Alþýðublaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 7
iimiiiiiiiiiiiiiiiuiuiimiiimmmtiimiiiiiitmiiifmiiiiiiiifiinrmfiimittmimiiiinntitnin
f^lllllllU UIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|l|lll||||||||||||||M||||l|||||lll||llllll|ll|l||||||||||||||||||||||||||||||lll'll,l,,llll|IIIUIimillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIII|||l||||l|||||ll||||||»||||||||(|I||uaut(UMIIIIIIIIIIUm«UIIIIIIIlllllllll«
I
DR. Alfons Gorbach hefur
látið af embætti kanzlara í
Austurríki og við hefur tekið
cir. Josef Klaus, fyrrum fjár-
málaráðherra. Kanzlaraskiptin
eru talin enn eitt dæmi um
aukinn ágreining stjórnarfloklc
anna, hins íhaldssama Þjóð-
arflokks þeirra Klaus og Gor-
bachs og jafnaðarmanna. Einnig
eru þau talin dæmi um innan-
flokksdeilur í báðum flokkum.
En þó er ekki búizt við að stjórn
arsamstarfið fari út um þúfur.
Stjórnarsamstarf Þjóðar-
flokksins og jafnaðarmanna
hófst eftir heimsstyrjöldina,
þegar mikil þörf var á þjóð-
legri einingu, og það hefur
haldizt æ síðan. Áður fyrr voru
flokkarnir harðir andstæðing-
ar. Hins vegar hefur samvinn-
an verið mjög stirð á undan-
förnum árum. Sagt er, að í
raun réttri hafi um enga sam-
vinnu verið að ræða milli ráð-
herra jafnaðarmanna og Þjóð-
arflokksins síðan eftir kosning
| arnar 1962.
Dr. Klaus tekur við kanzlara
| embættinu þar eð flokksmenn
| hans telja, að hann verði ákveð
| inn í garð jafnaðarmanna. Dr.
| Gorbacli tók við af Juliusi Raab
| 1961, sem venjulega tókst að
I jafna ágreininginn í flokknum
I (hann lézt í janúar sl.) en Go-
| rbach missti tökin á flokks-
I mönnum sínum.
I __★ UMBÓTAMENN
Síðan eftir kosningarnar
| 1962 hefur hægri armur Þjóð-
1 arflokksins látið æ meira að
| sér kveða. í september í fyrra
I var Klaus kosinn formaður
Klaus kanzlari í Vín
flokksins og hinn „sterki mað-
ur” hans, Hermann Withalm, að
alritari. Þetta merkti, að tveir
helztu „umbótamenn" flokks-
ins tóku við mikilvægustu
flokksembættunum. Síðan hef-
ur verið þrálátur orðrómur á
kreiki um, að dr. Klaus yrði
kanzlari.
„Umbótamennirnir" efldust.
mjög við það, að Klaus varð
formaður. Að lokum leiddi á-
greiningur þeirra við stuðnings
menn Gorbachs til þess, að
Klaus var látinn taka við em-
bætti kanzlara. Gagnrýnin í
flolcknum var orðin svo há-
vær, að Gorbach vildi ekki
gegna embættinu áfram og
baðst lausnar.
Talið er, að orðrómurinn um,
að Klaus tæki við kanzlaraem-
bættinu liafi orðið þess vald-
andi, að Gorbach tókst sjaldan
að fá vilja sínum framgengt í
samstarfinu við ráðherra jafn-
aðarmanna. Orðrómurinn olli
óvissu og gróf undan trausti
því, sem flokksmenn hans
báru til hans. „Umbótamenn-
Dr. Josef Klaus
— alvarlegur maður tekur við.
irnir“ hafa verið óánægðir með
það sem þeir kalla tilslakanir
Gorboch í garð jafnaðarmanna.
Þeir sökuðu hann um veikleika
og kváðu hann of fúsan til mála
miðlunar. Þetta hefði gert
Þjóðarflokknum ókleift að
framfylgja stefnu sinni.
★ ÓVÆNTUR ATBURÐUR
En þegar Klaus var falin
stjórnarmyndun kom nokkuð
óvænt fyrir. Fjórir hinna fimm
ráðherra Þjóðarflokksins í
stjórninni neituðu að gegna á-
fram störfum í stjóm, sem
Klaus væri í forsæti fyrir. Sex
ráðherrar jafnaðarmanna kváð-
ust hins vegar ekki mundu fara
úr stjórninni..
