Alþýðublaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 1
Reykjafoss er til sölu Sala é Tröllafossi kemur til greina HANS konunglega tign lier- toginn af Edinborg hefur til- kynnt forseta íslands, að hon mn sé ánægja að geta lieim- sótt ísland óg dvalið þar 30. júní til 3. júlí í sumar. Her- toginn mun koma til Reykja víkur 30. júní á snekkju kon- ungsfjölskyldunnar „Brit- annia”, og fara aftur flug- leiðis 3. júlí. Heimsóknin telst ekki opinber, en hertog inn verður gestur forseta ís- lands. STJÖRNARFRUMVARP UM AUKINN SKYLDUSPARNAÐ Reykjavík, 18. marz, — EG I RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp (il laga, er gerir ráð fyrJr því, að skyMu sparnaður einstaklinga á aldrin- um 16—25 ára verði aukinn úr 6c/c sem nú er I 15% af launa- tekjum. Frumvarpið gerir ráð fyr- ír, að fé sparað með þcssum hætti verði skatt og útsvarsfrjálst og -vísitölu'ryggt. Munu þeir sem féð Ieggja af mörkum njóta sérstakra kjara » sambandi við lán liúsnæðis málastjórnar, eða fá allt að 25% • hærri lán en almennt gerist. Féð sem á þennan hát'. safnast skal ávaxtast í innlánsdeild byggingar- sjóðs ríkisins og veðdeild Búnaðar bankans. Frumvarp ríkisstijórnarinnar er svohljóðandi; 1. 10. grein laga orðist svo: Öllum einstaklingum á aldrin- um '16—25 ára skal skylt að leggja til hliðar 15% af launum sínum, sem greidd eru í peningum eða sambærilegum arvinnutekjum, í því skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygginga eða bústofnunar í sveit. Skj’ldusparnaður hefst við næstu mánaðamót eftir að hluteig andi verður 16 ára og lýkur við næstu mánaðamót eftir að hann verður 26 ára. Fé það, sem á þennan hátt safnast, skal ávaxtað í innlánsdeild byggingarsjóðs rík- isins fyrir alla þá, sem búsettir erp í kaupstöðum og kauptúnum, en í veðdeild Búnaðarbanka ís- land fyrir þá, sem búsettlr eru í sveitum. Fé það, sem skylt er að spara á þennan hátt, er . undanþegið tekjuskatti og útsvari. Þegar sá, er safnað hefur fé í sjóð samkvæmt 1. mgr... hefur Framhald á síðu 13 Reykjavík 18 marz — ÁG EIMSKIPAFÉLAG íilands hef- ur nú auglýst Reykjafoss til sölu. I Hafa umboffsmenn félagsins víða I um heim séð nm að leita tilboða í skipið. Þá getur einnig komið til greina, að Tröllafoss verði seldur, en engar ákvarðanir hafa verið teknar £ þeim efnum. Bæði eru skipin orðin gömul. Reykjafoss t.d. smíðaður 1945 og er því nær 20 ára gamall. Eins og áður hefur komið fram í fréttum,. á félagið tvö ný skip í smiðum erlendis. Eru þau smíð- uð með það fyrir augum, að end- urnýjun á flota félagsins geti far- ið fram. í framhaldi af því hefur nú sala á Reykjaos'si verið ákveð- in. Um Tröllafoss er það að segja, að hann hefur þótt hentugur til flutninga milli stærri hafna og þegar nægur flutningur hefur ver- ið fyrir hendi. Skip Eimskipafélagsins hafa á undanfömum árum haft á hendi flutninga á nauiakjöti frá írlandi til Bandaríkjanna. Nú brá svo við fyrir skömmu, að þessir flutningar lögðust að mestu niður. Tvö skip Eimskipafélagsins, sem áttu að fara til írlands að lesta kjöt, fóru ekki. Ástæðan fyrir þessu er sú, að skyndilega opnaðist mikill kjöt- markaður í