Alþýðublaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 8
I jg myrkri, ef brim er mikið, þá er þrautalending í Þorlákshöfn eða Grindavík. Vigfús svndi mér nú, að innan við aðalskerjagarðinn er röð af lágum skerjum, fremur tilkomu- litlum. Þau ná fyrir bryggjuna og leguna, þannig að ef eftir þeim væri steyptur garður svo hár, að hann stæði um 2 metra upp úr á mestu flóðum, yrði slétt sem á stöðupolli innan lians í öllum veðrum og heilum fiskiflota óhætt við bryggjuna. Garður þessi yrði um 350 metra langur og myndi kosta 10 milljónir. Honum ætti ekki að vera hætta búin af sjó- gangi, eins og skjólgarðinum í Þorlákshöfn, því að mesti ofsinn er úr úthafsöldunni, þegar hún er búin að brióta sig á skerjun- um utar. Vigfús vonar, að hægt verði að byrja undirbúning þessa verks í vor, ef fjárveiting og aðr- ar nauðsyniar verða fyrir hendi. Á móti kostnaðinum kæmi svo það, að á Eyrarbakka skapaðist útgerðaraðstaða svipuð og vænt- anlega verður í Þorlákshöfn, en þessir staðir liggja álíka vel við beztu miðum sunnanlands. Eg minntist áðan á plastiðju. Það fyrirtæki er sex ára gamalt Vigfús J< slikt löngu af lagt og Knarrarós, sem er skammt austur af Stokks- eyri, þarf ekki endilega að heita svo vegna þess, að þar hafi knerrir athafnað sig, heldur geta þeir allt eins hafa brotnað þar við land. Á Eyrarbakka býr nú hálft þús- und fólks og stundar flest sjó, eða vinnur við sjávarafla. Þar eru líklega helmingi fleiri sauð- kindur en mannfólk og kartöflur og rófur þrífast vel í sendnum jarðveginum svo eitthvað er við að vera, þó að sjórinn bregðist. Iðnaður hefur og komizt á legg þar á staðnum, plastiðja með 20 manna áhöfn og vikursteypa. Vigfús Jónsson hreppsnefndar- oddviti, situr í hornherbergi húss sem er allt í senn: frystihús, salt hús, matvöruverzlun og ráðhús. Hann er maður af léttasta skeiði, en ljúfur og fróður um sitt fólk og hag þess. Hans hjartans mál er bætt hafnaraðstaða. Með bætt- um hafnarskilyrðum, segir hann að megi margfalda útgerðina frá plássinu. Nú eru gerðir út 3 bátar frá Eyrarbakka. Pjórði báturinn er að visu til, Björn, sem keyptur var frá Keflavík fyrir 2-3 árum, en hann stendur nú í slipp vegna þurrafúa. Kristján Guðmundsson, sem rak upp í fjöru í vetur og komst óbrotinn yfir allar klapp- ir, er nú kominn á sjó aftur og farinn að fiska. Þegar við Vigfús komum niður á bryggjuna var hann nýbúinii að landa og karl- arnir voru að færa hann út á bólið. Það er nefnilega svo mikil ókyrrð við bryggjuna, að þar get- ur enginn bátur legið svo öruggt. sé. Mér varð fyrst á að spyrja Vig- fús hvar innsiglingin eiginlega sé, því ég gat ekki betur séð, en sjórinn væri margbrota sam- fellt með allri ströndinni bæði austur og vestur. Hann bcnti mér þá á glufu í skerjasúpuija nokkru vestan við bryggjuna og síðan sýndi hann mér innsigling- armerkin, sem eru tvenn. Vestari merkin vísa á rennuna, en þegar eystri merkin ber saman, er beygt á þau og björninn er unn- inn. Þó er þetta ekki farið í nátt- Eklci verður ráðið af Land- námu, hver hafi fyrstur setzt að á Eyrarbakka og ekki veit ég hvort glögglega verður frá því sagt, hvenær þar hafi fyrst farið að myndast samfelld byggð. Hitt er þó víst, að á Eyrarbakka hef- ur um aldaraðir verið bæði ver- stöð og verzlunarstaður. Ýmsum, sem betra eru vanir, getur virzt ofrausn að segja að höfn sé á Eyrarbakka, en því er til að svara, að ill höfn er þó skárri en engin og um hafnir er ekki að ræða á öllu Suðurlandi alla leið frá Hornafirði og vestur að Stokkseyri. Þó skipakoma sé getið í Þjórsárós í fornöld, er Friðrik Sigurðsson, Hásteinn og Bjöm í slippnum. Það ægrir saman allskonar húsum. 8 6. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.