Alþýðublaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 10
V Útgerðarsaga... Framh. úr opnu sem kom fram í þættinum hjá honum Svavari Gests og sagði að „Litla gula hænan” væri græn — og slapp með það. Að sögn Guðniundar ætla þeir félagar að stunda rauðmagaveiðar í Hópinu. Nú eru þeir í þann veg- inn að steina niður og hafa orðið s^r úti um netastúf, nokkrar kúl- ur og steina ásamt bauju, sem stöngina vantar á. Þeir ætla að leggja strax í dag og vitja um á miðvikudaginn, þ.e.a.s. ekki á morgun, heldur hinn. Þetta sýnir útsjónarsemi útgerðarforstjórans, því vissulega er því neti hættara við sliti, sem alltaf er verið að vitja um og draga og í annan stað hlýtur að koma meiri fiskur í það net, sem látið er liggja í tvo sól- arhringa, heldur en í annað net, sem liggur ekki nema i einn dag. Guðmundur segir okkur að Einar hafi eiginlega ekki verið með bát áður, en segist samt bera fullt traust til hans bæði sem sjó- manns og aflamanns. Það er líka hann sem segir okkur baráttu- sögu þeirra félaganna við að koma útgerðinni í gang. Báturinn heitir Þorbjörn, af því að það verður alltaf einhver bátur í Grindavík að heita Þorbjörn eft- ir fjallinu fræga. Nú stendur nefnilega þannig á. að búið er að selja gamla Þorbjörn og sá nýi er í smiðum erlendis og þeir fé- lagarnir hafa tekið að sér að brúa þetta bil. Eihkennisstafimir GK- 5555 voru valdir vegna þess, að þeir eru áreiðanlega þeir hæstu á landinu. Formaðurinn kallar i Guðmund því nú á að reyna bátinn utar í Hópinu og sjá hvernig hann fcner reiknaður út í þetta skiptið eftir tiltölulega-skamma stund eru þeir horfnir fyrir grandann, og ball- ansinn hefur sennilega verið reiknaður út í þetta skipið eftir aldri skipsmanna, því nú hallast báturinn tiltölulega lítið. Allir, sem komið hafa nálægt Útgerð hér á landi, vita, að það er erfiðast að byrja og ný veiðar- Tek aff mér hvers konar þýðing ar úr og á ensku EIÐUR GUSNASON, Iðggiltur dómtúlkur og skjala- þýffandi. SMURI BRAUÐ Snittur. Opið frá kl. 9—23,30. Vesturgötu 25_Sími 24540 Brauðstofan Sími 16012 I færi eru ekki alltaf einhlít til I aflasældar. Frægust eru' dæmin um hringnæturnar, sem eru oft | svo vitlausar nýjar, að engin padda fæst til að láta veiða sig í I þær og svo eru þær líka svo eindæma gott skálkaskjól fyrir skipstjóra, sem ekkert fiska á síld. Til eru sögur um skipstjóra sem eru að láta mæla nótina allt sumarið, þeir fara út með hana rétta, en þegar búið er að kasta og „búmma” er nótin vitlaus. — Stefán Jónsson myndi segja, að þessir menn séu ekki í „stuði.” Einar Bjarnason skipstjóri á Þorbirni hinum nýja, GK-5555, ætl ar ekki að brenna sig á þessu soði, því þegar við komum niður á bryggju skömmu síðar, hafa þeir félagarnir lagt skipi sinu við endann og úthatdið liggur á bryggjunni. Einar skoðar allt gaumgæfilega og uppgötvar að hér vantar steina og þarna vantar kúlur og hann sendir „reddarann” upp í bæ að redda og Guðmund honum til aðstoðar við burð- inn. Hann spekúlerar mikið í draslinu og hann er kominn með formannskiprur um augun, og fiskiglampa. Hann er fálátur við blaðamenn, eins og allir sannir aflamenn eiga að vera, svarar stuttaralega og stundum út í hött og snýr sér undan á meðan, — skyrpir í sjóinn og er afundinn yfir því hvað reddarinn er lengi að redda hlutunum. Það er rétt með herkjum, að mér tekst að ná af honum sómasamlegri mynd. Næst þegar við hittum þær kempurnar, er fallið að og þeir hafa lagt netið. Baujan þeirra lónar úti á Hópinu svo öllum megi vera ljóst, að þarna eigi aflamenn veiðarfæri sín í sjó og þau séu friðhelg. Þeir eru nú langt komn- ir að setja bátinn. Að vísu eru bæði formaður og stýrimaður farnir