Alþýðublaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 6
ÞVÍ DÆMIST RÉIT VERA Nýgift hjón í Bandaríkjunum höfðu komizt á snoðir um íbúð- arhús, sem var til sölu. Þau töl- uðu við eiganda þess og komust að samkomulagi um kaupin. Að- eins var eftir að leysa fjárhags- hlið málsins og fóru þau því til banka eins og ræddu við banka- stjórann um lán. Bankastjórinn sá strax í hendi sér, að hér var um kostakjör að ræða, og keypti sjálfur húsið. Ungu hjónin stefndu bankastjóranum fyrir að mis- nota þannig aðstöðu sína. — Við vissum fyrst um þetta hús, sögðu þau fyrir réttinum. Bankastjóranum var ókunnugt um að það væri til sölu, fyrr en við komum á hans fund og báð- um um lán til þess að geta keypt húsið. Það getur ekki verið rétt- látt að misnota þannig þær upp- lýsingar, sem við gáfum honum og blanda sér þannig í kaupin, sem við vorum búin að semja um við húseigandann. — Húsið hafði verið auglýst til sölu og það var öllum heim- ilt að gera tilboð í það, svaraði bankastjórinn. — Það er ekki hægt : að halda því fram heldur, að ég hafi haft af ykkur nein kaup, þar sem þið höfðuð hvorki und- irritað samning um kaupin né I gireitt neitt í húsverðinu. — Ilvernig mynduð þér út frá leikmannssjónarmiði dæma í þessu máli? Mynduð þér dæma bankastjórann til þess að Iáta lánið af hendi við hin nýgiftu hjón? | Dómarinn úrskurðaði, að banka stjóranum væri leyfilegt að halda húsinu. „Lántakandi” sagði dóm- arinn „getur ekki krafizt þess af lánveitanda, að hann láti sér ganga úr greipum eign, sem hann óskar að kaupa, ef engar skuldbindingar hafa verið undir- ritaðar. Það tjón, sem lántakandi telur sig verða fyrir í þessu sam- bandi, er ekki hægt að koma í veg fyrir meðan þjóðfélagið verndar og viðurkennir frjálsa samkeppni. f i'J miii:iiiii[i!ii!iiii!iiiiiiii!iii|iiiiii;iii;iiiiii[!i!iiiiii[ii];!iii!iii:!iiii]iiiiiiiiiiiiii!ii:ii:iiiiiii[iiiiiliiii[iiiiii[iiiHiaiaiiiiiii!ii!iiMiiiíiiiiiiM^ Fékk málið efíir átta ár J Allt frá því að Vincenzos færi að tala. Einnig það var ár- jj fæddist, voru foreldrar hans, angurslaust. Læknarnir skildu H sern fæddir eru á Ítalíu, en bú- hvorki upp né niður í þessu, B settir í Englandi, fullir örvænt- því að þeim bar öllum saman g ingar, því að barnið gaf ekki um, að ekkert væri athugavert fj frá sér hið minnsta hljóð. For- við talfæri drengsins. eldrarnir voru efnalítið fólk, Fyrir skemmstu sátu þau 3 jjj en unnu nótt sem nýtan dag, saman í stofu sinni í Sheffield H til þess að geta sent son sinn í Yorks og flettu myndablaði. H til fremstu sérfræðinga heims. Þá gerðist kraftaverkið. Allt í §J En enginn árangur fékkst. Sem einu bendir drengurinn á eina K síðustu tilraun og örþrifaráð myndina og segir: datt þeim í hug að senda dreng- — Þarna er epli! inn til heimabæjar síns á Ítalíu, Eftir átta ára þögn, tók hann U Brindisi, í von um að hitinn loks að tala. Og hann talar mjög |j þar og hið hlýja loftslag gerði skýrt og eðlilega og miklu betri H það að verkum, að drengurinn ensku en foreldrarnir hans. 1 t miTiniiiiniinnnnniiiMiiiiiininmiininiiiiiiiiiiiffliiiniiiiiiiiiiiimigiiiiiiiiuiiiiiiimiiiiimimiiiL'iiniiniimiiimmiiiMiiimmiiiiiiiiimiiiyiUiUiUiUUiiiiminummmiiiiiiiiiiniiiiiiiiiuiMiiJHiminmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiUi Hann er 52 ára gamall Og heitir Adolfo da Silvra Freire. Hann er fangi númer 15 899 í hinu stóra Carandiru-fangelsi í Brazilíu. