Alþýðublaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 3
jiöícl inninaarójjjo Páll berst við dauðann Stofnun gæzluliðs á Kýpur undirbúin Aþenu, 5. marz - NTB - Reuter HEILSU Páls Grikkjakon- ungs hrakaði í kvöld, en fyrr í dag hresstist hann nokk uð og gat tekið við sakra- mentinu. I tilkynningu lækna síð- degis í dag sagði, að heilsa konungs hefði ckki breytzt, en nokkrum klukkustundum síðar var gefin út ný tilkynn- ing þar sem sagði, að hon- um liefði hrakað aftur. Skýrt var frá því, að lækn arnir hcfðu notað gervinýra. Við það batnaði konungi um stund og hann vaknaði eftir að liafa verið meðvitundar- laus í heilan sólarhring. — SS LlFLÉI STÖLKU SEM SENDIFANGA ÁSTARBRÉF Frankfurt, 5. marz (NTB - Reuter) IJR. JOACHIM Cæsar, fyrrum hers höfðingi í SS á stríðsárunum, skýrði frá því fyrir rétti í Frank- furt í dag, að SS hefði skotið Ruby vildi skjóta 3 skotum á Oswald Dallas, 5. marz. (NTB-Reuter). MAÐURINN, sem þreif skamm- byssuna úr hendi Jack Ruby, er liann hafðj. skotið Lee Oswald, skýrði frá því fyrir rétti í dag, áð andartaki áður en skotið reið af, hefði hann komið auga á ákærða. Vitnið, L. C. Graves, leynilög- (reglumaður, kvaðst hafa staðið vinstra megin við Lee Oswald og haldið í hönd hins myrta, þegar þeir gengu saman út úr kjallara lögreglustöðvarinnar í Dallas 24. nóvember. — Rétt áður en við komum að bílnum stökk maður út úr fólks- fjöldanum og skaut Oswald. Hon um skaut upp vinstra megin við mig og ég sá bæði manninn, sem skaut og skammbyssuna, sagði vitn ið. Graves, leynilögreglumaður, sýndi réttinum hvernig liann þreif skotvopnið af Ruby. Hann hafði enn fingurinn á gikknum og virt- ist ætla að skjóta aftur á Oswald. Ég sá ekki framan í hann, ég hafði meiri áliuga á , byssunni sagði hann. Annað vitni, einnig lögreglu- maður, kvaðst hafa Iieyrt Ruby lirópa þegar hann hafði verið yfir bugaður: Ég ætlaði að skjóta á liann þrem skotum. Ég vona að ég hafi drcpið þrjótiun. stúlku, sem var ritari hans, þar eð hún sendi einum fanganna í Auschwitz-fangabúðunum ástar- bréf. Cæsar, sem er 62 ára, skýrði réttinum frá því, að Lili Tofier, ungverskum fanga, liefði verið vikið úr starfi sinu sem ritara hans þegar yfirvöldin komust að því, að hún hafði skrifað öðrum fanga ástarbréf. Uppgjafahers- höfðinginn kvaðst hafa kannað hvað orðið hefði um hana og upp- götvað, að hún hafði verið skot- in. Hann bætti því við, að hann myndi ekki eftir einstökum atr- iðum. Fyrrverandi forstöðumaður heimildarskrifstofu Gyðinga í Vín, Simon Wiesenthal, sagði í Frankfurt í dag, að maffur sá, scm smíðaði líkbrennsluofnana í Auscliwitz væri nú búsettur í Austurríki. Hann ii'efðl nýlega staðið að kirkjusmiði. Wiesenthal vildi ekki nafn- greina manninn, en kvaðst hafa skýrt réttinum frá nafni mjög mikilvægs vitnis. Wiesenthal sagði enn fremur, að hann vonaðist til að geta út- vegað upplýsingar frá réttarhöld- unum í Frankfurt, er nota mætti í réttarhöldum síðar meir í Aust- urríki gegn mönnum, sem voru fangaverðir í heimsstyrjöldinni. Hann sagði, að réttarrannsókn væri hafin í máli 25 manna í Austurríki. ÞEGAR Butler utanrikisráö <; herra Bre'a var í heimsókn j| í Danmörku nýlega leit hann JI við í hinum fræga Krón- 1! borg; f asta'þ í Elsínojfe, !j þar *sem Shakespeare lét leikrit sitt „Hamlet” ger- | ast. Myndin sýnir fund Butl- | ers með hinum forna kon- |! ungi Holgeiri danska, sem !j sagan segir að muni vakna j; þegar erfiðleikar steðji aff ]| Danmörku og berjasi fyrir j! landið. |! mtHmHHmmMmumwi Reykjavík, 5. marz. UNGUR maffur launaði félaga sín- um illa næturgreiffa meff því aff stela blöðum úr ávísanahefti hans og gefa út