heim, en samt er mann- söfnuður við setninguna. Allir vilja hjálpa til við að setja nýja bátinn í fyrsta sinn og hann er settur á vísindalegan hátt eins og þegar hann var sjósettur. Hann er þyngri núna, svona blautur og svo er í honum slatti af austri og allt í einu stendur fossinn aftur úr skutnum og einhver rekur upp aðvörunaróp. Botninn hefur ó- vart skrapazt við hvassan stein og seglið rifnar. Nú eru góð ráð dýr og mönnum fallast hendur um stund. Þeim verður vafalaust hugsað til þess hvað Einar Bjarnason formaður og skipasmiður komi til með að segja um svona frammistöðu. — Reddarinn er farinn að gráta, að vísu ekki vegna yfirþyrmandi fjárhagsáhyggna, heldur vegna þess að hann hefur klemmt sig á einhverju. Samt sem áður er á- kveðið að halda áfram við setn- inguna og bátnum er bjargað upp 'fyrir efstu flóðmörk og á gras. Þar er honum hvolft og skemmd- vantar unglinga til að bera blaðið til áskri# enda í þesstim hverfum: ★ Kleppsholt ★ Sörlaskjól Afgreiðsla Aíþýðublaðsíns Síml 14 900 irnar skoðaðar. Þær eru ekki ýkja miklar og verða vafalaust bættar. Þorbjörn hinn nýi endar sem sagt sinn fyrsta róður á grasi, á hvolfi og með rifinn botn. í fyrra málið spái ég, að Einar Bjarna- son líti niður eftir og skoði verks- ummerkin, verði stuttur í spuna og afundinn, spýti bæði langt og mikið og spekúleri. Svo sendir hann reddarann eftir nauðsynlegu efni' og áhöldum til að gera við skemmdirnar og báturinn verður sjósettur annað hvort á fjöru eða flóði, eftir því hvenær viðgerð- inni lýkur og það verður farið í prufutúr út á Hópið. Á miðvikudaginn verða netin dregin. I—I LU ^ ÁSVALLAGÖTU 69. SÍMI 2 15 15 og 2 15 16. KVÖLDSÍMI 2 15 16. TIL SÖLU: 2ja herber&ja ný íbúð við Hafn- arfjarðarveg. Strætisvagnar í bæinn á 15 minútna fresti. Falleg íbúð, fyrsta hæð. 2ja herbergja ibúð á Seltjarnar- nesi. Selst fullgerð með tvö- földu gleri, hita, eldhúsinnrétt- ingum og svefnherbergisskáp- um. Útborgun 250 þús. 5 herbergja íbúð í Vesturbænum. Fokheld raðhús í sérskipulögðu hverfi í Kópavogi. Góð teikn- ing. 5 herbergja endaibúðir í Háaleit ishverfi. Sér hitaveita í hverri í búð. Allt sameiginlegt fullgert. íbúðin sjálf tilbúin undir tré- verk. Raðhús í Álftamýri. Selst fokhelt með hita, eða tilbúið imdir tré verk. Hitaveitá. HÖFUM KAUPANDA AÐ: 3__4 herberg.ia tilbúinni ibúð í Háaleitishverfi, eða norðan- verðu Hlíðahverfi. Stað- greiðsla. 3ja herbergja íbúð í gamla bæn um. Aðeins íbúð með sólar- svölum kemur til greina. Mik- il útborgun. VERZLUNARHÚSNÆÐI á góð- um stað. Má vera í úthverfi. í SKIPTUM ER ÓSKAÐ EFTIR: 4ra herbergja íbúð með sérinn- gangi, fyrir hálft hús í vestur bænum. 4ra herbergja íbúð í bænum fyrir nýtt 130 fermetra ein- býlishús í Silfurtúni. Mjög vandað hús. 2ja — 3ja herbergja íbúð í bænum, fyrir 4 herbergja ný- standsetta íbúð á bezta stað á Melunum. Stór bílskúr. 5 herbergja góð íbúð fyrir lúxus hæð í Safamýri,- sem senn verður fullgerð. Mjög vandað ar innréttingar. Allt tilbúið að utan, þar á meðal stór bílskúr. Munið að eignaskiptl eru ofí mögnleg hjá okkur. Næg bíiastæði. Bílaþjónusta vlð kaupendur. Warren- Kiamh. af bls 7 Hoffa verið dæmdur í 8 ára fangelsi. Þessi má.alok eru tal- in sigur fyrir hinn unga dóms- málaráðherra, Robert Kenne- dy. Eindregin afstaða hans í þessu máli gæti bent til þess, að enn sé ekki út öll von um, að DaRas-málunum lykii með sigri réttlætisins. Ástæðan til þess, að Hoffa beið ósigur er sú, að einn af hans eigin mönnum sveik hann. Sumir teija að þessi maður hafi ef til vill verið eða gengið í þjónustu F. B. I. NJOSNARAR Hitt máiið varðar sovézka njósnarann Goloniewski, en hann lék tveim skjöldum. Hann er