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir morðtilraun og ■kirkjurán og mun dveljast bak við lás og slá alla ævi. Þessi maður hefur undan- farnar vikur verið á allra vörum í landi sínu. Hann er orðin að- alpersónan í mjög vinsælum spurningaþætti í sjónvarpinu og hefur þegar þénað þúsund- ir króna fyrir, að því er virðist fyrir ótæmandi þekkingu sína á Rómaborg til forna. Svo mikla athygli hefur frammistaða hans í þættinum vakið, að bóksalar segja, að bækur, sem fjalla um Rómaborg og sögu hennar, hafi aldrei selzt jafn vel og séu nú margar hverjar á þrotum. Da Silvra Freira hóf líf sitt sem ungur og heiðvirður mað- ur. Hann lagði stund á guð- fræði og þótti efnilegur í grein sinni. Stuttu síðar var hann riðinn við morðmál og hlaut 11 ára fangelsisdóm. Hann var ekki fyrr sloppinn úr fangels- inu, en hann gerðist kirkjuræn- ingi og seldi dýrmæta muni úr frægum kirkjum í fjórum hinna brazilísku ríkja. Hann var dæmdur til ævi- langar fangelsisvistar fyrir kirkjuþjófnaðina, en sat ekki aðgerðarlaus í fangelsinu. Öll- um tómstundum sínum eyddi hann í bókasafni fangelsisins og las sérstaklega rit um mann kynssögú og guðfræði. Nú hefur þessi þekking gert hann á svipstundu þekktan og dáðan með þjóð sinni. Vinsam- leg skrif um hann í blöðunum urðu til þess, að fangayfirvöld- in ákváðu að búa honum sem bezt skilyrði til þess aö leggja stund á fræðigrein sína, ■— að minnsta kosti á meðan spurn- ingaþátturinn stendur yfir. í sjónvarpinu || MILLER SVARAR GAGNRÝNI Eins og kunnugt er voru skoð- anir manna mjög skiptar um hið nýja leikrit Arthur Millers „After The Fall,” strax eftir frumsýn- : ingu þess. Þær raddir voru all- háværar, sem vildu meina, að það \ræri beinlínis ósmekklegt af skáldinu að gera fyrrverandi eig- inkonu sína að aðalpersónu í leik ritinu svo örskömmu eftir dauða liennar. Nú fvrir skömmu birtist viðtal við Miller í L i f e og þar svarar hann gagnrýninni meðal annars á þessa leið: — Það er undarlegt, að menn skuli r.iúka upp til handa og fóta, þótt kenna megi í verki höfund- ar atvik og persónur úr lífi hans Sjálfs. Miller mótmælir því harðlega að hann fjalli um Marilyn Monroe á óvirðulegan hátt. Þvert á móti beri hann virðingu fyrir aðalper- sónu sinni og fjalli um hana af hlýhug og ástúð. — Eg lief tekið eftir því, seg- ir hann ennfremur, að þeir menn, sem á sínum tíma gerðu Marilyn Monroe mestan skaða persónu- lega, og voru með skrifum sínum á góðri leið með að leggja líf hennar í rúst, — það eru ná- kvæmlega hinir sömu menn, sem nú ráðast á verk mitt — af um- hyggju fyrir henni! Að lokum segir Miller, að þetta nýjasta verk sitt sé á engan liátt tengdara sínu persónulega lífi en önnur. Hann kveðst vona að í framtíðini verði það vegið og metið burtséð frá því livaðan hann hafi sótt efnið í það — og hvers -vegna hann liafi skrjfað það. Indíáúahöfðingi nokkur □ sótti um skilnað frá konu sinni, og þegar dómarinn spurði um ástæðuna, svaraði hann: — I’egar ég sái korni, fæ ég korn. Þegar ég sái spínati, fæ ég spínat. En þegar ég sái Indíana og fæ Kínverja, ja, þá vil ég skilja . . . Herra Malteros stóð nýlega □ í umferðarréttinum í New York ákærður fyrir að liafa brotið umferðarreglurnar og var liann af dómaranum sviptur öku- réttindum í eitt ár. — En ég hef aldrei fengið öku- skírteini, sagði sökudólgurinn. Dómarinn þagði um stund en sagði svo: — Þá ber yður að taka próf nú þegar undir cftirliti lögreglunnar, og þegar þér liafið fengið öku- skírteinið, verðið þér sviptur því í eitt ár. Q 3. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.