Klaus varð að finna nýja ráð
herra í flýti, en margir þeirra,
sem hann' snéri sér til, neituðu
að sitja i stjórninni. Makk
Klaus á bak við tjöldin í því
skyni að verða tilnefndur kanzl
ari þótti benda til þess, að erlitt
mundi reynast að vinna með
honum. Nýi kanzlarinn neydd-
ist þannig að skipa í embætli
menntamálaráðherra mann,
sem eingöngu hefur fengizt við
landbúnaðarmál. Og þetta er
eftirmaður eins helzta menn-
ingarfrömuðar Austurríkis, dr.
Heinrich Drummels.
Þetta þykir sýna greinilega,
að klofningur hipna ýmsu hags
munahópa, sem standa að Þjóð
arflokknum, bænda, kaup-
manna, iðnaðarmanna, iðnrek-
enda, kaþólskra verkamanna,
hefur aukizt til muna.
— ★ ÓÁNÆGÐIR OG
VONSVIKNIR
Josef Klaus er gerólíkur frá
farandi kanzlara, hinum bústna
og glaðlynda („echt wieneris-
che“) Gorbach. Klaus er ekki
dæmigerður Austurríkismaður.
Hann er mjög sparsamur um-
bótamaður með stingandi svört
augu, reykir livorki né drekk-
Ðr. Alfons Gorbach
— glaður Vínarbúi hverfur.
ur. Hann hefur komizt í nú-
verandi valdastöðu með því að
hvetja til þess æ ofan í æ að
landar hans hertu á ólinni.
Margir Austurríkismenn eru
óánægðir og vonsviknir með
nýja kanzlarann.Þeir telja hann
hafa brugðizt í fjármálaráð-
herraembættinu og eiga erfitt
með að sætta sig við það, að
hann á réttarhöld vofandi yfir
höfði sér, því að ein af hetjum
andspyrnuhreyfingarinnar á
stríðsárunum hefur haldið því
fram, að hann hafi verið SA-
maður. Margir telja, að þessi
alræmdi hægrisinni hafi bolað
sér í kanzlarastólinn með ýms-
um brögðum, og ef atburðir
síðustu ára eru athugaðir er
erfitt að bera á móti því.
Faðir hans var bakarl og
gestgjafi í smábænum Maut-
hen í Kiirnten. Hann lézt 1921,
þá nýkominn fársjúkur heim
úr fangavist í Rússlandi, og
Jo'-ef Klaus, sem þá var aðeins
11 ára gamall, varð að hjálpa
móður sinni við rekstur fyrir-
tækisins.
Hann hafði þegar skipt sér
af stjórnmálum þegar hann tók
doktorspróf í lögfræði í Vín
1934, en einmitt þegar glæsi-
leg framtíð blasti við honum á
sviði stjórnmála og lögfræði
varð hann að hætta lögfræði-
störfum eftir innlimun Austur
ríkis í Þýzkaland 1938 og hafa
ofan af fyrir sér með því að
selja timbur.
Þegar stríðið skall á var
hann sendur sem þýzkur her- -
maður til Póllands Frakklands
og Finnlands. Að lokum hafn-
aði hann í stríðsfangabúðum
Hann var talinn eindreginn
andstæðingur nazista, ekfei
sizt vegna kaþóÞkrar trúar ov
ferils síns, en nú er því sem sé
haldið fram, að hann hafi veri^
í SA (stormsveitum nazista).
—★ AMTMAÐUR OG
RÁBHERRA
Hann gat ekki liafið lög-
fræðistörf á ný fyrr en síríð-
inu lauk 1945 og hann settist
að í Salzburg, þar sem kona
hans er fædd. Árið Ó949 bauð
hann sig fram til amtmanns
(„Landeshauptmann") og hann
náði kosningu, sem kom á ó-
vart. Meiri. furðu þótti gegna,
að hinn bindindissami, strangi
og stefnufasti Klaus sat
ár og var virðulegur leiðtogi
samstcypirtjórnar Þjóðarflokks
ins og jafnaðarmanna sam-
kvæmt „Proporz“ kerfint,
(skiptingu embætta milli flokk
anna), sem ríkt hefur í Austur-
ríki síðan eftir stríð (Forset-
inn er jafnaðarmaður, kanzl
arinn ur Þjóðarflokknum, ut-
anríkisráðherrann jafnaðar
maður o. s. frv.).