af pólskum ættum. Til árs- ins 1960 var hann ílugumaður KGB, sovézku leyniþjónustunn- ar, en hann bað um hæli í Bandaríkjunum og mun nú hafa láiið bandarískum yfirvöldum í té lista yfir alla þá embættis- menn og starfsmenn C. I. A. og utanríkLráðuneytisins, sem einnig starfa fyrir K G B. „New York Journal American” hef- ur birt upplýsingarnar, en af opinberri hálfu hafa þær verið bornar til baka. í sambandi við Dallas-málin liggur það í lofcinu, að þau standi í einhverju sambaudi við leyniþjónustuna. F. B. J. hefur orðið að bera til baka, að Lee Rarvey Oswald og Jack Ruby hafi verið f .ugumenn F.B. I. Til eru vitni að samtali, sem F. B. I.-maður átti við Oswald þegar hann var kominn til Dall- as. En það þarf ekki að merkja að hann hafi verið flugumaður F. B. I. ★- OSWALD FLUGUMABUR? En C. I. A. er einnig nefnt í sambandi við Oswald. Var Oswald flugumaður Bandaríkja manna i Sové.ríkjunum? Átti hann að halda þangað aftur? Hvernig getur annars maður, sem hefur orð fyrir að vera hlynntur kommúnistum, feng- ið vegabréf í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu? Það fékk Os- wald í júní 1963. Orsök þagnarinnar og dul- arblæsins í sambandi við Kenn edy-morðið gæti verið sú, að með tilliti til öryggis ríkisins jafnan fyrir- liggjandi. Vélsmiðja Björns Magnússonar. Keflavík, sími 1737 og 1175. 19. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ nefndin viiji yíin'öldin ekki að hið leynda starf Oswa.ds komi fram í dagsijósið. En það væri játn ing, sem gerði leyndardóminn ennþá meiri; Bandaríkjamaður nokkur, sem var sauntærður um, að hinar op.nberu skýringar væru réttár, skrifaði vini sínum i Evrópu um getgáturnar í er- lendu blöounum á þessa leið: „Kamjski kanna þessar get- gátur okkur meira um sögu og andlegt ástand gömlu Evrópu en um atburði þá, sem gerðust í Dallas.” En er það? Mark Lane segir aftur á móti: „Ef hægt er að snúa baki við þeirri Ameríku, þar sem ofbeldi og mannvonzka ráða ríkjum, verð- ur þjóð.eg endurreisn að hefj- ast með virðingu fyrir lögum og fyrirlitningu á sefjun, sem hingað til hefur komið í veg fyrir, að um þetta mái sé rétt- látlega fjallað." (Aktuelt: EU- en Nieisen). Fróði gefur út Framhald af 5. síðu. uns dómpróiast í lieykjavík o. fl. Ennfremur er þarna að finna snjallar sögur og hugljúf ævintýri eftir heimsfræga höfunda, Leo Tolstoj, H. C. Andersen, Selmu Lagerlöf o. fl. Loks munu marg- ir fagna því að finna hér hina fögru og áhrifamiklu hugvekju Magnúsár Helgasonar fyrrver- andi skólastjóra Kennaraskólans, Signýjárhárið, sem er sannnefnd perla í íslenzkum bókmenntún. 30 heilsíðulitmyndir úr lífi og' starfi Jesú eru í bókinni. Þær eru eftir danska listmálarann Carl Bloeh og prentaðar í Kaupmanna höfn. Kápu og titilsíður teiknaði Kjartan Guðjónsson, en bókin er prentuS í Prentsmiðju Jóns Hélga sonar. Skipadómur Framhald af bls. 4 um við skipaskiptin, sem röngurn, ósönnuðum og málinu óviðkom- andi, enda hefði stefndi ekki lagt fram nein gögn til stuðnings þeim kostnaði. Úrslit máis þessa fyrit; héraði voru þau, að stefnda var gert að greiða þá upphæð sem krafizt var, þ. e. hluta hinna eigandanna í 150 þúsundunum. Þar sem liinir tveir menn voru ábyrgir „in soli- dum” og innköllunarfrestur í dán- arbúi hins látna liðinn, var stefnda gert að greiða alla upphæðina. Dómur þessj var svo staðfestur i Hæstarétti og stefnda auk þess gert að greiða 5000 krónur í máls kostnað fyrir Hæstarétti. Keffavsk TIL SÖLU Silver Cross barnakerra, barna rúm með dýnu, barnastóll og róla sem einnig má nota sem bílasæti, rúmfaiaskápur o. fl. Faxabraut 25, 2. hæð. , Sími -1855.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.