Evrópu. Á þennan markað er fé og nautgripir flutt lifandi og skip frá viðkomandi löndum annast flutninginn. Óttarr Möller, forstjóri Eimskipafélags- ins tjáði blaðinu í gær, að þetta ástand væri aðeins tímabundið, og þeir myndu byrja aftur í apríl- mánuði. Gengur Finn Air í SAS? Kaupmannahöfn, 18. marz (NTB-Ritzau) Forstjóri finnska flugfélagsins Aero (Finnair) sagði í viðtali við danska útvarpið í dag, að hann hefði fyrir sitt leyti ekkert á móti því, að samstarf Aero og Finnair yrði aukið þannig, að Airo gengi í SAS. Mjólkuræð frá Selfossi? Rcykjavík, 18. marz - ÁG GF.RÐAR hafa verið athuganir á «uögulcikum á lagningu. mjólkur- leiðslu miili Selfoss og Reykja- víkur. Mun landbúnaðarráðlierra, Ingólfi Jónssyni verða afhent á- litsgerð um þetta mál innan skamms. Á síðasta sumri fól landbúnaðar ráðherra Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra, að fá umbjóðendur sína í Þýzkalandi til að gera at- huganir og áætlanir um lagningu slíkrar mjóllairleiðslu. Gísli hefur undanfarnar þrjár vikur dvalið í Þýzkalandi, en cr nú kominn heirn. Blaðið náði t'ali af honum í gær, og spurðist fyrir um niðurstöður þessara athug- ana. Hann sagði, að í ljós hefði komið, að það væri tæknilega liægt að leggja mjólkurleiðslir, milli Reykjavíkur og Selfoss. Um kostnaðaráætlun vildi hann ekk7, ert segja, en kvað álitsgerðina, myndu fara til landbúnaðarráð-; herra, og hann myndi taka frek-; ari ákvarðánir um hvað gert yrði. Gísli benti á, að þarna væri mjög merkilegt mál á ferðinni. Flutningar á mjólk frá Selfossi hingað til Reykjavíkur væru mjög kostnaðarsamir, og oft á tíðum erf- iðir. Kostnaður við lagningu mjólkurleiðslu ýrði vissulega tölu- verður, en slík leiðsla myndi fljótlega borga sig. %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%«%%%%%%%%%« 7 ákveði Iðun til listamanna ÞAÐ KVISAÐIST um sali Alþingis síðdegis í gær, að flokkarnir hefðu orðið sam- mála um að leggja til, að 7 manna nefnd en ekki 5 manna úthluti listamanna- launum að þessu sinni. Muuu kommúnistar því hafa íull- trúa við úthlutunina, eins og þeir hafa haft. Menntamálaráðherra flutti, eins og hann hefur gert í mörg ár, tillögu um kosningu fimm manna nefndar til að annast úthlutun í ár. Var bent á, að kommúnistar hefðu ekki bolmagn til að koma manni I 5 manna nefnd ir og mundu faiia út. Af öess um sökum var málinu vísaí til allsherjarnefndar samein aðs þings, en þar varð sam- komulag um breytingu í 7 manna nefnd I gærdag. Enda þótt kommúnistar eigi ckki menn í 5 manna nefndum á þingi, hafa stiórn arflokkarnir oft talið rétt, að allir flokkar væru við af- greiðslu mála, og veitt þeim aðild að nefndarstörfum. Hef ur sú skoð'un orffiff ofan á í sambandi við listamanna- nefndina. M%%%%%%vm%%%M%%%%%%%%%%%%%%« i »%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%» SNÁÐINN hér að ofan er heldur borubrattur og borg- inmannlegur, enda gegnir hann virðulegu embætti. — Hann er blaðafulltrúi hjá fyrirmyndarfélagi. Það seg- ir nánar frá honum og öðrum félögum lians í opnunid í dag í grein, sem nefnist „l’t gerðarsaga í einn dag”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.