt af. Þess vegna hlýzt lokun af vanskilum á þessum skatti mán uði eftir að búið á að vera að skila honum. Eins og fyrr segir, tjáði Einar 'Hjartarson bkkur í dag, að á skrá um söluskattagreiðendur í Rvík væru um 3000 aðilar. Af þessum aðilum þarf venjulega að loka atvinnurekstri 350-400 og stund- um fleiri. Gjalddagi söluskatts var 15. janúar sl., en það er regla hjá Tollstjóraskrifstofunni að gefa frest á greiðslu skattsins til 15. febrúar. Eftir það hefjast lokan- i ir og dráttarvextir, Wz% fyrir hvern byrjaðan mánuð, eru inn- heimtir. Þetta þýðir, að þeir að- ilar, sem ekki gera upp á réttum tíma, og t. d. er lokað hjá um þessar mundir, þurfa að greiða 3% vexti af fé, sem þeir raun- verulega eiga ekkert í. Aðspurður sagði Einar að lok- um, að það væru í afarmörgum tilfellum sömu aðilarnir, sem loka þyrfti hjá á hverjum árs- fjórðungi. 4427 tonn af síld fryst í Eyjum i Vestm.eyjum, 25. fehr. EG.-GO. I ÞANN 15. þ. m. var búiff aff I frysta 4427 tonn síldar hér í kaup- staffnum. Þetta magn jafngildir 44270 tunnum og hefur Iangmest fariff tii útflritnings, aðeins lítils- háttar í beitu. Alls hafa borizt á land 278 273 tunnur, þannig, aff síidarverksmiffjur staffarins eru brinar aff bræffa alis 234 003 tunn- ur. Ilæsta stöffin í frystingunni er Fiskiffjan meff 1500 tonn, næst er Vinnslustöffin meff 1400, Hraff- frýstistöffin er meff 1027 og ísfé- lagið ineff 500. Þingfréttir í stuttu máli Reykjavík, 25. fébr. EG. ★ Fyrsta umræða fór fram í dag í efri dei.d um frumvarp um bú fjárrækt. Málinu var vísað til landbúnaðarnefndar. ★ Brumvörp um þingfclrakaup og laun forseta íslands voru af- greidd sem lög frá Alþingi í dag. ★ Sigurvin Einarssan (F), kvaddi sér hljóðs við 3. umræðu frum- varps til laga um afnám verðlags skrár og spurði við hvað leiga jarða mundi hér eftir miðuð, sem áður heiur verið miðuð við verð lagsskrá. Unnar Stefánsson (A) framsögu maður fjárhagsnefndar, skýrði svo frá, að þetta mál hefði ekki borið á góma í umræðum nefndarinnar um málið, og ekkert væri að þessu vikið í greinargerð með frumvarp- inu. Lagði hann til að umræðu yrði frestáð svo nefndinni gæfist tóm til að kanna þessa hlið máls- ins, og var svo gert. ★ Páll Þorsteinsson (F) mælti fyrir frumvarpi um samvinnubú- skap í efri deild í dag. ★ í neðri deild fór fram í dag 3. umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um íslenzka endurtryggingu. Frumvarpið var j afgreltt til ríkisstjórnarinnar sem I lög frá Alþingi. Reykjavík, 25. febr. EG. — Ég get ekki sætt mig við fyr irheit, ég vil fá Vestfjarðaskip, sagði Sigurvin Einarsson (F) f um- ræðunum í neðri deild í dag um frumvarp um strandferðaskip fyr- ir Vestfirði, sém hann er flutn- ingsrnaður að. SigUrvin (F) fylgdi frumvarpi sínu úr hlaði og benti á ótvíræða nauðsyn þess að sérscakt skip héldi uþpi férðum milii Reykjavíkur og Vestfjarða. Heppilegast til slíkra ferða taldi hann að mundi vera 6-700 brúttólesta skip, og myndi áætlað kostnaðarverð þess vera kring um 25 milljónir króna. Matthías Bjarnason (S) sagði nauðsyn bera til að gjörbreyta Öll um samgöngum á sjó við Vestfirði og mætti þétta ekki dragast lengi á langinn. Kvaðst hann vonast til áð ríkisstjórnin mundi leggja fyr- ir næsta reglulegt Alþingi fram- tíðartillögur um rekstur Skipaút- gerðar ríkisins ög þá jafnframt fyrirhéit um Vesfjarðaskip Sigurvin Einarsson (F), sagði, að ef binda ætti þetta mál við end ursVoðnh rek=turs Skipaútgerðar- ínnar vœri það sínum dóml sama os „„ tu að frumvarpið fari ekki lengra. — Ég get ekki sætt mig við fyrirheit, sagði Sig- urvin að lokum, ég vil fá Vest- fjarðaskip. 4 26. febrúar 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.