Klaus varð fjármálaráðherra
í stjórninni sem Gorbach mynd
aði þegar Raab lét af kanzlara
embættinu. Haun gegndi em-
Framh. á 10 sfðo
3
3
3
3
3
3
3
3
^/uiiiuiiiiiiHiiiiuHUiiiiiiiiuiiuiiiuniiiuiiiHniiiiiiiiiiiniiuuuiiiiii»(||IIIIII|I,|ll,l,,llllll,l,l,,,,,,IIII1(l||||,|,,lini,,|,,,,,,,,,l,,,,,,t|1i1,|,|||||||||imii|l‘HiiuuiiuiuiiuiiiiHUHHiiuiiiuumiiuiimiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiuiiiHiuiimiiiiUHHiiiuHHiiuiiiHiiiuiiiuiiuiiiiiMiiimiiiiiiHiiiHuiujuiiiH'í!i
EINN DAG
U Thant, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hefur mik-
inn áhuga á stjómmálum og mjög
ákveðnar skoðanir, segir í starfs
mannablaði SÞ., „Secretariat
News“, sem átti viðtal við hann
nýlega um daglegar venjur hans
og vinnuhætti. En hann tekur
fram, að í starfi sínu verði- hann
stundum að bæla niður eigin skoð
anir og snúast hlutlaust við verk-
efnunum, þannig að hann hafi
fyrst og fremst í huga hagsmuni
aðildarríkjanna og samtakanna í
heild.
U Thant segir, að liann byrji dag
inn kl. hálfsjö með 15 mínútna
íhugun:
— Ég er, eins og þér vitið
Búddhatrúarmaður. Það er erfitt
að lýsa í stuttu máli þeirri aðferð,
sem er tengd íhugun okkar. í sem
fæstum orðum sagt er þar um að
ræða hreinsun hugans mcð bæn
og hugskoðun. í Austurlöndum
Icggjum við meiri áherzlu á hug
ann en líkamann. Og sálin situr
aftur í fyrirrúmi fyrir huganum.
Eftir þessa guðræknisstund
hefst dagsverkið hjá U Thant með
dagblaðalestri. Það tekur hann
hálftíma að lesa blöðin. Hann er
áskrifandi nokkurra blaða og tíma
rita, m. a. ensku blaðanna og tíma
ritanna ,,Tribune“, Guardian",
„New Statesman“, ,,Times“ og
„Observer", og bandarísku blað-
anna og tímaritanna „Nation“,
New Republic“, „New Leader",
„Saturday Review“ og „Saturday
Evening Post“. Tímaritin les hann
þó eftir að hann kemur heim úr
vinnunni á kvöldin og áður en
hann snæðir kvöldverð kl. 21,45
eða 22.
U Thant býr í Riverdale, og það
tekur hann 20 mínútur að aka til
eða frá aðalstöðvum S. Þ. Hann
kemur til vmnu kl. 10 og vinnur
sleitulaust fram til kl. 20 eða
20.30. Á hverjum degi snæðir
hann miðdegisverð með einhverj
um af sendiherrum aðildarríkj-
anna eða einum af aðstoðarfram
kvæmdastjórunum. Að jafnaði af-
þakkar hann kvöldverðarboð eða
heimboð af öðru tagi á kvöldin.
Ástæðuna til þess segir
þá, að honum sé ómögulegt að
reikna þann mikla tima sem til
slíks þyrfti.
U Thant vinnur líka á laugar-
dögum — þegar skrifstofur Sam-
einuðu þjóðanna eru lokaðar — en
þá er vinnudagurinn ekki jafn-
langur og aðra daga. Sunnudag-
ana á ég sjálfur, og þá er ég
kyrrt heima hjá fjölskyldu minni,
bætir hann við.
Aðspurður hvort til sé svo-
nefndirr „alþjóðlegur maður“, seg
ir hann að hver meðajgreindur
maður, sem sé trúr hugsjónum og
anda Sameinuðu þjóðanna og gagn
sýrður af þörfinni á að þjóna frið
inum, gcti orðið „alþjóðlegur mað
ur“.
i
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. marz 1964 jf