Alþýðublaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 5
IIIIIIIIIIIWI■1111111IIIIIIIIIIII>11IIIIIIIIII11111111111111111111111111111111111IIIIIl■ll•■■•ll•l••llIIIIIlllllll■lll■llll•llll•llllllllll■lll•l■•llII1111111111111111IIlli ll■ll■llll•llllllllllllllll•••■•••ll•ll|••l||l||||||||■||||■||||||||•||||||||||||||■||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||llllllllllllllllll■l■■llll■lll■llllllllllllllllll|||| » s I 1 E = E | = | C c c u Síðastliðinn laugardag opn- aði Karlakór Reykjavíkur fél- agsheimili að Freyjugötu 14 með vígsluathöfn og að við- stöddu fjölmenni. Fyrst söng kórinn lagið ísland, eftir Sig- urð Þórðarson, undir stjórn höf undar en því næst fluttj for- maður kórsins, Ragnar Ingólfs- son, stutta ræðu og lýsti hús- næðinu. Lauk hann orðum sín um m. a. með því að segja, að félagsheimilið markaði tíma- mót í sögu kórsins og það væri byggt til þess að auðvelda og efla starfsemi hans. Kórinn hefði í 38 ár verið á hrakhólum með húsnæði, en hefði nú feng ið ákjósanlega aðstöðu fyrir starfsemi sína í glæsilegum húsakynnum. Geir Hallgrímsson, borgar- Stjóri, færði kórnum árnaðar- óskir og þakkaði honum þann skerf, sem hann hefði lagt til að bera hróður Reykjavikur um víða vegu og lauk lofsorði á dugnað kórfélaga. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta málaráðherra, mælti á sömu lund og lagði áherzlu á kar a- kórsönginn í íslenzku ntenn- ingarlífi.Hann lauk ræðu sinni á því, að hann hefði verið beð inn að lýsa félagsheimilið opið og gerði hann það með því að gefa kórnum tóninn í félags- söng hans, tem kórinn söng sið an undir stjórn Jóns S. Jóns- sonar. Á eftir báru konur kórmanna fram veitingar og um kvöld.ð hafði kórinn fjö.sótta skemmt- un. Karlakór Reykjavíkur bár- ust fjölmargar gjafir í tilefni af opnun félagsheimilisins, m.a. hljóðfæri; myndir og allar þær hljómplötur, sem hann hefur sungið inn á vegum Fálkans h. f., en þær gaf það fyrir.æki. Hafa þær að geyma taisvert á annað hundrað lög og voru þær til sýnis þarna, ásamt fjöl mörgu öðru úr sögu kórsins. Félagsheimili karlakórsins er Stjóm Karlakórs Reykjavíkur ásamt mennt ins. Taliff frá vinstri: Andreas Bergmann, Ragnar Höskuldur Jónsson, Gylfi Þ. Gislason, Margeir á 3. og 4. hæð hússins við Freyjugötu 14. Neðlri hæðin er um 95 fermetrar að stærð Framh. á 4. siðu amálaráðherra, borgarstjóra og stjórnanda kórs- Ingólfsson, Jón S. Jónsson, Geir Haligrímsson, Jóhannsson og Helgi Kristjánsson. Páll ísólfsscn ræffir viff Sigurff Þórffarson, stofnanda Karlakórs Reykjavíkur og stjórnandi hans í 35 ár. Yzt til hægri cr Jón S. Jónsson, núverandi stjórnandi kórsins. Guffmundur Jónsson ræffir viff Harald Ólafsson, forstjóra Fálkans. '<-1'llliil iii ll 1111111111 iii ii llll•lllllllllltlll•lllllllll■l■■ltllll•l••••l••l•l••l•••l■••••••■"■•lllllll■|ll|",,llln•l•■ll•fl■ll•l■ll••l•lt•l 111(11111 •l•■•ll<•■•■■•l•"l■U|ll■l■ll•ll■| II llllllllllllll 11111111111111111111 lll l|l•ll,|li•l||l,||||||,|l,||,|,|,|■|,,,|,||| ,11111,11 111111111111111111 ii iii ii iiiiiiuiiiiiiiiu" 4 3 a 3 u n 3 -I 1 8 1 ittn^ Tékkneski pianóleikarinn Stanislav Knor leikur hér steds. Eftir tónleikana lýsti Foug- sted yfir því, að hann teldi víst, að Knor ætti eftir að öðlast lieims frægð. Sama ár hlaut hann verð- laun í hinni alþjóðlegu Chopin- 1 samkeppni í Varsjá, og 1956 varð hann í sjöunda sæti hinnar heims- kunnu tónlistarsamkeppni í Briis- sel, sem kennd er við Elízabetu Tékkneski píanósnillingurinn Stanislav Knor mun leika fyrir styrktarféiaga Tónlistarfélagsins í kvöld og miffvikudaginn 4. niarz í Austurbæjarbíói. Knor hefur á undanförnum ár- um efnt til hljómleika í helztu borgum Evrópu meðal annars á NorðuVlöndum og hvarvetna hlot- ið hið mesta lof fyrir leik sinn. Sumir gagnrýnendur hafa talið hann með allra fremstu píanóleik- urum nútímans. Knor er fæddur í Prag í Tékkó- Slóvakíu árið 1929. Hann nam við Tónlistarliáskólann þar í borg og var nemandi F. Maxians prófess- ors. Þegar á námsárum sínum gat hann sér hina fyrstu viðurkenn- ingu á alþjóðavettvangi. Árið 1950 hlaut hann þriðju verðlaun í samþjóðlegri keppni í píanó- leik, cr fram fór í Prag. Á sama ári og einnig 1951 og 1952 varð hann fremstur í samkeppni ungra tékkneskra píanóleikara. Síðan • hefur hann verið einn þeirra listamanna sem boðið hefur verið að koma fram á vortónlistarhá- tíðinni í Prag. Árið 1955 lék hann Es-dúrkonsert Lizts með miklum glæsibrag með aðstoð finnska hljómsveitarstjórans N. E. Foug- drottningu. Blaðið Le Soir þar í borg kallaði hann einn af merki- legustu tónlistarfulltrúum, er fram komu á hátíðinni. Árin 1957 1958 dvelst hann í París og er þá við framhaldsnám hjá Marcel Ciampi prófessor. Knor hefur haldið hljómleika við ágætan orð- stír í Belgíu, Frakklandi, Þýzka- landi, Tékkóslóvakiu, Búlgaríu, Póllandi, Finnlandi, Noregi og í Svíþjóð, og hvarvetna hafa gagn- rýnendur talið hæfileika hans með fágætum. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Haestu vinningar 1/2 milljón krónur. Laegstu 1000 krónur. Dregio 5. hvers mánaðar. Skoðum og stillum bílana fljótt ogr vel BÍLASKOÐUM Skúlagrötu 32. Sími 13-100. RYÐVÖRN Grenásveg 18, sími 1-99-45 \ Ryffverjum bílana meff T e cty \. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3. marz 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.