Alþýðublaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.03.1964, Blaðsíða 6
Þessar breytingar, sem gerðar | hafa verið, eru mjög róttækar, j þegar í hlut á iand eins og Sviss. | Menn mega vera þess fullvissir, að stjórnin í Bern liefur ekki tek- ið til þessara ráða til þess að gera öllum auðmönnum, sem þar hafa leitað skjóls fyrir fé sitt óleik. Mikilvægar ástæður hljóta að liggja að baki. Þessar ástæð- ur er að finna í fjárliag Sviss. saf: sviss Sviss hefur um margra ára bil verið öruggur geymslustað- ur fyrir erlenda peninga. Ef athafnamönnum í ýmsum lönd- um þötti vera farið að þrengj- ast um heima, var ætið unnt að koma því undan, sem aflað hafði verið, i svissneska banka. En nú er þessi draumur bú- inn. Frá 1. janúar í ár er sviss- neskum bönkum bannað að taka við riýjum innlánum erlendis frá. Þeir fá ekki heldur lengur að lána þessa peninga út aftur, hvorki gegn veði í svissneskum fasteignum né festa þá í sviss- neskum verðbréfum. En bank- arnir mega hins vegar, ef þeir óska, taka við fé til „frysting- ar.” Þessar ákvarðanir gilda fyrst um sinn um tveggja ára skeið. En eftir þann tíma verður samt sem áður hreyfingu erlends fjár magns í Sviss mjög þröngur stakkur skorinn. Ný lög munu koma á eftirliti með erlendum bankareikningum — leynireikn- ingarnir munu því innan tíðar heyra einungis liðnum tíma til. Ráðstafanirnar cru liður í að- gerðum til þess að draga úr fram- kvæmdum, sem eru svo miklar, að hætta er talin á verðbólgu. En það fer ekki lijá því, að þetta valdi erfiðleikum þeim einræðis- herrum, sem hér eftir vilja ,safna til elliáranna’ á einhverjum tryggum stað. Pola leikur Pola Negri hin fræga dís kvik- myndanna frá árunum 1920-1930 og frægasta ástmær Rudolphs Valentino, er nú aftur farin að leika í kvikmynd eins og við gátum um fyrir allöngu síðan. Hún vinnur nú að mynd, sem á að heita „The Moon Pioneers” — fyrir Walt Disney í Pinewood í Englandi. Rita Hayworth hef- ur ekki komið fram í kvik- mynd siðan 1949. Hún á að leika móður Claudiu Cardinale og Negri aftur John Wayne á að leika eiginmann hennar. Paulette Goddard, fyrrum frú Chaplin og núverandi frá Er- ich Maria Remarque er 51 árs að aldri, og er nú að leika í mynd á Ítalíu. Marlene Dietrich hefur verið fengin til þess að leika sjálfa sig í mynd, sem Ralph Nel- son ætlar að gera. Glenn Ford leikur á móti henni. Veronica Lake, sem fyrir löngu hætti að leika í kvikmyndum, er nú aftur farin að leika í amerískum smá- myndum. Það gerast margir undar- □ legir hlutir við móttökur í forsetabústöðum hinna nýju lýðvelda Afriku. — Um dag- inn var einn prúðbúinn þjónn á gangi í einni slíkri móttöku með kökufat og bauð gestum. Ein'n af „hvítu” gestunum hreifst mjög af girnilegri súkkulaðiköku, sem hann sá á fatinu og ætlaði að grípa hana. — Ekki þessa, herra minn, — hvislaði þjónninn — þetta er þum- alfingurinn á mér. ☆ Áköfustu sjónvarpsáhorf- ; □ endur í Bandaríkjunum þessa dagana eru sérstaklega valdir menn frá skattheimtunni. Þeir eiga að fylgjast með fram- haldsþætti, sem eitt stærsta sjón- varpsfyrirtækið hefur hleypt af PRESLEY ER ENN OFAN Á LESLIE CARON er í New York um þessar mundir að vinna 11 fyrir sjónvarp þar. Myndin var tekin af henni á Lundúnaflug- velli fyrir nokkru þegar hún var að leggja af stað vestur. Það U var varla að hún væri þekkjánleg, vafin í loðskinn og með sól- gleraugn fyrir mestöllu andlitinu. stokkunum. í þessum þætti munu 1100 milljónamæringar tala um efnið: „Hvernig ég skapaði auð minn.” Nú eiga þessir vesalings millj- ónamæringar á hættu, að verða krafðir sagna af skattheimtunni. — Þið hafið aflað þessara milljóna — en hvað hafið þið greitt í skatt af þeim? Hér er innlegg í kynþátta- □ vandamálið, úr óvenjulegri átt að vísu. Hvítar þjón- ustustúlkur í kaffistofum bygg- ingar Sameinuðu þjóðanna í Nevv i York, hafa lagt inn kvörtun vegna þess, að þær telja sig verða fyrir skipulegu kynþáttamisrétti. Þær fá alltaf minna þjórfé en „litað- ar” samstarfsstúlkur þeirra. Þénustan, sem Bítfarnir I brezku hafa haft upp á síð- 1 kastiö, er ekki nema vasapen- = ingar hjá þeim tekjum, sem | Elvis Presley hefur. Þessi 28 l ára gamli fyrrverandi vöru- | bílstjórf hefur á síðustu ár- § um haft inn sem svarar 600 | milljónum króna. — Menn | eins og Lyndon B. Johnson | liggia langt að baki Elvis á i tekiulistanum. Síðastliðin 8 ár hafa selzt i 5 milljónir platna með söng jj Elvisar og hann hefur gert § samning við hliómplötufyrir- 1 tæki til ársins 1971. Sá samn- I ingur tryggir honum 90 millj. | króna á ári. Hann hefur leikið í 15 kvik I myndum og þær hafa skilað § Jausiega áætlað rúmum 2000 1 milljónum. Góður hluti af = þ-'ssari upphæð hefur runnið i í hans vasa. Ekki alls fyrir löngu var honum boðið að koma fram í sjónvarpi fyrir sem svarar 4.5 milljónum ísl. króna. Hann neitaði. Þrjú ár eru liðin síð- an hann lét síðast sjá sig í sjónvarpi og þá fékk hann ekki svo mikið fyrir. Ekki er nóg með, að Elvis geti komizt yfir peninga, hann kann einnig að gæta þeirra. Mestum hluta auðæfa sinna hefur hann komið fyrir í olíu- hlutabréfum. útvarpsstöðvum, skinaverksmiðjum og nætur- klúbbum. En hann hefur einn- ig fengið sér 10 Cadillacbíla og sex þeirra eru útbúnir með sjónvarnstæki og bar, þrátt fyrir, að Elvis sjálfur taki mjólk fram yfir sterka drykki. Þess utan eyðir hann miklum fjár munum í villur sínar Hin glæsilegasta þeirra er Los An- geles bústaður hans. Hjá henni er ein ib”rðarmesta sundlaug í Bandaríkiunum og geta menn ímyndað sér, að þá sé ekki svo iítið sagt. ii 11111 Miiiiiii 111111111 iiiiiiiiiii '•'•'"•""""••'•'•••'■••'••'•iiimiiiiiiimiiiiiiniiiiimiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiuiiiniiiiiiniiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMiiimiiiimiimiiiiimiiiiiiiiiimii VIÐ voruin rétt byrjaðir að mála lijá yður, frú, þegar við uppgötvuð- um, að þér eigíið ekkert sjónvarp. @ 6. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.