falskar ávísanir. Hafði pilturinn fengiff að sofa í her- bergi vinar síns nú um helgina. Fann hann heftið þar, reif úr því nokkur blöð og gaf út tvær ávís- anir. Var önnur upp á 200 krón- ur, en hin 300. Þetta komst þó fljótlesra upp, og var pilji|rinn tekinn í gær. New York, 5. marz (NTB - Reuter) U Thant, aðalframkvæmdastjóri SÞ, undirbjó í dag skjóta staösetn ingu alþjóðlegs friðargæzluliðs á Kýpur og tilnefningu hlutlauss sáttasemjara, sem á að miðla málum í deilum þjóðarbrotanna á eyjunni. Senuilegt er talið, að Jose Rolz- Bennett frá Guatemala verði skip- aður sáttasemjari og Prem Singh Gyani yfirmaður gæzluliðsins. — Gyani hefur verið yfirmaður eft- irlitsnefndar SÞ á Kýpur. Senni- lega geta bæði Kýpur, Bretland, Grikkland og Tyrkland fallizt á Rolz-Bennett. Hins vegar er sagt í aðalstöðv- um SÞ, að Rússar hafi sett það skilyrði fyrir stuðningi sínum við ályktunartillöguna í Öryggisráð- inu um gæzluliðið, að yfirmaður þess yrði frá hlutlausu ríki. U Thant mun hafa beðið Aust- urríki um hernaðaraðstoð. Banda- Gagnslausar við- ræður um Borneó Bangkok, 5. marz (NTB - Reuter) FRDÐARVIÐRÆÐUR Indónesíu, Fiíippseyja og Malaysíu fóru út um þúfur í dag í annaff skipti á ein- um sólarhring, að því er utanríkis- ráðherra Filippseyja, Salvador Lo- pez, skýrði frá.. Viðræðunum miðaði ekki áfram í gær, þar eð ekki tókst að ná sam- komulagi um vopnahléð á Bornéó og brottflutning indónesískra skæruliða þar. Malaysía krefst þess, að indó- nesísku hersveitirnar verði flutt- ar frá Borneó áður en pólitískar viðræður hefjast, en Indónesía krefst þess, að pólitískur samning- ur verði undirritaður áður en her- sveitirnar verði fluttar burtu. ríkjamenn munu sennilega sjá um flutning liðsins til Kýpur með flugvélum og veita auk þess lið- inu fjárhagslegan og annan stuðn- ing. Bretar og Bandaríkjamenn hafa áður lagt til, að í gæzluliðinu verði 10 þús. menn, en í aðal- stöðvunum er gefið í skyn, að í því verði fyrst í stað 5—7 þús. menn. Nú þegar eru 7 þús. brezkir her- menn á Kýpur, og 2-3 þús. verða sennilega í gæzluliðinu. Þetta er í fyrsta skipti frá lokum Kóreu- stríðsins að hersveitir stórveldis eru settar undir stjórn alþjóða- samtaka. IFundur í Alþýðu- flokksfélagi Hafnarfjarðar ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Hafnarfjarðar heldur fund mánudaginn 9. marz kl. 8,38 e. h. í Alþýðuhúsinu viff Strandgötu. Fundarcfni: Hús næðismálin. Eggert G. Þor- steinsson, alþm., mætir á fundinum. Menn eru hvat ir til að f jölmenna. — Stjórnin. Nikosia, 5. marz • - (N-TB - Reuter) EINN grískur Kýpurbúi var felld- ur í átökum í þorpi einu norður af Nikosíu í dag. Barizt var í tveimi þorpum og eru hafnar viðræður um vopnahlé í öðru þeirra, Kaza- phani. Skotið var á um 70 gríska Kýpur búa í þorpinu Temblos úr gömlum kastala, þar sem tyrkneskir Kýp- urbúar hafast við. IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMtMI AWMWWUWVWWWWtMWWUVWWWV MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMUMMMMMMMMMMMMMMtMMMMMMMMMt ÖUum skenmitunum hef- ur verið aflýst. Stjórnin hef ur gert flestar nauðsynlegar ráðstafanir í sambandi viff konungsskiptin. Þjóffarsorg ríkir í Grikk- landi vegna yfirvofandi dauða konungs. Útvarpiff flytur aðeins alvarlega tón- list og mikill mannfjöldi er utan við höllina. í dag komu nokkrar konur með helgi- myndir, sem þær höfffu sjálf ar gert, og báðu um aff kon- ungi yrði sýndar þær í v®n uin aff þaff mundi koina aff liffi. Hann var svo hress, að hann gat tekið viff sakramentinu af hallarprestinum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. marz 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.